Með stærri hrinum frá upphafi mælinga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 12:32 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir stóra skjálfta ekki endilega vera fyrirboða eldgoss. Hins vegar hafi verið kvikusöfnun á Reykjanesinu allt síðasta ár og því ekki útilokað að kvikan rati upp á yfirborðið. „Þetta er með stærri hrinum sem við höfum upplifað á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Svoleiðis að þetta er mjög athyglisverður atburður sem er í gangi núna þessa klukkutímana,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Ekki er útilokað að kvika rati upp á yfirborðið. Öflug jarðskjálftahrina hefur gengið yfir suðvesturhluta landsins í dag. Stærsti skjálftinn mældist 5,7 að stærð en hann varð klukkan fimm mínútur yfir tíu og átti upptök sín suðsuðvestur af Keili. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og viðbúið er að jörð muni áfram skjálfa. „Þessir skjálftar sem eru í gangi núna eru fyrst og fremst vegna flekahreyfinga. Þetta eru flekaskil og flekarnir eru að hreyfast,“ segir Páll. „Þetta skilur að norðurameríkuflekann, sem er hér fyrir vestan okkur, og evrasíuflekann sem er fyrir austan okkur. Þeir eru að færast í sundur um tvo sentímetra á ári og það kemur fram í skjálftum fyrst og fremst en líka í eldvirkni og stundum spilar þetta saman.“ Það þurfi hins vegar ekki að vera vísbending um að eldgos sé í vændum. „Stórir skjálftar eru ekkert endilega fyrirboðar eldvirkni. Aðdragandi eldgosa er yfirleitt í litlum skjálftum. Þannig að stærð skjálftanna segir ekkert til um það.“ Páll bendir á að skjálftavirkni hafi verið viðvarandi á Reykjanesinu frá lok árs 2019. „Það virka tímabil er búið að standa allt síðasta ár, og inni í því voru líka kvikuhreyfingar. Þannig að það er ekki hægt að útiloka að eitthvað af þeirri kviku sem við vitum að er á ferli í jarðskorpunni rati upp á yfirborðið. En það yrði kannski meira eins og slys,“ segir Páll Einarsson. Ítarlega umfjöllun um jarðhræringarnar og allar nýjustu vendingar má finna hér. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
Öflug jarðskjálftahrina hefur gengið yfir suðvesturhluta landsins í dag. Stærsti skjálftinn mældist 5,7 að stærð en hann varð klukkan fimm mínútur yfir tíu og átti upptök sín suðsuðvestur af Keili. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og viðbúið er að jörð muni áfram skjálfa. „Þessir skjálftar sem eru í gangi núna eru fyrst og fremst vegna flekahreyfinga. Þetta eru flekaskil og flekarnir eru að hreyfast,“ segir Páll. „Þetta skilur að norðurameríkuflekann, sem er hér fyrir vestan okkur, og evrasíuflekann sem er fyrir austan okkur. Þeir eru að færast í sundur um tvo sentímetra á ári og það kemur fram í skjálftum fyrst og fremst en líka í eldvirkni og stundum spilar þetta saman.“ Það þurfi hins vegar ekki að vera vísbending um að eldgos sé í vændum. „Stórir skjálftar eru ekkert endilega fyrirboðar eldvirkni. Aðdragandi eldgosa er yfirleitt í litlum skjálftum. Þannig að stærð skjálftanna segir ekkert til um það.“ Páll bendir á að skjálftavirkni hafi verið viðvarandi á Reykjanesinu frá lok árs 2019. „Það virka tímabil er búið að standa allt síðasta ár, og inni í því voru líka kvikuhreyfingar. Þannig að það er ekki hægt að útiloka að eitthvað af þeirri kviku sem við vitum að er á ferli í jarðskorpunni rati upp á yfirborðið. En það yrði kannski meira eins og slys,“ segir Páll Einarsson. Ítarlega umfjöllun um jarðhræringarnar og allar nýjustu vendingar má finna hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira