Víðir með skilaboð til sundlaugagesta: „Algjör óþarfi að vera með ókurteisi og leiðindi við starfsfólk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 11:49 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, beindi því til gesta í sundlaugum landsins á upplýsingafundi dagsins að fylgja þeim tilmælum og leiðbeiningum sem starfsfólk sundlauganna setur. Algjör óþarfi væri að sýna starfsfólkinu ókurteisi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, beindi því til gesta í sundlaugum landsins á upplýsingafundi dagsins að fylgja þeim tilmælum og leiðbeiningum sem starfsfólk sundlauganna setur. Algjör óþarfi væri að sýna starfsfólkinu ókurteisi. Víðir átti lokaorð fundarins og brýndi fyrir almenningi að halda áfram að taka þátt í aðgerðum sem eru í gangi til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Það hefði gengið vel og væri að skila þeim árangri sem hefur náðst en enn væru að berast ábendingar um hluti sem hægt væri að gera betur. „Ein ábending sem við fengum núna snýr að gestum í sundlaugum og langflestir fylgja auðvitað þeim tilmælum og leiðbeiningum sem starfsmenn sundlauganna setja en það virðist vera dálítið um það að það séu of margir í heitu pottunum miðað við þann fjölda sem er settur,“ sagði Víðir. Hann bað fólk um að fara eftir þeim tilmælum sem starfsmennirnir væru með. „Fólk er að reyna að vinna vinnuna sína og fara eftir þeim fyrirmælum sem þeim eru sett af sínum yfirmönnum þannig að það er algjör óþarfi að vera með ókurteisi og leiðindi við starfsfólk sem er að vinna vinnuna sína,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, beindi því til gesta í sundlaugum landsins á upplýsingafundi dagsins að fylgja þeim tilmælum og leiðbeiningum sem starfsfólk sundlauganna setur. Algjör óþarfi væri að sýna starfsfólkinu ókurteisi. Víðir átti lokaorð fundarins og brýndi fyrir almenningi að halda áfram að taka þátt í aðgerðum sem eru í gangi til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Það hefði gengið vel og væri að skila þeim árangri sem hefur náðst en enn væru að berast ábendingar um hluti sem hægt væri að gera betur. „Ein ábending sem við fengum núna snýr að gestum í sundlaugum og langflestir fylgja auðvitað þeim tilmælum og leiðbeiningum sem starfsmenn sundlauganna setja en það virðist vera dálítið um það að það séu of margir í heitu pottunum miðað við þann fjölda sem er settur,“ sagði Víðir. Hann bað fólk um að fara eftir þeim tilmælum sem starfsmennirnir væru með. „Fólk er að reyna að vinna vinnuna sína og fara eftir þeim fyrirmælum sem þeim eru sett af sínum yfirmönnum þannig að það er algjör óþarfi að vera með ókurteisi og leiðindi við starfsfólk sem er að vinna vinnuna sína,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira