Snorri heillaði dómnefndina upp úr skónum í kólumbíska X-Factor Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2021 11:31 Snorri kom til Kólumbíu fyrir fjórum árum. Dalvíkingurinn Snorri Eldjárn Hauksson tekur þátt í kólumbíska X-Factor og virðist ætla standa sig vel til að byrja með eins og sést í myndbandi á YouTube en þættirnir byrjuðu seint á síðasta ári. Í myndbandi sem sést á YouTube má heyra Snorra ræða við dómarana fjóra og er hann greinilega reiprennandi á spænsku. „Ég kom til Kólumbíu til að taka þátt í X-Factor. Þótt ég sé íslenskur þá er ég hálfur Íslendingur og hálfur Kólumbíumaður og ég sé mig meira sem Kólumbíumann,“ sagði Snorri við dómnefndina. „Ég kom fyrst hingað fyrir fjórum árum til þess að læra spænsku, það voru margar ástæður fyrir því að ég valdi Kólumbíu en númer eitt voru það konurnar. Og ég fann eina frá Cartagena og í dag er hún konan mín,“ segir Snorri og sýndi í leiðinni giftingarhringinn. Byrjaður að kenna dómnefndinni íslensku „Ég vissi að það væri brandari en hún sagði við mig: Það er bara eitt skilyrði ef ég á að giftast þér og það er að þú takir þátt í raunveruleikaþætti í Kólumbíu,“ segir Snorri en þá spyr konan í dómnefndinni: „raunveruleikaþætti eða X-Factor?“ „X-Factor. Það er draumur minn, augljóslega, að geta lifað af tónlistinni. Það er ástríða mín og í raun fann ég tónlistina að nýju hér í Kólumbíu. Ég hafði lagt tónlistina til hliðar, hún var bara orðin að áhugamáli. Ég kom til Kólumbíu og varð ástfanginn af taktinum hérna,“ segir Snorri. Fyrirsögn klippunnar á YouTube er í raun: Íslendingurinn sem tók þátt í X-Factor og skildi alla eftir með opinn munninn. Snorri flutti lag á spænsku og heillaði dómnefndina upp úr skónum. Dómarinn lengst til hægri sagði eftir flutninginn að Snorri væri sannarlega með þennan x-factor sem verið væri að leita af. Hann kenndi dómnefndinni að segja orðin nei og já á íslensku og þau svöruðu honum með einu stóru já-i til að koma Snorra áfram í næstu umferð. Hér að neðan má sjá myndband úr þættinum. Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Í myndbandi sem sést á YouTube má heyra Snorra ræða við dómarana fjóra og er hann greinilega reiprennandi á spænsku. „Ég kom til Kólumbíu til að taka þátt í X-Factor. Þótt ég sé íslenskur þá er ég hálfur Íslendingur og hálfur Kólumbíumaður og ég sé mig meira sem Kólumbíumann,“ sagði Snorri við dómnefndina. „Ég kom fyrst hingað fyrir fjórum árum til þess að læra spænsku, það voru margar ástæður fyrir því að ég valdi Kólumbíu en númer eitt voru það konurnar. Og ég fann eina frá Cartagena og í dag er hún konan mín,“ segir Snorri og sýndi í leiðinni giftingarhringinn. Byrjaður að kenna dómnefndinni íslensku „Ég vissi að það væri brandari en hún sagði við mig: Það er bara eitt skilyrði ef ég á að giftast þér og það er að þú takir þátt í raunveruleikaþætti í Kólumbíu,“ segir Snorri en þá spyr konan í dómnefndinni: „raunveruleikaþætti eða X-Factor?“ „X-Factor. Það er draumur minn, augljóslega, að geta lifað af tónlistinni. Það er ástríða mín og í raun fann ég tónlistina að nýju hér í Kólumbíu. Ég hafði lagt tónlistina til hliðar, hún var bara orðin að áhugamáli. Ég kom til Kólumbíu og varð ástfanginn af taktinum hérna,“ segir Snorri. Fyrirsögn klippunnar á YouTube er í raun: Íslendingurinn sem tók þátt í X-Factor og skildi alla eftir með opinn munninn. Snorri flutti lag á spænsku og heillaði dómnefndina upp úr skónum. Dómarinn lengst til hægri sagði eftir flutninginn að Snorri væri sannarlega með þennan x-factor sem verið væri að leita af. Hann kenndi dómnefndinni að segja orðin nei og já á íslensku og þau svöruðu honum með einu stóru já-i til að koma Snorra áfram í næstu umferð. Hér að neðan má sjá myndband úr þættinum.
Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira