Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 07:40 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mun að öllum líkindum leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Vísir/Vilhelm Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. Í tilkynningu á vef flokksins þar sem boðað er til fundarins kemur fram að tillaga uppstillinganefndar fyrir bæði kjördæmin sé heildstæð sem þýðir að ekki verða greidd atkvæði um einstaka frambjóðendur á listunum eða sæti þeirra. Í frétt Fréttablaðsins í morgun segir að þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, og Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur séu líklegastar til að leiða listana. Uppstillingarnefndin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim vanda að fáir karlar voru á meðal þeirra tíu efstu í könnun sem gerð var á meðal flokksmanna í Reykjavík í desember. Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður, var eini karlinn sem var í einu efstu fimm sætunum samkvæmt könnuninni. Þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður, og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, voru á meðal tíu efstu, en sá fyrrnefndi hefur nú þegar hafnað boðið nefndarinnar um að taka þriðja sæti á lista flokksins í því kjördæmi þar sem hann leiddi síðast, Reykjavík suður. Ágúst lagði sjálfur fram sáttatillögu sem fólst í því að hann myndi víkja úr oddvitasætinu og taka annað sætið á listanum en því hafnaði nefndin. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar myndi annað sæti Samfylkingar í Reykjavík suður ná inn á þing en ekki það þriðja. Þá er ónefnd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi flokksins og varaformaður. Hún tók ekki þátt í könnuninni í desember en er síðan sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndarinnar að hún væri reiðubúin til að taka sæti á lista fyrir þingkosningarnar. Auk þess má nefna Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem nýlega gekk til liðs við Samfylkinguna eftir að hafa sig úr Vinstri grænum. Hún tók þátt í könnuninni í Reykjavík en tilkynnti síðar að hún sæktist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þar er fyrir Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður, sem sækist eftir endurkjöri en Rósa Björk leiddi lista VG í kjördæminu 2017. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Í tilkynningu á vef flokksins þar sem boðað er til fundarins kemur fram að tillaga uppstillinganefndar fyrir bæði kjördæmin sé heildstæð sem þýðir að ekki verða greidd atkvæði um einstaka frambjóðendur á listunum eða sæti þeirra. Í frétt Fréttablaðsins í morgun segir að þær Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, og Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur séu líklegastar til að leiða listana. Uppstillingarnefndin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim vanda að fáir karlar voru á meðal þeirra tíu efstu í könnun sem gerð var á meðal flokksmanna í Reykjavík í desember. Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður, var eini karlinn sem var í einu efstu fimm sætunum samkvæmt könnuninni. Þeir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður, og Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, voru á meðal tíu efstu, en sá fyrrnefndi hefur nú þegar hafnað boðið nefndarinnar um að taka þriðja sæti á lista flokksins í því kjördæmi þar sem hann leiddi síðast, Reykjavík suður. Ágúst lagði sjálfur fram sáttatillögu sem fólst í því að hann myndi víkja úr oddvitasætinu og taka annað sætið á listanum en því hafnaði nefndin. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar myndi annað sæti Samfylkingar í Reykjavík suður ná inn á þing en ekki það þriðja. Þá er ónefnd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi flokksins og varaformaður. Hún tók ekki þátt í könnuninni í desember en er síðan sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndarinnar að hún væri reiðubúin til að taka sæti á lista fyrir þingkosningarnar. Auk þess má nefna Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem nýlega gekk til liðs við Samfylkinguna eftir að hafa sig úr Vinstri grænum. Hún tók þátt í könnuninni í Reykjavík en tilkynnti síðar að hún sæktist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þar er fyrir Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður, sem sækist eftir endurkjöri en Rósa Björk leiddi lista VG í kjördæminu 2017.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira