Fjörutíu þúsund heimili með Stöð 2+ og áskriftarsala tvöfaldast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 10:27 Kvöldfréttatími Stöðvar 2 er nú aðeins aðgengilegur áskrifendum en þó er hægt að hlusta á hann á Bylgjunni. Fjörutíu þúsund heimili landsins eru með aðgang að efnisveitunni Stöð 2+ (áður Maraþon) og áskriftarsala í janúar 2021 er tvöföld á við það sem hún var í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stöð 2. Þann 18. janúar var ákveðið að Stöð 2 yrði áskriftarstöð að öllu leyti sem þýddi að dagskrárefni á borð við kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem hafði verið í opinni dagskrá í rúmlega 34 ár, varð aðeins aðgengilegur áskrifendum. Um leið var boðið upp á áskrift að Stöð 2 og Stöð 2+ fyrir 7990 krónur á mánuði og áskriftarskilmálar gerðir sveigjanlegir. Fjallað var um breytingarnar á dögunum, eins og sjá má í fréttinni að neðan. Sigurður Amlín Magnússon, forstöðumaður sölu- og þjónustustviðs Stöðvar 2, segir gaman að sjá jákvæð viðbrögð við breytingunum. „Sala á áskriftum að Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport er umtalsvert hærri en á sama tíma í fyrra og enn nokkrir dagar eftir af janúar mánuði. Nýtt verð og sveigjanlegri áskriftarskilmálar eru að fá mjög góðar viðtökur hjá landsmönnum sem er virkilega ánægjulegt,“ segir Sigurður í tilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að 300 prósenta aukning hafi orðið í áhorfi á efnisveituna Stöð 2+ og í dag hafi rúmlega fjörutíu þúsund heimili aðgang að veitunni. „Við erum í dag með fjölbreytt úrval afþreyingar, bæði hágæða línulega dagskrá og beinar útsendingar á íþróttum en ekki síst gríðarlega öfluga efnisveitu sem fer sífellt stækkandi, bæði hvað varðar efni og áskrifendur. Samanburður á heildaráhorfi okkar við línulega dagskrá RÚV er ekki réttur enda aðeins hluti áhorfs okkar í línulegri dagskrá. Áhorf á Stöð 2+ er utan mælinga Gallup en þar hafa yfir 40.000 heimili aðgang og notkun eykst í hverjum mánuði. Við fögnum frábærum viðbrögðum markaðarins og hlökkum til þess að efla efnisframboð okkar og þjónustu enn frekar næstu misseri,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Stöðvar 2 í tilkynningunni. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Þann 18. janúar var ákveðið að Stöð 2 yrði áskriftarstöð að öllu leyti sem þýddi að dagskrárefni á borð við kvöldfréttatíma Stöðvar 2, sem hafði verið í opinni dagskrá í rúmlega 34 ár, varð aðeins aðgengilegur áskrifendum. Um leið var boðið upp á áskrift að Stöð 2 og Stöð 2+ fyrir 7990 krónur á mánuði og áskriftarskilmálar gerðir sveigjanlegir. Fjallað var um breytingarnar á dögunum, eins og sjá má í fréttinni að neðan. Sigurður Amlín Magnússon, forstöðumaður sölu- og þjónustustviðs Stöðvar 2, segir gaman að sjá jákvæð viðbrögð við breytingunum. „Sala á áskriftum að Stöð 2, Stöð 2+ og Stöð 2 Sport er umtalsvert hærri en á sama tíma í fyrra og enn nokkrir dagar eftir af janúar mánuði. Nýtt verð og sveigjanlegri áskriftarskilmálar eru að fá mjög góðar viðtökur hjá landsmönnum sem er virkilega ánægjulegt,“ segir Sigurður í tilkynningunni. Þar kemur jafnframt fram að 300 prósenta aukning hafi orðið í áhorfi á efnisveituna Stöð 2+ og í dag hafi rúmlega fjörutíu þúsund heimili aðgang að veitunni. „Við erum í dag með fjölbreytt úrval afþreyingar, bæði hágæða línulega dagskrá og beinar útsendingar á íþróttum en ekki síst gríðarlega öfluga efnisveitu sem fer sífellt stækkandi, bæði hvað varðar efni og áskrifendur. Samanburður á heildaráhorfi okkar við línulega dagskrá RÚV er ekki réttur enda aðeins hluti áhorfs okkar í línulegri dagskrá. Áhorf á Stöð 2+ er utan mælinga Gallup en þar hafa yfir 40.000 heimili aðgang og notkun eykst í hverjum mánuði. Við fögnum frábærum viðbrögðum markaðarins og hlökkum til þess að efla efnisframboð okkar og þjónustu enn frekar næstu misseri,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Stöðvar 2 í tilkynningunni. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira