Framboð til stjórnar SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 12. febrúar 2021 09:18 Aðalfundur SVFR verður haldinn 25. febrúar næstkomandi og þar verður kosið um þrjú laus sæti í stjórn félagsins. Aðalfundur SVFR verður haldinn 25. febrúar næstkomandi og þar verður kosið um þrjú laus sæti í stjórn félagsins. Sjálfkjörið verður í stól Formannsins en þar býður Jón Þór Ólason núverandi Formaður sig einn fram. Að auki verður nú kosið í fulltrúaráð og þar eru í framboði Aðalsteinn Ingólfsson, Brynja Gunnarsdóttir, Elín Ingólfsdóttir, Karl Andrés Gíslason, Lilja Bjarnadóttir, Ólafur Kr. Ólafsson, Örn Viðar Skúlason, Þórólfur Halldórsson og Þorsteinn Ólafsson. Í framboði til stjórnar eru ný andlit og er það gleðilefni. Þar má nefna fyrst Helgu Jónsdóttur, Láru Kristjánsdóttur og Martein Jónasson. Síðan bjóða Ólafur Finnbogason og Ragnheiður Thorsteinsdóttir sem fram aftur. Til að skoða meira um frambjóðendur má finna upplýsingar um þá á vef Stangaveiðifélagsins www.svfr.is Ekki er tekið fram á vefnum með hvaða sniði kosningar fara fram en þar sem fjöldatakmarkanir eru í gildi geta líklega ekki allir sem vilja sótt Aðalfundin og eru því hvattir til að kjósa utankjörfundar. Það verður engu að síður að teljast sérkennilegt að félagasamtök eins og SVFR hafi ekki tekið upp tækninýjungar eins og rafræna kosningu til að fá fleiri félagsmenn til að kjósa og taka þátt í starfi félagsins. Það verður að teljast heldur veikt umboð stjórnar í jafn stóru félagi þegar undir 200 manns veita atkvæði sitt. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Aðalfundur SVFR verður haldinn 25. febrúar næstkomandi og þar verður kosið um þrjú laus sæti í stjórn félagsins. Sjálfkjörið verður í stól Formannsins en þar býður Jón Þór Ólason núverandi Formaður sig einn fram. Að auki verður nú kosið í fulltrúaráð og þar eru í framboði Aðalsteinn Ingólfsson, Brynja Gunnarsdóttir, Elín Ingólfsdóttir, Karl Andrés Gíslason, Lilja Bjarnadóttir, Ólafur Kr. Ólafsson, Örn Viðar Skúlason, Þórólfur Halldórsson og Þorsteinn Ólafsson. Í framboði til stjórnar eru ný andlit og er það gleðilefni. Þar má nefna fyrst Helgu Jónsdóttur, Láru Kristjánsdóttur og Martein Jónasson. Síðan bjóða Ólafur Finnbogason og Ragnheiður Thorsteinsdóttir sem fram aftur. Til að skoða meira um frambjóðendur má finna upplýsingar um þá á vef Stangaveiðifélagsins www.svfr.is Ekki er tekið fram á vefnum með hvaða sniði kosningar fara fram en þar sem fjöldatakmarkanir eru í gildi geta líklega ekki allir sem vilja sótt Aðalfundin og eru því hvattir til að kjósa utankjörfundar. Það verður engu að síður að teljast sérkennilegt að félagasamtök eins og SVFR hafi ekki tekið upp tækninýjungar eins og rafræna kosningu til að fá fleiri félagsmenn til að kjósa og taka þátt í starfi félagsins. Það verður að teljast heldur veikt umboð stjórnar í jafn stóru félagi þegar undir 200 manns veita atkvæði sitt.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði