Óvæntar lokaniðurstöður í kvöld: „Er vistkerafæði lausnin fyrir kjötætur?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 16:00 Alexandra Kjeld umhverfisverkfræðingur og Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari eru bæði á því að skynsamlegast sé fyrir kjötætur - sem ekki vilja ganga alla leið og verða grænkerar - að tileinka sér vistkerafæði. Það úthýsir ekki dýraafurðum en gerir ráð fyrir að við minnkum neyslu dýraafurða hressilega. Kjötætur óskast „Við þurfum ekki að hætta að borða kjöt,“ segir Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari í lokaþætti af Kjötætum óskast sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. „Það væri samt brjálæðislega gott ef við myndum minnka kjötát hressilega. En það er til önnur leið en að verða grænkeri að öllu leyti og það kallast vistkerafæði.“ Bæði Sævar Helgi og Alexandra Kjeld umhverfisverkfræðingur hjá EFLU ræða það í lokaþættinum að sú leið geti verið skynsamleg fyrir fólk sem ekki getur hugsað sér að verða grænkerar en er góð fyrir bæði heilsuna og jörðina. Eins og Alexandra segir: Hófstilltir skammtar „Það er eitt hvað er best fyrir heilsuna og hvað er best fyrir jörðina. Og við þurfum einhvern veginn að reyna að samþætta þetta. En það sem hefur ráðið ríkjum undanfarna áratugi er hvað er best fyrir hagvöxt; hvernig getum við framleitt sem mest og sem ódýrast. Og núna þurfum við að breyta því.“ Niðurstaða Alexöndru er einföld. Borðið alvöru mat, ekki alltof mikið af honum og aðallega plöntur. „Vísindamenn, næringarfræðingar og fleiri hafa tekið sig saman og reiknað út hvernig mataræði fólks árið 2050 þurfi að vera til þess að við séum bæði með heilbrigða plánetu og heilbrigt líf sjálf. Ég sjálfur lifi samkvæmt þessu,“ segir Sævar Helgi og vísar þar til vistkerafæðis (enska: Planetary Health Diet). Það mataræði úthýsir ekki dýraafurðum en mælir með afar hófstilltum skömmtum af mjólkurafurðum, kjöti, fiski og eggjum. Til dæmis er ekki mælt með meiru en 100 grömmum. af rauðu kjöti á viku (um það bil einn hamborgari), 200 grömm af kjúklinga- eða svínakjöti og 200 grömm af fiski. Lokaþáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Í þætti kvöldsins er hópurinn kominn á síðustu viku tilraunar. Orkan er mismikil hjá hópnum og kúabændurnir, sem hafa efast um forsendur útreikninga á kolefnisspori, fá vísindatvíeykið frá EFLU í heimsókn á Litla-Ármót. Í seinni hluta þáttar eru svo niðurstöður þessarar tilraunar afhjúpaðar. Þá fá fjölskyldurnar upplýsingar um hvernig gekk að minnka kolefnissporið og sömuleiðis hvaða áhrif grænkerafæðið hafði á heilsu þeirra. Niðurstöðurnar eru vægast sagt óvæntar og sýna berlega að sama mataræði hentar ekki öllum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr lokaþætti kvöldsins. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Verkfræðistofan EFLA veitti ómetanlega aðstoð við útreikninga þáttanna. Vegan Matur Kjötætur óskast! Tengdar fréttir Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Linsubaunatacos með kasjúsósu og vegan Wellington Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Verkefni matgæðinganna var að veganvæða óskarétt hvers heimilis. Hér eru uppskriftir frá tveimur þeirra úr þættinum. 1. febrúar 2021 17:30 Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. 1. febrúar 2021 12:31 Stjörnu-Sævar eyddi innan við tuttugu þúsund krónum í mat fyrir heilan mánuð „Það versta sem við gerum í umhverfismálum, finnst mér, er að henda mat,“ segir Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari. 17. janúar 2021 10:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
„Það væri samt brjálæðislega gott ef við myndum minnka kjötát hressilega. En það er til önnur leið en að verða grænkeri að öllu leyti og það kallast vistkerafæði.“ Bæði Sævar Helgi og Alexandra Kjeld umhverfisverkfræðingur hjá EFLU ræða það í lokaþættinum að sú leið geti verið skynsamleg fyrir fólk sem ekki getur hugsað sér að verða grænkerar en er góð fyrir bæði heilsuna og jörðina. Eins og Alexandra segir: Hófstilltir skammtar „Það er eitt hvað er best fyrir heilsuna og hvað er best fyrir jörðina. Og við þurfum einhvern veginn að reyna að samþætta þetta. En það sem hefur ráðið ríkjum undanfarna áratugi er hvað er best fyrir hagvöxt; hvernig getum við framleitt sem mest og sem ódýrast. Og núna þurfum við að breyta því.“ Niðurstaða Alexöndru er einföld. Borðið alvöru mat, ekki alltof mikið af honum og aðallega plöntur. „Vísindamenn, næringarfræðingar og fleiri hafa tekið sig saman og reiknað út hvernig mataræði fólks árið 2050 þurfi að vera til þess að við séum bæði með heilbrigða plánetu og heilbrigt líf sjálf. Ég sjálfur lifi samkvæmt þessu,“ segir Sævar Helgi og vísar þar til vistkerafæðis (enska: Planetary Health Diet). Það mataræði úthýsir ekki dýraafurðum en mælir með afar hófstilltum skömmtum af mjólkurafurðum, kjöti, fiski og eggjum. Til dæmis er ekki mælt með meiru en 100 grömmum. af rauðu kjöti á viku (um það bil einn hamborgari), 200 grömm af kjúklinga- eða svínakjöti og 200 grömm af fiski. Lokaþáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Í þætti kvöldsins er hópurinn kominn á síðustu viku tilraunar. Orkan er mismikil hjá hópnum og kúabændurnir, sem hafa efast um forsendur útreikninga á kolefnisspori, fá vísindatvíeykið frá EFLU í heimsókn á Litla-Ármót. Í seinni hluta þáttar eru svo niðurstöður þessarar tilraunar afhjúpaðar. Þá fá fjölskyldurnar upplýsingar um hvernig gekk að minnka kolefnissporið og sömuleiðis hvaða áhrif grænkerafæðið hafði á heilsu þeirra. Niðurstöðurnar eru vægast sagt óvæntar og sýna berlega að sama mataræði hentar ekki öllum. Hér fyrir neðan má sjá brot úr lokaþætti kvöldsins. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Verkfræðistofan EFLA veitti ómetanlega aðstoð við útreikninga þáttanna.
Vegan Matur Kjötætur óskast! Tengdar fréttir Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Linsubaunatacos með kasjúsósu og vegan Wellington Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Verkefni matgæðinganna var að veganvæða óskarétt hvers heimilis. Hér eru uppskriftir frá tveimur þeirra úr þættinum. 1. febrúar 2021 17:30 Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. 1. febrúar 2021 12:31 Stjörnu-Sævar eyddi innan við tuttugu þúsund krónum í mat fyrir heilan mánuð „Það versta sem við gerum í umhverfismálum, finnst mér, er að henda mat,“ segir Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari. 17. janúar 2021 10:00 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Linsubaunatacos með kasjúsósu og vegan Wellington Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni. Verkefni matgæðinganna var að veganvæða óskarétt hvers heimilis. Hér eru uppskriftir frá tveimur þeirra úr þættinum. 1. febrúar 2021 17:30
Á suðupunkti í miðri vegantilraun: „Maður er alltaf svangur“ „Svona undir lok síðustu viku myndi ég segja að við hefðum orðið í fyrsta skipti alvarlega geðvond,“ segir Annska Arndal, íslenskukennari og leiðsögumaður, sem tekur þátt í vegantilrauninni í þáttaröðinni Kjötætur óskast sem er á Stöð 2 um þessar mundir. 1. febrúar 2021 12:31
Stjörnu-Sævar eyddi innan við tuttugu þúsund krónum í mat fyrir heilan mánuð „Það versta sem við gerum í umhverfismálum, finnst mér, er að henda mat,“ segir Sævar Helgi Bragason, vísindamiðlari. 17. janúar 2021 10:00