Í fréttatímanum verður rætt við sérfræðinga um það sem framundan er – meðal annars Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta, - auk þess sem Þórir Guðmundsson ritstjóri fréttastofunnar og Þórgnýr Einar Albertsson fréttamaður fara ítarlega yfir málin í fréttaauka eftir íþróttafréttir í kvöld.
Hættustig vegna snjóflóðahættu er nú í gildi á Norðurlandi og nokkur íbúðarhús á Siglufirði hafa verið rýmd. Í kvöldfréttum sýnum við myndir frá skíðasvæðinu í Skarðsdal þar sem snjóflóð féll í morgun.
Við segjum einnig frá því að pólska samfélagið er harmi slegið eftir banaslysið í Skötufirði þar sem mæðgin létust. Málið hefur vakið upp ýmsar upp ýmsar spurningar um innviði landsins og við förum yfir stöðuna í kvöldfréttum.
Þá verður rætt við skipstjóra sem fann þykkar loðnutorfur um helgina og við kynnum okkur nýjar vísbendingar sem eru taldar styðja þá kenningu að grískur sæfari hafi fundið Ísland fjórum öldum fyrir krist.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.