Ný tilfelli ebólu greinast í Afríkuríkjum Heimsljós 18. febrúar 2021 11:09 UNICEF/UNMEER Martine Perret Ebólufaraldur geisaði í þremur Vestur-Afríkuríkjum á árunum 2013 og 2016. Ný tilfelli hafa nú greinst. Ebóla hefur á nýjan leik greinst í Afríku. Staðfest smit eru að minnsta kosti í tveimur ríkjum, Gíneu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Grunur er um smit í Síerra Leone. Ebólufaraldur geisaði í þremur Vestur-Afríkuríkjum á árunum 2013 og 2016, Líberíu, Sierra Leóne og Gíneu, og leiddi þá til rúmlega ellefu þúsund dauðsfalla. Þjóðir í þessum heimshluta eru á sama tíma að glíma við aðra bylgju COVID-19 en sjúkdómarnir eru að því leyti ólíkir að dánartíðni af völdum ebólu er miklu hærri. Heilbrigðisstarfsfólk segir fréttirnar minna hræðilega mikið á fyrri faraldurinn sem einnig átti upptök í Gíneu. Í byrjun vikunnar var greint frá tólf óstaðfestum tilvikum ebólu í suðausturhluta Gíneu, í grennd við landamæri Fílabeinsstrandarinnar, Líberíu og Síerra Leone. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við með aðgerðum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins, meðal annars með smitrakningarteymum sem hafa sett 300 manns í sóttkví í Kongó og 150 manns í Gíneu í sóttkví. Stjórnvöld í Gíneu hafa enn fremur bannað fjölsótta markaði og aðrar samkomur eins og jarðarfarir. Stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa aukið eftirlit á landamærum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Ebóla Gínea Vestur-Kongó Austur-Kongó Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent
Ebóla hefur á nýjan leik greinst í Afríku. Staðfest smit eru að minnsta kosti í tveimur ríkjum, Gíneu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Grunur er um smit í Síerra Leone. Ebólufaraldur geisaði í þremur Vestur-Afríkuríkjum á árunum 2013 og 2016, Líberíu, Sierra Leóne og Gíneu, og leiddi þá til rúmlega ellefu þúsund dauðsfalla. Þjóðir í þessum heimshluta eru á sama tíma að glíma við aðra bylgju COVID-19 en sjúkdómarnir eru að því leyti ólíkir að dánartíðni af völdum ebólu er miklu hærri. Heilbrigðisstarfsfólk segir fréttirnar minna hræðilega mikið á fyrri faraldurinn sem einnig átti upptök í Gíneu. Í byrjun vikunnar var greint frá tólf óstaðfestum tilvikum ebólu í suðausturhluta Gíneu, í grennd við landamæri Fílabeinsstrandarinnar, Líberíu og Síerra Leone. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við með aðgerðum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins, meðal annars með smitrakningarteymum sem hafa sett 300 manns í sóttkví í Kongó og 150 manns í Gíneu í sóttkví. Stjórnvöld í Gíneu hafa enn fremur bannað fjölsótta markaði og aðrar samkomur eins og jarðarfarir. Stjórnvöld í nágrannaríkjum hafa aukið eftirlit á landamærum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Ebóla Gínea Vestur-Kongó Austur-Kongó Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent