Segir koma á óvart hve margir finni fyrir eftirköstum svo löngu eftir veikindin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 27. janúar 2021 21:31 Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Stöð 2 Fjórðungur þeirra sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi finnur enn nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Í september hóf Íslensk erfðagreining rannsókn á öllum þeim Íslendingum sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Fyrirtækið vonar að sú rannsókn geti hjálpað til við að varpa ljósi á hvort áhrif Covid sýkingarinnar eru frábrugðin áhrifum annarra veirusýkinga. Rannsóknin hófst í september og hafa um 800 Íslendingar verið kallaðir inn. Mat á niðurstöðum stendur enn yfir en yfir en ætla má af þeim að 25 prósent sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju séu með nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Tólf prósent eru við lélega eða mjög lélega heilsu. Hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 240 skráðir með eftirköst Covid. Fjórðungur þeirra sem veiktist af Covid í fyrstu bylgju faraldursins finnur enn fyrir einkennum veikindanna.Vísir „Þetta er í fyrsta skiptið sem við rannsökum á svona stórum skala áhrif eins veirusjúkdóms, í raun og veru. Þetta er í raun rannsóknarspurningin: er þetta öðruvísi en önnur langtímaáhrif annarra sýkinga eða ekki?“ segir Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Um einstakt tækifæri sé að ræða til að rannsaka þetta ástand. „Það sem við vitum ekki er hvort það sé eitt sem gengur fyrir allar veirur en það eru þessi veikindi sem koma í kjölfar sýkinga, sem hefur líka verið tengt við veikindi sem koma í kjölfar ýmissa annarra áfalla. Ég held að það sé mikill möguleiki á að við finnum þarna eitthvað nýtt sem hefur ekki fundist áður,“ segir Hilma. 240 einstaklingar eeru skráðir með eftirköst Covid hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Fyrirtækið kortleggur einkenni og kannar heilsufar þátttakenda, sem og lyktar- og bragðskyn, heyrn og fleira. „Það er líka mjög mikilvægt að reyna að átta sig á því hvort við getum spáð fyrir um hverjir fá þessi langtímaeinkenni. Hvort það tengist alvarleika sjúkdómsins, sem það virðist ekki endilega gera, eða þau einkenni sem fólk fékk í upphafi. Þetta eru þær spurningar sem við erum að leitast við að svara,“ segir Hilma. Hún segir það koma á óvart hversu margir finni enn fyrir einkennum svona mörgum mánuðum eftir að smit kom fyrst upp. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Í september hóf Íslensk erfðagreining rannsókn á öllum þeim Íslendingum sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju faraldursins. Fyrirtækið vonar að sú rannsókn geti hjálpað til við að varpa ljósi á hvort áhrif Covid sýkingarinnar eru frábrugðin áhrifum annarra veirusýkinga. Rannsóknin hófst í september og hafa um 800 Íslendingar verið kallaðir inn. Mat á niðurstöðum stendur enn yfir en yfir en ætla má af þeim að 25 prósent sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgju séu með nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindin. Tólf prósent eru við lélega eða mjög lélega heilsu. Hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru 240 skráðir með eftirköst Covid. Fjórðungur þeirra sem veiktist af Covid í fyrstu bylgju faraldursins finnur enn fyrir einkennum veikindanna.Vísir „Þetta er í fyrsta skiptið sem við rannsökum á svona stórum skala áhrif eins veirusjúkdóms, í raun og veru. Þetta er í raun rannsóknarspurningin: er þetta öðruvísi en önnur langtímaáhrif annarra sýkinga eða ekki?“ segir Hilma Hólm, læknir hjá Íslenskri erfðagreiningu. Um einstakt tækifæri sé að ræða til að rannsaka þetta ástand. „Það sem við vitum ekki er hvort það sé eitt sem gengur fyrir allar veirur en það eru þessi veikindi sem koma í kjölfar sýkinga, sem hefur líka verið tengt við veikindi sem koma í kjölfar ýmissa annarra áfalla. Ég held að það sé mikill möguleiki á að við finnum þarna eitthvað nýtt sem hefur ekki fundist áður,“ segir Hilma. 240 einstaklingar eeru skráðir með eftirköst Covid hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir Fyrirtækið kortleggur einkenni og kannar heilsufar þátttakenda, sem og lyktar- og bragðskyn, heyrn og fleira. „Það er líka mjög mikilvægt að reyna að átta sig á því hvort við getum spáð fyrir um hverjir fá þessi langtímaeinkenni. Hvort það tengist alvarleika sjúkdómsins, sem það virðist ekki endilega gera, eða þau einkenni sem fólk fékk í upphafi. Þetta eru þær spurningar sem við erum að leitast við að svara,“ segir Hilma. Hún segir það koma á óvart hversu margir finni enn fyrir einkennum svona mörgum mánuðum eftir að smit kom fyrst upp.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
„Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00
100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók. 23. desember 2020 20:07
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent