Þórólfur skilaði tveimur minnisblöðum til ráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 08:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir breytingar á aðgerðum innanlands eiga að geta tekið gildi fljótlega. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í gær tveimur minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, varðandi aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Annars vegar er um að ræða minnisblað með tillögum að tilslökunum innanlands og hins vegar minnisblað sem snýr að skólastarfi en núverandi reglugerð um skólastarf í landinu rennur út þann 28. febrúar næstkomandi. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun vildi Þórólfur ekki fara út í hvað felst í tillögum hans að tilslökunum en sagði þó að þær ættu að geta tekið gildi fljótlega. Það væri ráðherrans að ákveða gildistímann, sjálfur hefði hann ekki lagt til neina tímasetningu í þeim efnum. Varðandi skólana þá lagði hann til að næsta reglugerð tæki gildi 1. mars. „Ég held að innanlandsaðgerðirnar ættu að geta tekið gildi bara fljótlega. Það er náttúrulega ráðherrans að ákveða það. Ég er ekki með neina tímasetningu á því í sjálfu sér en varðandi skóla þá endar reglugerðin sem nú er í gildi 28. febrúar þannig að ég legg til að hún taki gildi í skólunum 1. mars,“ sagði Þórólfur. Fram kom í máli Þórólfs að aðeins tveir hefðu greinst með veiruna innanlands í síðustu viku og voru þeir báðir í sóttkví. Þá tóku hertar reglur á landamærunum gildi á föstudag og eiga þær enn betur að koma í veg fyrir að smit berist hingað til lands. Hann var meðal annars spurður út í grímuskylduna og þær raddir sem væru að verða háværari að vegna þess hve vel gengur þá mætti fara að draga úr grímuskyldunni. „Það er ótrúlegt hvað menn eru tilfinningasamir gagnvart grímunni. Sumir eru alveg brjálaðir á móti henni og aðrir alveg brjálaðir með henni og allt þar á milli. Auðvitað kemur að því að við mælum með því að fólk sé ekkert endilega að vera með grímu en ég held að við eigum aðeins að bíða. Við erum að fjölga, við erum að opna, við erum að leyfa fleirum að vera saman og leyfa meiri starfsemi gegn því að fólk noti grímu. Þannig að ég held að við eigum ekki að rjúka til og henda öllu sem við erum búin að vera að gera sem hefur skilað okkur þessum árangri. Það væri ekki skynsamlegt,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Annars vegar er um að ræða minnisblað með tillögum að tilslökunum innanlands og hins vegar minnisblað sem snýr að skólastarfi en núverandi reglugerð um skólastarf í landinu rennur út þann 28. febrúar næstkomandi. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun vildi Þórólfur ekki fara út í hvað felst í tillögum hans að tilslökunum en sagði þó að þær ættu að geta tekið gildi fljótlega. Það væri ráðherrans að ákveða gildistímann, sjálfur hefði hann ekki lagt til neina tímasetningu í þeim efnum. Varðandi skólana þá lagði hann til að næsta reglugerð tæki gildi 1. mars. „Ég held að innanlandsaðgerðirnar ættu að geta tekið gildi bara fljótlega. Það er náttúrulega ráðherrans að ákveða það. Ég er ekki með neina tímasetningu á því í sjálfu sér en varðandi skóla þá endar reglugerðin sem nú er í gildi 28. febrúar þannig að ég legg til að hún taki gildi í skólunum 1. mars,“ sagði Þórólfur. Fram kom í máli Þórólfs að aðeins tveir hefðu greinst með veiruna innanlands í síðustu viku og voru þeir báðir í sóttkví. Þá tóku hertar reglur á landamærunum gildi á föstudag og eiga þær enn betur að koma í veg fyrir að smit berist hingað til lands. Hann var meðal annars spurður út í grímuskylduna og þær raddir sem væru að verða háværari að vegna þess hve vel gengur þá mætti fara að draga úr grímuskyldunni. „Það er ótrúlegt hvað menn eru tilfinningasamir gagnvart grímunni. Sumir eru alveg brjálaðir á móti henni og aðrir alveg brjálaðir með henni og allt þar á milli. Auðvitað kemur að því að við mælum með því að fólk sé ekkert endilega að vera með grímu en ég held að við eigum aðeins að bíða. Við erum að fjölga, við erum að opna, við erum að leyfa fleirum að vera saman og leyfa meiri starfsemi gegn því að fólk noti grímu. Þannig að ég held að við eigum ekki að rjúka til og henda öllu sem við erum búin að vera að gera sem hefur skilað okkur þessum árangri. Það væri ekki skynsamlegt,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira