Leigja íbúð saman, út að borða saman en tveggja metra regla í pottinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2021 10:27 Akureyri var sannkölluð vetrarparadís um helgina. Fólk flykktist í fjallið, í sundlaugina og vel bókað var á veitingastaði og hótel bæjarins. Vísir/Tryggvi Páll Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar segir fólk sem komi í hópum til Akureyrar, leigi saman íbúð og fari saman út að borða finnist að það megi vera saman í heitum potti í sundlaug. Lágar smittölur í landinu verði líka til þess að fólk passi sig minna. Þá verði að hafa í huga að heitir pottar undir berum himni séu ekki illa loftræst rými. Starfsfólk Sundlaugar Akureyrar ætlar að funda í dag og fara yfir möguleg viðbrögð vegna ábendinga lögreglu sem lokaði fyrir aðgang gesta í laugarinnar á laugardag þar sem heldur þétt var setið í heitum pottum. „Síðdegis á laugardaginn fékk lögreglan tilkynningu um að mikill mannfjöldi væri í Sundlaug Akureyrar og þá sérstaklega í heitu pottunum. Lögreglumenn fóru á vettvang og í ljós kom að heildarfjöldi gesta var vel innan leyfilegra marka en í pottunum var þétt setið,“ sagði í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær. „Var aðgengi að sundlauginni lokað að kröfu lögreglu það sem eftir var dags og starfsfólki gert að koma betra skipulagi á hlutina sem og að bæta úr merkingum við heitu pottana áður en að starfsemin yrði opnuð aftur daginn eftir.“ Þvo sér eftir útiveru dagsins Elín H. Gísladóttir er forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar og hefur verið undanfarin fjórtán ár. Hún segir Akureyri hafa fyllst um helgina sem sé eðlilegt um helgar eftir að skíðavertíðin er hafin. „Hér var mikið af aðkomufólki. Fjallið var eins og best verður á kosið, veðrið dásamlegt og hópar á gönguskíðum, vélsleðum og skíðum. Fólk vill fara í sund og þvo sér eftir útiveru dagsins,“ segir Elín. Seint á laugardaginn hafi verið ákveðið að beiðni lögreglu að hleypa ekki fleirum ofan í. Áður hafði afgreiðsla verið stöðvuð um stund yfir daginn af sömu ástæðu að sögn Elínar. „Fólk hópast ofan í suma potta,“ segir Elín og verið sé að skoða viðbrögð í framhaldinu. Tveggja metra skilti alls staðar Sundlaugin hefur leyfi sem miðast við fjölda skápa að sögn Elínar. Laugin megi nota helming skápanna sem eru alls rúmlega 400. Rúmlega 200 fullorðnir gestir megi því vera hverju sinni í lauginni. Reglulega sé þó talið yfir daginn til að passa upp á að ekki séu fleiri en 100 manns á útisvæði. Elín H. Gísladóttir er forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar.Akureyri.is „Við vorum vel innan marka,“ segir Elín og var sundlaugin opin í gær, sunnudag, og áfram í dag án vandkvæða. Lögreglan hafi mælt með ákveðnum hlutum. Til dæmis að merkja hámarksfjölda sem megi vera í hverjum potti. „Við vorum með tveggja metra skilti fyrir en það er spurning hvort þetta virki eitthvað betur,“ segir Elín. Þegar gestum sé bent á reglurnar séu svörin oft á þá leið að um fjölskyldu sé að ræða, eða vinahóp sem sé í nánum tengslum. Tveggja metra reglan eigi því ekki við. „Þetta er erfitt en við erum engu að síður að fara yfir hvaða viðbragða við munum grípa til.“ Kalla meira í hátalarana Svo gæti farið að þau þurfti að fækka fólki enn meira á álagstímum um helgar þegar bærinn fyllist af skíðafólki. Þau ætli að fara yfir reglurnar og sjá hvort þau séu að misstíga sig eitthvað, sem Elín telur þó ekki vera. Kannski sé tilefni til að kalla meira í hátalarana, á nokkurra mínútna fresti og minna á reglurnar. Hún nefnir að nú þegar sé gengið reglulega að pottunum og rætt við fólk. Megnið af fólki sé kurteist en einhverjir geri athugasemdir, eins og hefur verið tilfellið í öðrum sundlaugum á landinu. „Ef þú ert í tíu manna hópi, þið eruð saman í íbúð þá finnst fólki það mega vera saman í potti,“ segir Elín. Tíu hafa greinst með Covid-19 smit innanlands undanfarna viku og hafa allir verið í sóttkví. Þegar horft er á stöðu mála í Evrópu er Ísland eins og vin í eyðimörkinni. „Það er sjálfsagt þannig að þegar svona lítið smit er í landinu þá minnkar það að fólk passi sig. Við verðum líka að muna að fólk er úti og ekki í þröngu illa loftræstu rými,“ segir Elín og veltir fyrir sér hvort tveggja metra reglan ætti að gilda þar. Tveggja metra reglan líklega áfram Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 17. febrúar en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að slaka á takmörkunum fyrr. „Við getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir; fólk passi sig á tveggja metra reglunni, noti grímur og eitthvað svona. Þannig að ég sé alveg fyrir mér að það geti verið eitthvað áfram og við getum slakað á á öðrum sviðum vonandi,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skíðasvæði Sundlaugar Ferðalög Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Starfsfólk Sundlaugar Akureyrar ætlar að funda í dag og fara yfir möguleg viðbrögð vegna ábendinga lögreglu sem lokaði fyrir aðgang gesta í laugarinnar á laugardag þar sem heldur þétt var setið í heitum pottum. „Síðdegis á laugardaginn fékk lögreglan tilkynningu um að mikill mannfjöldi væri í Sundlaug Akureyrar og þá sérstaklega í heitu pottunum. Lögreglumenn fóru á vettvang og í ljós kom að heildarfjöldi gesta var vel innan leyfilegra marka en í pottunum var þétt setið,“ sagði í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær. „Var aðgengi að sundlauginni lokað að kröfu lögreglu það sem eftir var dags og starfsfólki gert að koma betra skipulagi á hlutina sem og að bæta úr merkingum við heitu pottana áður en að starfsemin yrði opnuð aftur daginn eftir.“ Þvo sér eftir útiveru dagsins Elín H. Gísladóttir er forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar og hefur verið undanfarin fjórtán ár. Hún segir Akureyri hafa fyllst um helgina sem sé eðlilegt um helgar eftir að skíðavertíðin er hafin. „Hér var mikið af aðkomufólki. Fjallið var eins og best verður á kosið, veðrið dásamlegt og hópar á gönguskíðum, vélsleðum og skíðum. Fólk vill fara í sund og þvo sér eftir útiveru dagsins,“ segir Elín. Seint á laugardaginn hafi verið ákveðið að beiðni lögreglu að hleypa ekki fleirum ofan í. Áður hafði afgreiðsla verið stöðvuð um stund yfir daginn af sömu ástæðu að sögn Elínar. „Fólk hópast ofan í suma potta,“ segir Elín og verið sé að skoða viðbrögð í framhaldinu. Tveggja metra skilti alls staðar Sundlaugin hefur leyfi sem miðast við fjölda skápa að sögn Elínar. Laugin megi nota helming skápanna sem eru alls rúmlega 400. Rúmlega 200 fullorðnir gestir megi því vera hverju sinni í lauginni. Reglulega sé þó talið yfir daginn til að passa upp á að ekki séu fleiri en 100 manns á útisvæði. Elín H. Gísladóttir er forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar.Akureyri.is „Við vorum vel innan marka,“ segir Elín og var sundlaugin opin í gær, sunnudag, og áfram í dag án vandkvæða. Lögreglan hafi mælt með ákveðnum hlutum. Til dæmis að merkja hámarksfjölda sem megi vera í hverjum potti. „Við vorum með tveggja metra skilti fyrir en það er spurning hvort þetta virki eitthvað betur,“ segir Elín. Þegar gestum sé bent á reglurnar séu svörin oft á þá leið að um fjölskyldu sé að ræða, eða vinahóp sem sé í nánum tengslum. Tveggja metra reglan eigi því ekki við. „Þetta er erfitt en við erum engu að síður að fara yfir hvaða viðbragða við munum grípa til.“ Kalla meira í hátalarana Svo gæti farið að þau þurfti að fækka fólki enn meira á álagstímum um helgar þegar bærinn fyllist af skíðafólki. Þau ætli að fara yfir reglurnar og sjá hvort þau séu að misstíga sig eitthvað, sem Elín telur þó ekki vera. Kannski sé tilefni til að kalla meira í hátalarana, á nokkurra mínútna fresti og minna á reglurnar. Hún nefnir að nú þegar sé gengið reglulega að pottunum og rætt við fólk. Megnið af fólki sé kurteist en einhverjir geri athugasemdir, eins og hefur verið tilfellið í öðrum sundlaugum á landinu. „Ef þú ert í tíu manna hópi, þið eruð saman í íbúð þá finnst fólki það mega vera saman í potti,“ segir Elín. Tíu hafa greinst með Covid-19 smit innanlands undanfarna viku og hafa allir verið í sóttkví. Þegar horft er á stöðu mála í Evrópu er Ísland eins og vin í eyðimörkinni. „Það er sjálfsagt þannig að þegar svona lítið smit er í landinu þá minnkar það að fólk passi sig. Við verðum líka að muna að fólk er úti og ekki í þröngu illa loftræstu rými,“ segir Elín og veltir fyrir sér hvort tveggja metra reglan ætti að gilda þar. Tveggja metra reglan líklega áfram Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 17. febrúar en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að slaka á takmörkunum fyrr. „Við getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir; fólk passi sig á tveggja metra reglunni, noti grímur og eitthvað svona. Þannig að ég sé alveg fyrir mér að það geti verið eitthvað áfram og við getum slakað á á öðrum sviðum vonandi,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skíðasvæði Sundlaugar Ferðalög Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira