Lífið

Stjörnulífið: Gera vel við sig í mat og drykk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðburðarík vika að baki.
Viðburðarík vika að baki.

Í dag fór febrúar af stað en Íslendingar virtust nýta janúar í útivist ef marka má Stjörnulífið að þessu sinni.

Leikkonan Kristín Pétursdóttir segist vera stemningskona þegar hún stillti sér upp fyrir myndatöku.

 Pattra Sriyanonge er á landinu en hún skellti sér út að borða á Apótekið.

Raunveruleikastjörnur Íslands þeir Patrekur Jaime og Bassi Maraj fengu sér kaffibolla og stilltu sér upp í rándýra mynd. Þeir fara mikinn í raunveruleikaþáttunum Æði á Stöð 2+. 

 Dansinn er klár fyrir framlag Íslands í Eurovision. 

Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, og Ríkharður Daðason knattspyrnukempa skelltu sér norður á Akureyri á skíði með krakkana um helgina.

Föstudagsútlitið hjá Sunnevu Einars nokkuð gott. 

 Móeiður Lárusdóttir með alvöru uppstillingu.

 Vín og matur hjá Birgittu Líf Björnsdóttur. 

„Jedúddamía, hvað það er gaman á gönguskíðum,“ skrifar Kolbeinn Proppé þingmaður VG við þessa mynd á Instagram. 

Fleiri þingmenn fóru út að njóta og skellti Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir dómsmálaráðherra sér í fjallgöngu.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór einnig í göngu. 

 Dansdrottningin Ástrós Traustadóttir fór greinilega í heljarinnar myndatöku. 

Manuela Ósk Harðardóttir birti þessa fallegu mynd. 

 Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, mætti í óvænta afmælisveislu hjá góðum félaga. 

Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar, birti einstaklega fallega óléttumynd af sér en þau hjónin eiga von á sínu fyrsta barni.

Fleiri landsliðsmannabörn. Jóhann Berg Guðmundsson og lögfræðingurinn Hólmfríður Björnsdóttir eignuðust dreng í síðustu viku. Jóhann Berg lék síðan í sigurleik með Burnley seinna um kvöldið.

 Garðar Gunnlaugsson saknar þess að vera í Feneyjum. 

 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, fékk ósk sína uppfyllta. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×