Gekk inn á æfingu og sá Jón Pál deyja: „Maður er ekki skotheldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2021 12:30 Magnús Ver varð fjórum sinnum sterkasti maður heims. @snæbjörn Magnús Ver Magnússon er fjórfaldur sterkasti maður heims og vann titilinn þrjú ár í röð. Magnús er sveitastrákur sem vissi alltaf að hann væri sterkur og skaut upp á stjörnuhimininn á ógnarhraða. Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er enn þá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Magnús í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Í þættinum rifjar Magnús Ver upp daginn þegar aflraunamaðurinn Jón Páll Sigmarsson lést árið 1993 en þeir voru góðir vinir. „Ég labba akkúrat inn í æfingastöðina og er að fara á æfingu þegar ég sé að það er verið að hnoða kallinn og blása í hann,“ segir Magnús og heldur áfram. „Þetta var mikill missir og hefði ekki þurft að fara svona. Ef það hefði verið gripið fyrr inn í en kólesterólið hjá honum reyndist vera of hátt og hann vissi það. Ef hann hefði verið settur á lyfjagjöf þá held ég að hann væri enn með okkur. Hann ætlaði að gera þetta sjálfur með mataræðinu. Maður veit aldrei og maður er ekki skotheldur. Eftir þetta er smá svona vindurinn úr manni.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum þar sem Magnús talar um bætiefni í bransanum og einnig um ólögleg lyf á þessu sviði, sem og öðrum sviðum í íþróttum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Magnús Ver Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er enn þá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Magnús í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Í þættinum rifjar Magnús Ver upp daginn þegar aflraunamaðurinn Jón Páll Sigmarsson lést árið 1993 en þeir voru góðir vinir. „Ég labba akkúrat inn í æfingastöðina og er að fara á æfingu þegar ég sé að það er verið að hnoða kallinn og blása í hann,“ segir Magnús og heldur áfram. „Þetta var mikill missir og hefði ekki þurft að fara svona. Ef það hefði verið gripið fyrr inn í en kólesterólið hjá honum reyndist vera of hátt og hann vissi það. Ef hann hefði verið settur á lyfjagjöf þá held ég að hann væri enn með okkur. Hann ætlaði að gera þetta sjálfur með mataræðinu. Maður veit aldrei og maður er ekki skotheldur. Eftir þetta er smá svona vindurinn úr manni.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum þar sem Magnús talar um bætiefni í bransanum og einnig um ólögleg lyf á þessu sviði, sem og öðrum sviðum í íþróttum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Magnús Ver Hér að neðan má heyra þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Sterkasti maður heims Aflraunir Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira