Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 12:31 Annska og Úlfur eru afar hláturmild hjón en þegar komið var inn í miðja tilraun var farið að reyna illa á geðprýðina hjá þessum geðgóðu hjónum. Kjötætur óskast! „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. Það var í lok annarrar viku tilraunar sem taugarnar voru orðnar þandar hjá Önnsku og Úlfi, eiginmanni hennar sem rekur Hamraborg á Ísafirði. Þau hjónin hafa vakið athygli fyrir lífsgleði og smitandi hlátur en þegar komið var fram í miðja vegantilraun með tilheyrandi átökum við að næra synina og langvarandi hungurtilfinningu hjá þeim sjálfum fór að sjóða upp úr. „Ég veit ekki hvað þetta er,“ segir Úlfur hissa á sjálfum sér, „hvort þetta er svengdin eða hvað. Maður er alltaf svangur. Það tekur á.“ Myndbrot úr fjórða þætti sem hér fylgir sýnir dæmi af hungurgeðvonsku þeirra hjóna. Klippa: Kjötætur óskast - Hungurgeðvonska Önnsku og Úlfs Fjórði þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:15. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Í þætti kvöldsins er hópurinn kominn á þriðju viku tilraunar og takast fjölskyldurnar á við ýmsar nýjar áskoranir. Hlédís Sveinsdóttir heldur vegansaumaklúbb fyrir kjötætur og Sigurður Leifsson og Sigríður Dóra Kristjánsdóttir halda matarboð fyrir veiðimenn. Í þættinum kemur vísindatvíeyki EFLU svo fram og upplýsir þátttakendur um hvernig hefur gengið að minnka kolefnissporið þessar fyrstu 2 vikur. Allar fjölskyldurnar skráðu mataræði sitt inn í Matarspor EFLU á meðan á tilraun stóð. Auk þess var tekin ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Kjötætur óskast! Vegan Tengdar fréttir Vegan baunaréttur með kólumbísku ívafi „Ég þakka Völu fyrir áskorunina. Það er skemmtileg staðreynd að eldamennska hefur verið mikið í uppáhaldi hjá mér sem barn og eftir að ég varð vegan í maí 2018 þá fór ég að gera meira tilraunir með mat og hráefni,“ segir Davíð Sól Pálsson. 30. janúar 2021 15:01 Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Hoisin önd og spagettí carbonara í veganútgáfu Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19.05 í kvöld. 25. janúar 2021 17:30 Hnetusósan sem bjargaði Lóu Pind í vegantilraun „Þessar þrjár hnetusósur sem við kynntumst í annarri viku tilraunar, björguðu mér gjörsamlega í gegnum vegantilraunina,” segir Lóa Pind Aldísardóttir, leikstjóri þáttanna Kjötætur óskast! sem er á dagskrá Stöðvar 2 um þessar mundir. 24. janúar 2021 22:06 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Það var í lok annarrar viku tilraunar sem taugarnar voru orðnar þandar hjá Önnsku og Úlfi, eiginmanni hennar sem rekur Hamraborg á Ísafirði. Þau hjónin hafa vakið athygli fyrir lífsgleði og smitandi hlátur en þegar komið var fram í miðja vegantilraun með tilheyrandi átökum við að næra synina og langvarandi hungurtilfinningu hjá þeim sjálfum fór að sjóða upp úr. „Ég veit ekki hvað þetta er,“ segir Úlfur hissa á sjálfum sér, „hvort þetta er svengdin eða hvað. Maður er alltaf svangur. Það tekur á.“ Myndbrot úr fjórða þætti sem hér fylgir sýnir dæmi af hungurgeðvonsku þeirra hjóna. Klippa: Kjötætur óskast - Hungurgeðvonska Önnsku og Úlfs Fjórði þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:15. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Í þætti kvöldsins er hópurinn kominn á þriðju viku tilraunar og takast fjölskyldurnar á við ýmsar nýjar áskoranir. Hlédís Sveinsdóttir heldur vegansaumaklúbb fyrir kjötætur og Sigurður Leifsson og Sigríður Dóra Kristjánsdóttir halda matarboð fyrir veiðimenn. Í þættinum kemur vísindatvíeyki EFLU svo fram og upplýsir þátttakendur um hvernig hefur gengið að minnka kolefnissporið þessar fyrstu 2 vikur. Allar fjölskyldurnar skráðu mataræði sitt inn í Matarspor EFLU á meðan á tilraun stóð. Auk þess var tekin ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum.
Kjötætur óskast! Vegan Tengdar fréttir Vegan baunaréttur með kólumbísku ívafi „Ég þakka Völu fyrir áskorunina. Það er skemmtileg staðreynd að eldamennska hefur verið mikið í uppáhaldi hjá mér sem barn og eftir að ég varð vegan í maí 2018 þá fór ég að gera meira tilraunir með mat og hráefni,“ segir Davíð Sól Pálsson. 30. janúar 2021 15:01 Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Hoisin önd og spagettí carbonara í veganútgáfu Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19.05 í kvöld. 25. janúar 2021 17:30 Hnetusósan sem bjargaði Lóu Pind í vegantilraun „Þessar þrjár hnetusósur sem við kynntumst í annarri viku tilraunar, björguðu mér gjörsamlega í gegnum vegantilraunina,” segir Lóa Pind Aldísardóttir, leikstjóri þáttanna Kjötætur óskast! sem er á dagskrá Stöðvar 2 um þessar mundir. 24. janúar 2021 22:06 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Vegan baunaréttur með kólumbísku ívafi „Ég þakka Völu fyrir áskorunina. Það er skemmtileg staðreynd að eldamennska hefur verið mikið í uppáhaldi hjá mér sem barn og eftir að ég varð vegan í maí 2018 þá fór ég að gera meira tilraunir með mat og hráefni,“ segir Davíð Sól Pálsson. 30. janúar 2021 15:01
Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Hoisin önd og spagettí carbonara í veganútgáfu Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19.05 í kvöld. 25. janúar 2021 17:30
Hnetusósan sem bjargaði Lóu Pind í vegantilraun „Þessar þrjár hnetusósur sem við kynntumst í annarri viku tilraunar, björguðu mér gjörsamlega í gegnum vegantilraunina,” segir Lóa Pind Aldísardóttir, leikstjóri þáttanna Kjötætur óskast! sem er á dagskrá Stöðvar 2 um þessar mundir. 24. janúar 2021 22:06