Yfirlögregluþjónn býst við að rýming standi fram yfir hádegi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 12:02 Grípa þurfti til rýmingar í gær því óvissa var uppi um um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin i desember. Á ljósmyndinni má sjá eyðilegginguna sem ein skriðanna sem féll í desember olli. Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að svo virðist sem allt hafi verið með kyrrum kjörum í gærkvöldi og nótt þrátt fyrir talsverða úrkomu. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Austurlandi á frekar von á því að rýming um fimmtíu húsa á Seyðisfirði muni standa eitthvað áfram en Veðurstofan mun nýta gluggann nú í hádeginu þegar styttir upp til að meta stöðugleika hlíðarinnar. Um hundrað íbúum var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu því óvissa var uppi um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember. Allt virtist þó hafa verið með kyrrum kjörum í nótt. „Rýming gekk prýðilega. Við náðum sambandi við alla í gegnum síma og síðan var þetta kynnt í gegnum fjölmiðla og gekk má segja mjög vel og allir fengu húsaskjól í nótt.“ Þetta sagði Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan. Fólkið hafi ýmist gist hjá vinafólki eða á hótelum. Aðspurður hvort útlit sé fyrir að fólkið fái að snúa aftur heim í dag sagði Kristján. „Það er dálítið erfitt að segja um það. Mat Veðurstofunnar fer fram um hádegisbil og staðan verður þá tekin hvort rýmingu verður aflétt þá eða síðar – sem er kannski líklegra en hitt - en staðan verður í það minnsta endurmetin rétt um hádegisbil.“ Nú um hádegi styttir upp að mestu á Austfjörðum en í kvöld er von á öðrum úrkomubakka sem líklega verður í formi slyddu eða snjókomu. „Það er gert ráð fyrir uppstyttu núna og það er sá gluggi sem Veðurstofan notar til að meta stöðuna; meta stöðugleika hlíðarinnar og þá í framhaldinu varðandi rýmingu hvort henni verði aflétt eða hvort hún verði eitthvað áfram. Við vonum að það verði ekki mjög lengi en þetta gæti dregist eitthvað fram á daginn.“ Eins og gefur að skilja tekur ástandið fyrir austan á íbúanna en Kristján telur að skilningur ríki um að gæta þurfi fyllsta öryggis. „Við metum skiljum það þannig af viðbrögðum gærdagsins þegar rýming fór fram að íbúar séu algjörlega meðvitaðir og tilbúnir að rýma ef þörf krefur,“ sagði Kristján Ólafur. Aurskriður á Seyðisfirði Veður Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Um hundrað íbúum var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna skriðuhættu því óvissa var uppi um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember. Allt virtist þó hafa verið með kyrrum kjörum í nótt. „Rýming gekk prýðilega. Við náðum sambandi við alla í gegnum síma og síðan var þetta kynnt í gegnum fjölmiðla og gekk má segja mjög vel og allir fengu húsaskjól í nótt.“ Þetta sagði Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan. Fólkið hafi ýmist gist hjá vinafólki eða á hótelum. Aðspurður hvort útlit sé fyrir að fólkið fái að snúa aftur heim í dag sagði Kristján. „Það er dálítið erfitt að segja um það. Mat Veðurstofunnar fer fram um hádegisbil og staðan verður þá tekin hvort rýmingu verður aflétt þá eða síðar – sem er kannski líklegra en hitt - en staðan verður í það minnsta endurmetin rétt um hádegisbil.“ Nú um hádegi styttir upp að mestu á Austfjörðum en í kvöld er von á öðrum úrkomubakka sem líklega verður í formi slyddu eða snjókomu. „Það er gert ráð fyrir uppstyttu núna og það er sá gluggi sem Veðurstofan notar til að meta stöðuna; meta stöðugleika hlíðarinnar og þá í framhaldinu varðandi rýmingu hvort henni verði aflétt eða hvort hún verði eitthvað áfram. Við vonum að það verði ekki mjög lengi en þetta gæti dregist eitthvað fram á daginn.“ Eins og gefur að skilja tekur ástandið fyrir austan á íbúanna en Kristján telur að skilningur ríki um að gæta þurfi fyllsta öryggis. „Við metum skiljum það þannig af viðbrögðum gærdagsins þegar rýming fór fram að íbúar séu algjörlega meðvitaðir og tilbúnir að rýma ef þörf krefur,“ sagði Kristján Ólafur.
Aurskriður á Seyðisfirði Veður Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52