Tár á kinnum grunnskólabarna í Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason og Kristján Már Unnarsson skrifa 24. febrúar 2021 14:52 Hin átta ára gamla Ásdís Vala gaf sér tíma til að ræða við Kristján Má Unnarsson fréttamann í Grindavík í dag. Vísir/Vilhelm Hin átta ára gamla Ásdís Vala Pálsdóttir var á meðal nemenda Grunnskóla Grindavíkur sem var nokkuð brugðið í morgun. Stórir skjálftar hafa dunið yfir með reglulegu millibili en upptök þeirra eru í nágrenni bæjarins. Ásdís Vala segir marga krakka hafa verið hrædda í skólanum í morgun. Skjálftahrinan hófst rétt upp úr klukkan tíu þegar stærsti skjálftinn, sem mældist 5,7 að stærð, reið yfir. Síðan þá hefur virkni verið mikil og fjölmargir skjálftar yfir fjórir að stærð orðið á Reykjanesinu. Foreldrar barna í leik- og grunnskólanum í Grindavík voru hvattir til að sækja börnin sín í skólann. Ásdís Vala var á meðal þeirra sem sótt voru. Móðir hennar hafði engan áhuga á að ræða við fréttamann á staðnum, ekkert fyrir athyglina, en Ásdís Vala gaf sig á tal við fréttamann með leyfi móðurinnar. Aðspurð af hverju móðir hennar væri komin að sækja hana var Ásdís Vala fljót til svars. „Út af því að ég var hrædd við jarðskjálftann,“ sagði Ásdís Vala. Sjá mátti tár á hvarmi en krakkarnir voru sumir hverjir í nokkru uppnámi vegna skjálftans. Ásdís Vala sagði marga krakka hafa verið hrædda. Hún væri á leið heim úr skólanum en reiknaði með að mæta þangað galvösk aftur á morgun. Hún sagði krakkana hafa hlaupið út úr skólanum og á kunnuglegan stað. „Við hlupum út á körfuboltavöllinn,“ sagði Ásdís Vala sem þekkir körfuboltann betur en margir enda faðir hennar Páll Axel Vilbergsson, þriggja stiga skytta með meiru, úr Grindavík. Páll Axel starfar á Keflavíkurflugvelli og var þar við störf þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann sagði dóttur sína almennt nokkuð harða af sér og benti á að í skólum gæti orðið ákveðinn múgæsingur þegar svona lagað gerist. Hræðsla geti smitast auðveldlega út frá sér. Hann var ánægður hvert börnin leituðu vegna skjálftans, á körfuboltavöllinn. „Maður er öruggur á vellinum,“ segir Páll. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Grunnskólar Tengdar fréttir Skyndilegt hlé í beinni hjá Sóleyju vegna skjálftans Tónlistarkonan Sóley kom fram ásamt fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir dundi jarðskjálfti yfir. Um er að ræða enn einn skjálftann á suðvesturhorninu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 14:07 Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. 24. febrúar 2021 14:01 Við tökur á myndbandi til vina þegar 4,6 skjálftinn reið yfir Margrét Kristín Pétursdóttir, Grindvíkingur í húð og hár og starfsmaður hjá fiskvinnslunni Vísi, segir margan bæjarbúann vanann jarðskjálftum, finnist þeir jafnvel spennandi eða fyndnir. Það sem gekk á í morgun hafi verið ólíkt fyrri skjálftum enda margir óvenju stórir skjálftar sem geri að verkum að vanasta fólk verði smeykt. 24. febrúar 2021 13:26 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Skjálftahrinan hófst rétt upp úr klukkan tíu þegar stærsti skjálftinn, sem mældist 5,7 að stærð, reið yfir. Síðan þá hefur virkni verið mikil og fjölmargir skjálftar yfir fjórir að stærð orðið á Reykjanesinu. Foreldrar barna í leik- og grunnskólanum í Grindavík voru hvattir til að sækja börnin sín í skólann. Ásdís Vala var á meðal þeirra sem sótt voru. Móðir hennar hafði engan áhuga á að ræða við fréttamann á staðnum, ekkert fyrir athyglina, en Ásdís Vala gaf sig á tal við fréttamann með leyfi móðurinnar. Aðspurð af hverju móðir hennar væri komin að sækja hana var Ásdís Vala fljót til svars. „Út af því að ég var hrædd við jarðskjálftann,“ sagði Ásdís Vala. Sjá mátti tár á hvarmi en krakkarnir voru sumir hverjir í nokkru uppnámi vegna skjálftans. Ásdís Vala sagði marga krakka hafa verið hrædda. Hún væri á leið heim úr skólanum en reiknaði með að mæta þangað galvösk aftur á morgun. Hún sagði krakkana hafa hlaupið út úr skólanum og á kunnuglegan stað. „Við hlupum út á körfuboltavöllinn,“ sagði Ásdís Vala sem þekkir körfuboltann betur en margir enda faðir hennar Páll Axel Vilbergsson, þriggja stiga skytta með meiru, úr Grindavík. Páll Axel starfar á Keflavíkurflugvelli og var þar við störf þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann sagði dóttur sína almennt nokkuð harða af sér og benti á að í skólum gæti orðið ákveðinn múgæsingur þegar svona lagað gerist. Hræðsla geti smitast auðveldlega út frá sér. Hann var ánægður hvert börnin leituðu vegna skjálftans, á körfuboltavöllinn. „Maður er öruggur á vellinum,“ segir Páll.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Grunnskólar Tengdar fréttir Skyndilegt hlé í beinni hjá Sóleyju vegna skjálftans Tónlistarkonan Sóley kom fram ásamt fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir dundi jarðskjálfti yfir. Um er að ræða enn einn skjálftann á suðvesturhorninu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 14:07 Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. 24. febrúar 2021 14:01 Við tökur á myndbandi til vina þegar 4,6 skjálftinn reið yfir Margrét Kristín Pétursdóttir, Grindvíkingur í húð og hár og starfsmaður hjá fiskvinnslunni Vísi, segir margan bæjarbúann vanann jarðskjálftum, finnist þeir jafnvel spennandi eða fyndnir. Það sem gekk á í morgun hafi verið ólíkt fyrri skjálftum enda margir óvenju stórir skjálftar sem geri að verkum að vanasta fólk verði smeykt. 24. febrúar 2021 13:26 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Skyndilegt hlé í beinni hjá Sóleyju vegna skjálftans Tónlistarkonan Sóley kom fram ásamt fullskipaðri sveit á Háskólatónleikum Háskóla Íslands í hádeginu í dag. Þegar tónleikarnir voru um það bil hálfnaðir dundi jarðskjálfti yfir. Um er að ræða enn einn skjálftann á suðvesturhorninu sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 14:07
Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. 24. febrúar 2021 14:01
Við tökur á myndbandi til vina þegar 4,6 skjálftinn reið yfir Margrét Kristín Pétursdóttir, Grindvíkingur í húð og hár og starfsmaður hjá fiskvinnslunni Vísi, segir margan bæjarbúann vanann jarðskjálftum, finnist þeir jafnvel spennandi eða fyndnir. Það sem gekk á í morgun hafi verið ólíkt fyrri skjálftum enda margir óvenju stórir skjálftar sem geri að verkum að vanasta fólk verði smeykt. 24. febrúar 2021 13:26