„Finnst ég vera að fletta af mér húðinni“ Ritstjórn Albumm skrifar 14. febrúar 2021 17:00 Þórunn Clausen tileinkar nýja plötu minningunni um Sigurjón Brink. Tónlistarkonan Þórunn Clausen var að senda frá sér sína fyrstu sóló plötu sem heitir My Darkest Place. Titillag plötunnar, My Darkest Place fjallar um skugga áfalls og hvernig það tekur á að vera stöðugt að reyna að forðast myrka staði. Það getur einnig átt við um aðra skugga sem fólk burðast með og felur, skugga fíknar, sorgar, þunglyndi, kvíða og fleira. „Viðlagið fjallar um atvik sem átti sér stað þar sem ég lá á gólfinu þar sem maðurinn minn varð bráðkvaddur og hélt að ég myndi einfaldlega ekki ná að draga andann aftur úr sorg,“ segir Þórunn Clausen. Lögin samin upp úr sorginni Platan My Darkest Place kemur einnig út á vinýl og er tileinkuð minningu Sigurjóns Brink tónlistarmanns en nú eru 10 ár síðan hann lést snögglega. Lögin eru öll samin upp úr sorginni og fjalla um afleiðingar hennar, hyldýpið sem fylgir og vonina sem síðan hjálpar manni upp úr því. Allir textarnir á plötunni eru eftir Þórunni og meirihluti laganna og hún flytur þau. Á plötunni eru órafmögnuð útgáfa af Eurovision laginu okkar frá 2011, Coming Home, og órafmögnuð útgáfa á ensku af laginu Hugarró sem Magni Ásgeirsson söng en hún heitir Away. Einnig nýtt lag eftir Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur og Þórunni sem heitir Minn ástarengill og var samið var til Sjonna aðeins fjórum dögum eftir að hann lést. „Mér fannst vanta svona plötu sem gefur fólki tækifæri á að fara inn í tilfinningar sínar og leyfa sér að finna til, þótt vissulega sé vonin líka til staðar á plötunni. Tónlist, leikhús og kvikmyndir hjálpuðu mér mikið í minni sorg, að ná að spegla sjálfa mig í sögum annarra, að finna að ég var ekki ein að burðast við þetta, að sjá að það er hægt að finnast maður vera að springa úr sársauka en komast samt út úr því og finna hamingju á ný. Með þessari plötu er ég svolítið að ramma þennan tónlistarkafla inn til að halda síðan áfram með önnur lög sem bíða,“ segir Þórunn. Titillagið og texti er eftir Þórunni Clausen en Vignir Snær Vigfússon er upptökustjóri og útsetjari lagsins og plötunnar. Vignir spilar einnig á gítara og bassa í laginu, Helgi Reynir Jónsson á píanó og Benedikt Brynleifsson á trommur. Þórunn syngur sjálf bakraddirnar í laginu. Lagið var samið árið 2015 og mætti lýsa því sem epísku popp/rokk ballöðu með dökku ívafi. Addi 800 og Haffi tempo sáu um mix. Hægt er að fylgjast nánar með Þórunni Clausen á Facebook og Instagram. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið
Titillag plötunnar, My Darkest Place fjallar um skugga áfalls og hvernig það tekur á að vera stöðugt að reyna að forðast myrka staði. Það getur einnig átt við um aðra skugga sem fólk burðast með og felur, skugga fíknar, sorgar, þunglyndi, kvíða og fleira. „Viðlagið fjallar um atvik sem átti sér stað þar sem ég lá á gólfinu þar sem maðurinn minn varð bráðkvaddur og hélt að ég myndi einfaldlega ekki ná að draga andann aftur úr sorg,“ segir Þórunn Clausen. Lögin samin upp úr sorginni Platan My Darkest Place kemur einnig út á vinýl og er tileinkuð minningu Sigurjóns Brink tónlistarmanns en nú eru 10 ár síðan hann lést snögglega. Lögin eru öll samin upp úr sorginni og fjalla um afleiðingar hennar, hyldýpið sem fylgir og vonina sem síðan hjálpar manni upp úr því. Allir textarnir á plötunni eru eftir Þórunni og meirihluti laganna og hún flytur þau. Á plötunni eru órafmögnuð útgáfa af Eurovision laginu okkar frá 2011, Coming Home, og órafmögnuð útgáfa á ensku af laginu Hugarró sem Magni Ásgeirsson söng en hún heitir Away. Einnig nýtt lag eftir Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur og Þórunni sem heitir Minn ástarengill og var samið var til Sjonna aðeins fjórum dögum eftir að hann lést. „Mér fannst vanta svona plötu sem gefur fólki tækifæri á að fara inn í tilfinningar sínar og leyfa sér að finna til, þótt vissulega sé vonin líka til staðar á plötunni. Tónlist, leikhús og kvikmyndir hjálpuðu mér mikið í minni sorg, að ná að spegla sjálfa mig í sögum annarra, að finna að ég var ekki ein að burðast við þetta, að sjá að það er hægt að finnast maður vera að springa úr sársauka en komast samt út úr því og finna hamingju á ný. Með þessari plötu er ég svolítið að ramma þennan tónlistarkafla inn til að halda síðan áfram með önnur lög sem bíða,“ segir Þórunn. Titillagið og texti er eftir Þórunni Clausen en Vignir Snær Vigfússon er upptökustjóri og útsetjari lagsins og plötunnar. Vignir spilar einnig á gítara og bassa í laginu, Helgi Reynir Jónsson á píanó og Benedikt Brynleifsson á trommur. Þórunn syngur sjálf bakraddirnar í laginu. Lagið var samið árið 2015 og mætti lýsa því sem epísku popp/rokk ballöðu með dökku ívafi. Addi 800 og Haffi tempo sáu um mix. Hægt er að fylgjast nánar með Þórunni Clausen á Facebook og Instagram. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið