„Vægar“ tilslakanir innanlands en hertar aðgerðir á landamærunum í skoðun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2021 11:17 Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er með í smíðum tillögur að „vægum“ tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum. Mun hann skila þeim til ráðherra öðru hvoru megin við helgina en vildi ekki tjá sig frekar um þær á upplýsingafundi nú í þessu. Sóttvarnalæknir sagðist einnig vera að skoða hvernig mætti bregðast betur við á landamærunum en sagði traustan lagagrundvöll fyrsta skrefið. Skoraði hann á Alþingi að sjá til þess að breytingar á sóttvarnalögum yrðu kláraðar hið fyrsta. Spurður sagði Þórólfur að það væri til skoðunar að krefjast neikvæðra niðurstaða við komu eins og tuttugu aðrar Evrópuþjóðir hefðu gert. Þá væri til athugunar að skylda þá sem ekki hafa fast aðsetur hér á landi að dvelja í sóttkví í farsóttarhúsi. Gefa rangar upplýsingar á landamærunum Þórólfur sagði að vel hefði gengið að halda faraldrinum niðri innanlands en ljóst væri að ekki væri búið að uppræta veiruna í samfélaginu. Því þyrfti að fara varlega áfram, þar til tekist hefði að bólusetja einhvern fjölda. Hann nefndi hins vegar að 28 hefðu greinst smitaðir á landamærunum og þar af helmingur með virkt smit og að þrátt fyrir árangursríkt fyrirkomulag þar væri alltaf ákveðin áhætta á því að smit bærist inn í landið. Þá væru vísbendingar um að fólk væri að gefa upp rangar upplýsingar við komuna til landsins, til dæmis símanúmer og aðsetur. Þórólfur sagði að þrátt fyrir allt væru takmarkanir á landamærunum hér með þeim minnst íþyngjandi í Evrópu og því mætti gera ráð fyrir auknum fjölda sem vildi koma hingað, sem myndi valda auknu álagi. Í skoðun væri hvernig mætti bregðast við þessu, sagði hann, og nefndi svo í kjölfarið þá möguleika sem eru nefndir hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir sagðist einnig vera að skoða hvernig mætti bregðast betur við á landamærunum en sagði traustan lagagrundvöll fyrsta skrefið. Skoraði hann á Alþingi að sjá til þess að breytingar á sóttvarnalögum yrðu kláraðar hið fyrsta. Spurður sagði Þórólfur að það væri til skoðunar að krefjast neikvæðra niðurstaða við komu eins og tuttugu aðrar Evrópuþjóðir hefðu gert. Þá væri til athugunar að skylda þá sem ekki hafa fast aðsetur hér á landi að dvelja í sóttkví í farsóttarhúsi. Gefa rangar upplýsingar á landamærunum Þórólfur sagði að vel hefði gengið að halda faraldrinum niðri innanlands en ljóst væri að ekki væri búið að uppræta veiruna í samfélaginu. Því þyrfti að fara varlega áfram, þar til tekist hefði að bólusetja einhvern fjölda. Hann nefndi hins vegar að 28 hefðu greinst smitaðir á landamærunum og þar af helmingur með virkt smit og að þrátt fyrir árangursríkt fyrirkomulag þar væri alltaf ákveðin áhætta á því að smit bærist inn í landið. Þá væru vísbendingar um að fólk væri að gefa upp rangar upplýsingar við komuna til landsins, til dæmis símanúmer og aðsetur. Þórólfur sagði að þrátt fyrir allt væru takmarkanir á landamærunum hér með þeim minnst íþyngjandi í Evrópu og því mætti gera ráð fyrir auknum fjölda sem vildi koma hingað, sem myndi valda auknu álagi. Í skoðun væri hvernig mætti bregðast við þessu, sagði hann, og nefndi svo í kjölfarið þá möguleika sem eru nefndir hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira