„Fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum“ hafi tjáð sig um kjaftasögu Eiður Þór Árnason og Birgir Olgeirsson skrifa 9. febrúar 2021 22:15 Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem var auk Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í forsvari fyrir Íslendinga í viðræðunum segist hafa haft gaman af mörgum þessara sögusagna en að eitt hafi staðið upp úr. „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hefðu fengið næg tækifæri til að tjá sig um verkefnið Vísar hann þar til greinar þriggja prófessora og tveggja dósenta í heimspeki sem var titluð „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Þar kölluðu heimspekingarnir eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórðu fasa rannsókn Pfizer og kölluðu eftir upplýstri umræðu um verkefnið. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ sagði meðal annars í greininni sem vakti nokkra athygli. Kári bendir á að ef rannsóknin yrði að veruleika þyrfti hún meðal annars að fara fyrir Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. „Þannig að þessi hópur heimspekinga hefði haft næg tækifæri til þess að tjá sig ef það hefði verið ráðist í þessa rannsókn en þeim fannst skynsamlegra að tjá sig um þetta á formi kjaftasögu því það er yfirleitt það sem Heimspekistofnun Háskóla Íslands fjallar um, það eru kjaftasögur,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem var auk Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í forsvari fyrir Íslendinga í viðræðunum segist hafa haft gaman af mörgum þessara sögusagna en að eitt hafi staðið upp úr. „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hefðu fengið næg tækifæri til að tjá sig um verkefnið Vísar hann þar til greinar þriggja prófessora og tveggja dósenta í heimspeki sem var titluð „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Þar kölluðu heimspekingarnir eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórðu fasa rannsókn Pfizer og kölluðu eftir upplýstri umræðu um verkefnið. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ sagði meðal annars í greininni sem vakti nokkra athygli. Kári bendir á að ef rannsóknin yrði að veruleika þyrfti hún meðal annars að fara fyrir Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. „Þannig að þessi hópur heimspekinga hefði haft næg tækifæri til þess að tjá sig ef það hefði verið ráðist í þessa rannsókn en þeim fannst skynsamlegra að tjá sig um þetta á formi kjaftasögu því það er yfirleitt það sem Heimspekistofnun Háskóla Íslands fjallar um, það eru kjaftasögur,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent