Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2021 18:08 Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Samfylkingin Birgir Dýrfjörð, sem situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar, segir að hans eigin reynsla af alkóhólisma og vanmætti sínum gagnvart áfengi hafi litað ákvörðun hans um að segja sig úr uppstillingarnefnd flokksins. Hann segist óttast að Samfylkingin „fremji nú það ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum“ að dæma þá brottræka og vanhæfa með þeim rökum að þeir séu ekki traustsins verðir vegna fyrri hegðunar í ölæði. Þetta segir hann í yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því hvers vegna hann hætti í uppstillingarnefnd flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hann vill þó ekki gefa upp hvað leiddi nákvæmlega til þess að hann gekk á dyr og ber fyrir sig þagnarskyldu. Átök innan flokksins Vísir greindi frá því fyrr í dag að veruleg ólga væri innan Samfylkingarinnar í tengslum við stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns á lista flokksins í komandi kosningum. Þess ber að geta að skjalið með yfirlýsingu Birgis til fjölmiðla ber titilinn „Yfirlýsing v. Ág.Ól.“ Má gera fastlega ráð fyrir því að þar sé átt við Ágúst. Ágúst Ólafur hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði hann sér svo hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Birgir yfirgaf fund uppstillingarnefndarinnar á laugardaginn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir í samtali við Vísi fyrr í dag en vildi þá líkt og nú ekki staðfesta hvort málið snúist um stöðu Ágústs Ólafs í flokknum. Fram hefur komið að hann var ekki á meðal fimm efstu í skoðanakönnun sem haldin var meðal félaga í Samfylkingunni í Reykjavík í desember. Uppstillingarnefnd hefur niðurstöðurnar til hliðsjónar við uppröðun sína. Verið edrú í 40 ár Birgir segir í yfirlýsingu að hann taki þróun mála mjög nærri sér. „Ég hef oft lent í því að drekka mig úr karakter, og ausa svívirðingum og tilhæfulausum ásökunum yfir fólk,“ segir hann í yfirlýsingu. Birgir bætir við að á komandi sumri séu liðin 40 ár frá því hann viðurkenndi vanmátt sinn gagnvart áfengi. Í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar vegna vanda síns sem hafi dugað honum í 40 óslitin áfengislaus ár. „Ég er svo lánsamur að hafa umgengist gott fólk, sem aldrei hefur núið mér því um nasir, hve oft ég varð mér til skammar drukkinn. En það breytir ekki því að ég tek mjög nærri mér þegar væn manneskja hefur leitað sér lækningar, og sannanlega náð góðum bata, og bætt ráð sitt, er dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum, að hún sé ekki traustsins verð vegna fyrri hegðunar í ölæði. Það finnst mér skelfilegt ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum,“ segir Birgir. Hann segist óttast að Samfylkingin fremji nú það ódæðisverk. „Þar vil ég ekki vera. Því segi ég af mér - og get ekki annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Fíkn Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Hann segist óttast að Samfylkingin „fremji nú það ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum“ að dæma þá brottræka og vanhæfa með þeim rökum að þeir séu ekki traustsins verðir vegna fyrri hegðunar í ölæði. Þetta segir hann í yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því hvers vegna hann hætti í uppstillingarnefnd flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hann vill þó ekki gefa upp hvað leiddi nákvæmlega til þess að hann gekk á dyr og ber fyrir sig þagnarskyldu. Átök innan flokksins Vísir greindi frá því fyrr í dag að veruleg ólga væri innan Samfylkingarinnar í tengslum við stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns á lista flokksins í komandi kosningum. Þess ber að geta að skjalið með yfirlýsingu Birgis til fjölmiðla ber titilinn „Yfirlýsing v. Ág.Ól.“ Má gera fastlega ráð fyrir því að þar sé átt við Ágúst. Ágúst Ólafur hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði hann sér svo hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Birgir yfirgaf fund uppstillingarnefndarinnar á laugardaginn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir í samtali við Vísi fyrr í dag en vildi þá líkt og nú ekki staðfesta hvort málið snúist um stöðu Ágústs Ólafs í flokknum. Fram hefur komið að hann var ekki á meðal fimm efstu í skoðanakönnun sem haldin var meðal félaga í Samfylkingunni í Reykjavík í desember. Uppstillingarnefnd hefur niðurstöðurnar til hliðsjónar við uppröðun sína. Verið edrú í 40 ár Birgir segir í yfirlýsingu að hann taki þróun mála mjög nærri sér. „Ég hef oft lent í því að drekka mig úr karakter, og ausa svívirðingum og tilhæfulausum ásökunum yfir fólk,“ segir hann í yfirlýsingu. Birgir bætir við að á komandi sumri séu liðin 40 ár frá því hann viðurkenndi vanmátt sinn gagnvart áfengi. Í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar vegna vanda síns sem hafi dugað honum í 40 óslitin áfengislaus ár. „Ég er svo lánsamur að hafa umgengist gott fólk, sem aldrei hefur núið mér því um nasir, hve oft ég varð mér til skammar drukkinn. En það breytir ekki því að ég tek mjög nærri mér þegar væn manneskja hefur leitað sér lækningar, og sannanlega náð góðum bata, og bætt ráð sitt, er dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum, að hún sé ekki traustsins verð vegna fyrri hegðunar í ölæði. Það finnst mér skelfilegt ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum,“ segir Birgir. Hann segist óttast að Samfylkingin fremji nú það ódæðisverk. „Þar vil ég ekki vera. Því segi ég af mér - og get ekki annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Fíkn Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira