Margbrotnaði á hrygg og sneri öllu við Stefán Árni Pálsson skrifar 9. febrúar 2021 14:19 Einar Carl Axelsson lenti í hörmulegu slysi. Einar Carl Axelsson er fyrrverandi landsliðsmaður í Taekwondo, sem skipti um takt í lífinu eftir að hafa hryggbrotnað á 5 stöðum í skíðaslysi í frönsku ölpunum. Hann er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Einar þurfti að leita allra leiða til að geta hreyft sig eðlilega aftur og eftir margra ára ferðalag stofnaði hann líkamsræktarstöðina Primal Iceland. Einar Carl fór að kynna sér alls kyns hluti varðandi hreyfiferla, öndun og fleira og byrjaði að læra það sem hann kennir fólki sjálfur í dag. „Ég vaknaði alltaf með verki og gat ekki náð niður í tærnar á mér, þannig að það var stórt verkefni fram undan. Í dag get ég á góðum degi farið með ennið í tánna með beina fætur eftir að hafa hitað upp, þannig að það er talsverð breyting frá því að ná ekki niður í gólf. Ég var í raun ekki menntaður í neinu varðandi hreyfingu eða heilsu á þessum tíma, en úr því ég gat ekki fengið neina hjálp sem virkaði, þá byrjaði ég að kafa og kafa og læra sjálfur. Ég hef líklega prófað 2 þúsund æfingar á sjálfum mér þarna fyrst og sjá hvað lét mér smám saman byrja að líða betur og svo byrjar maður hægt og rólega að skilja hugmyndafræðina á bak við alls konar ferla í líkamanum. Þetta er auðvitað búið að vera mjög langt ferðalag, en maður heldur endalaust áfram að læra.” Slysið í frönsku ölpunum Einar Carl sér alla flóruna af fólki og hann segir kulnunarfaraldur í samfélaginu og að aldur þeirra sem upplifa slíkt virðist ná mun neðar en oftast er talað um. „Jú, við sjáum fólk í kringum tvítugt og meira að segja undir tvítugu sem er komið í kulnunarástand. Það fer ekkert fram hjá þér þegar þú sérð fólk sem er komið í alvöru kulnun. Vöðvarnir í andlitinu byrja að lamast af því að vöðvatónusinn er minni, það er erfitt að finna kraft í einfalda hluti, fólk myndar ekki almennilegt augnsamband og öll holningin verður allt önnur en er eðlilegt. Það koma alls kyns líkamleg einkenni þegar fólk er búið að vera í freeze ástandi lengi, eftir að kerfið hefur þar á undan verið lengi í flóttaviðbragði. Það er engin betri tilfinning en að ná að hjálpa fólki sem er búið að vera lengi í svona ástandi og að sjá það brosa aftur og ná vopnum sínum er ótrúlegt. Það er ástæðan fyrir því að ég vinn við þetta.” Í þættinum lýsir Einar Carl augnablikinu sem breytti lífi hans. „Við vorum í frönsku ölpunum og vorum að fara að hitta foreldra okkar sem voru talsvert langt fyrir neðan og við ætluðum að strauja niður eftir til að ná þeim á réttum tíma og vorum ofarlega í fjallinu í gili þar sem kemur klaki sem virkaði eins og einhver væri að ýta á bakið á mér. Hraðinn var orðinn rosalegur og ég ætlaði að hægja á mér með því að snúa upp í brekkuna, en brettið greip allt í einu í jörðina og ég skaust bara aftur fyrir mig og lenti á bakinu á ísnum. En af því að ég var hálfrotaður áttaði ég mig ekki á því að bakið á mér hafði smassast, þannig að ég stóð upp og við renndum okkur niður í skálann. Það er ekki fyrr en að ég er búinn að panta matinn í skálanum að það líður eiginlega yfir mig og þá sér móðir mín að bakið á mér er eins og það standi handbolti út úr mjóbakinu. Þá er greinilega komin mikil blæðing og allt í steik og bráðaliðarnir komu og skíðuðu með mig niður í sjúkrabíl. Þetta voru 5 brot í bakinu, hryggjarliður, spjaldbeinið og hryggtindar. Ég ætlaði bara að hrista þetta af mér og fara aftur af stað strax og ég var kominn á lappir, en líkaminn gaf sig bara alveg sama hvað hausinn ætlaði að þrjóskast áfram. Ég reyndi nudd, sjúkraþjálfun og allt saman í langan tíma á eftir án árangurs.“ Yrði sennilega tjúllaður Í Primal er unnið með alls kyns aðferðir, sem hjálpa fólki að fá frelsi í eigin líkama. Einar Carl segir oft gott að horfa í þróunina til að skoða hvers vegna við erum úr jafnvægi. Það sé svo margt í lífsstíl okkar sem hafi breyst gífurlega á síðustu áratugum sem skýri ójafnvægið. „Mér finnst gott að taka dæmi af simpansa, sem eru lífverur sem eru býsna líkar manninum í grunninn. Ef þú tækir simpansa og létir hann gera það sama og þú í mánuð, yrði hann glaður? Láta hann borða sömu fæðuna, vera jafnlengi fyrir framan gervibirtu, banna honum að hreyfa sig, láta hann sitja allan daginn. Hann yrði sennilega tjúllaður og það yrði líklega flokkað sem dýranýð að gera svona tilraun. En síðan finnst okkur fullkomlega eðlilegt að við lifum svona lífi og erum svakalega hissa ef heilsan er ekki frábær.“ Í þættinum ræða Einar Carl og Sölvi um magnað ferðalag Einars, ástandið á heilsu Íslendinga og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Einar þurfti að leita allra leiða til að geta hreyft sig eðlilega aftur og eftir margra ára ferðalag stofnaði hann líkamsræktarstöðina Primal Iceland. Einar Carl fór að kynna sér alls kyns hluti varðandi hreyfiferla, öndun og fleira og byrjaði að læra það sem hann kennir fólki sjálfur í dag. „Ég vaknaði alltaf með verki og gat ekki náð niður í tærnar á mér, þannig að það var stórt verkefni fram undan. Í dag get ég á góðum degi farið með ennið í tánna með beina fætur eftir að hafa hitað upp, þannig að það er talsverð breyting frá því að ná ekki niður í gólf. Ég var í raun ekki menntaður í neinu varðandi hreyfingu eða heilsu á þessum tíma, en úr því ég gat ekki fengið neina hjálp sem virkaði, þá byrjaði ég að kafa og kafa og læra sjálfur. Ég hef líklega prófað 2 þúsund æfingar á sjálfum mér þarna fyrst og sjá hvað lét mér smám saman byrja að líða betur og svo byrjar maður hægt og rólega að skilja hugmyndafræðina á bak við alls konar ferla í líkamanum. Þetta er auðvitað búið að vera mjög langt ferðalag, en maður heldur endalaust áfram að læra.” Slysið í frönsku ölpunum Einar Carl sér alla flóruna af fólki og hann segir kulnunarfaraldur í samfélaginu og að aldur þeirra sem upplifa slíkt virðist ná mun neðar en oftast er talað um. „Jú, við sjáum fólk í kringum tvítugt og meira að segja undir tvítugu sem er komið í kulnunarástand. Það fer ekkert fram hjá þér þegar þú sérð fólk sem er komið í alvöru kulnun. Vöðvarnir í andlitinu byrja að lamast af því að vöðvatónusinn er minni, það er erfitt að finna kraft í einfalda hluti, fólk myndar ekki almennilegt augnsamband og öll holningin verður allt önnur en er eðlilegt. Það koma alls kyns líkamleg einkenni þegar fólk er búið að vera í freeze ástandi lengi, eftir að kerfið hefur þar á undan verið lengi í flóttaviðbragði. Það er engin betri tilfinning en að ná að hjálpa fólki sem er búið að vera lengi í svona ástandi og að sjá það brosa aftur og ná vopnum sínum er ótrúlegt. Það er ástæðan fyrir því að ég vinn við þetta.” Í þættinum lýsir Einar Carl augnablikinu sem breytti lífi hans. „Við vorum í frönsku ölpunum og vorum að fara að hitta foreldra okkar sem voru talsvert langt fyrir neðan og við ætluðum að strauja niður eftir til að ná þeim á réttum tíma og vorum ofarlega í fjallinu í gili þar sem kemur klaki sem virkaði eins og einhver væri að ýta á bakið á mér. Hraðinn var orðinn rosalegur og ég ætlaði að hægja á mér með því að snúa upp í brekkuna, en brettið greip allt í einu í jörðina og ég skaust bara aftur fyrir mig og lenti á bakinu á ísnum. En af því að ég var hálfrotaður áttaði ég mig ekki á því að bakið á mér hafði smassast, þannig að ég stóð upp og við renndum okkur niður í skálann. Það er ekki fyrr en að ég er búinn að panta matinn í skálanum að það líður eiginlega yfir mig og þá sér móðir mín að bakið á mér er eins og það standi handbolti út úr mjóbakinu. Þá er greinilega komin mikil blæðing og allt í steik og bráðaliðarnir komu og skíðuðu með mig niður í sjúkrabíl. Þetta voru 5 brot í bakinu, hryggjarliður, spjaldbeinið og hryggtindar. Ég ætlaði bara að hrista þetta af mér og fara aftur af stað strax og ég var kominn á lappir, en líkaminn gaf sig bara alveg sama hvað hausinn ætlaði að þrjóskast áfram. Ég reyndi nudd, sjúkraþjálfun og allt saman í langan tíma á eftir án árangurs.“ Yrði sennilega tjúllaður Í Primal er unnið með alls kyns aðferðir, sem hjálpa fólki að fá frelsi í eigin líkama. Einar Carl segir oft gott að horfa í þróunina til að skoða hvers vegna við erum úr jafnvægi. Það sé svo margt í lífsstíl okkar sem hafi breyst gífurlega á síðustu áratugum sem skýri ójafnvægið. „Mér finnst gott að taka dæmi af simpansa, sem eru lífverur sem eru býsna líkar manninum í grunninn. Ef þú tækir simpansa og létir hann gera það sama og þú í mánuð, yrði hann glaður? Láta hann borða sömu fæðuna, vera jafnlengi fyrir framan gervibirtu, banna honum að hreyfa sig, láta hann sitja allan daginn. Hann yrði sennilega tjúllaður og það yrði líklega flokkað sem dýranýð að gera svona tilraun. En síðan finnst okkur fullkomlega eðlilegt að við lifum svona lífi og erum svakalega hissa ef heilsan er ekki frábær.“ Í þættinum ræða Einar Carl og Sölvi um magnað ferðalag Einars, ástandið á heilsu Íslendinga og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira