Skjálfti reið yfir í miðju viðtali Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 15:14 Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Þótt alvön sé skjálftum þá brá Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, þegar stóri skjálftinn reið yfir í morgun sem mældist 5,7 að stærð. Skyldi engan undra því jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi hrinu vera með þeim stærri á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Á meðan á viðtalinu okkar stóð reið einn af eftirskjálftunum yfir. Það er nú kannski ekki tilviljunin ein sem ræður því að skjálfti hafi riðið yfir akkúrat á þessu augnabliki enda hefur fjöldinn allur af eftirskjálftum fylgt í kjölfar hins stóra og er frekar til marks um þá miklu virkni sem í gangi er. „Þetta eru bara svo margir og öflugir. Maður hefur oft fundið stóra jarðskjálfta, en kannski ekki svona marga og öfluga.“ Íbúar í Grindavík eru flestir ansi skeknir eftir skjálftana og var mörgum afar brugðið. „Það grípur um sig skelfing þegar svona rosalega öflug skjálftahrina verður, til dæmis í skólunum veit ég. Margt erlent starfsfólk vinnur í fiskvinnslunum sem er alls ekki vant þessu. Það fór út og ég veit að fólk í fyrirtækjum hér hefur farið heim og margir sem eru bara á rúntinum til að finna sem minnst fyrir þessu.“ Eru íbúar óttaslegnir? „Í rauninni ekki. Við byrjuðum að upplifa þetta landris, sem var nú á öðrum stað en skjálftavirknin er núna. Við búum náttúrulega á flekaskilum og þau hafa náttúrulega fært okkur ótrúlega verðmæta auðlind sem við búum vel að hérna á Reykjanesskaganum. En við fórum náttúrulega í að útbúa rýmingaráætlanir og annað ef það skildi koma gos og aðrar náttúruhamfarir. Þannig að það allt saman er klárt eftir vinnuna í fyrra. En þegar náttúruöflin eiga í hlut þá er maður svo varnarlaus og jörðin hristist undir manni. Maður getur ekkert gert. En ég hef stundum bent á það að það eru landshlutar sem hafa þurft að eiga við erfiðari aðstæður eins og skriðuföll og snjóflóð þannig að við náttúrulega reynum bara að halda haus og taka niður myndir þannig að við fáum þetta ekki ofan á okkur þegar við sofum en þetta er aldrei þægilegt, maður finnur alveg spennuna og smá skjálfta eftir þessa öflugu hrinu.“ Kristín María segir að fyrstu viðbrögð hafi verið að athuga hvort allt væri í lagi með hennar nánasta fólk. „Það er í lagi með alla nema ferfætlingana og dýrin, þau verða rosalega hrædd. Það sem fólk hefur helst verið að gera er að fara heim til dýranna sinna því þau eru rosalega næm og hundarnir verða mjög hræddir.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Skyldi engan undra því jarðeðlisfræðingur segir yfirstandandi hrinu vera með þeim stærri á þessum flekaskilum frá upphafi mælinga. Kristín var stödd við vinnu heima hjá sér þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hún lýsir því hvernig myndarammar og hlutir hrundu úr hillum og brotnuðu. Á meðan á viðtalinu okkar stóð reið einn af eftirskjálftunum yfir. Það er nú kannski ekki tilviljunin ein sem ræður því að skjálfti hafi riðið yfir akkúrat á þessu augnabliki enda hefur fjöldinn allur af eftirskjálftum fylgt í kjölfar hins stóra og er frekar til marks um þá miklu virkni sem í gangi er. „Þetta eru bara svo margir og öflugir. Maður hefur oft fundið stóra jarðskjálfta, en kannski ekki svona marga og öfluga.“ Íbúar í Grindavík eru flestir ansi skeknir eftir skjálftana og var mörgum afar brugðið. „Það grípur um sig skelfing þegar svona rosalega öflug skjálftahrina verður, til dæmis í skólunum veit ég. Margt erlent starfsfólk vinnur í fiskvinnslunum sem er alls ekki vant þessu. Það fór út og ég veit að fólk í fyrirtækjum hér hefur farið heim og margir sem eru bara á rúntinum til að finna sem minnst fyrir þessu.“ Eru íbúar óttaslegnir? „Í rauninni ekki. Við byrjuðum að upplifa þetta landris, sem var nú á öðrum stað en skjálftavirknin er núna. Við búum náttúrulega á flekaskilum og þau hafa náttúrulega fært okkur ótrúlega verðmæta auðlind sem við búum vel að hérna á Reykjanesskaganum. En við fórum náttúrulega í að útbúa rýmingaráætlanir og annað ef það skildi koma gos og aðrar náttúruhamfarir. Þannig að það allt saman er klárt eftir vinnuna í fyrra. En þegar náttúruöflin eiga í hlut þá er maður svo varnarlaus og jörðin hristist undir manni. Maður getur ekkert gert. En ég hef stundum bent á það að það eru landshlutar sem hafa þurft að eiga við erfiðari aðstæður eins og skriðuföll og snjóflóð þannig að við náttúrulega reynum bara að halda haus og taka niður myndir þannig að við fáum þetta ekki ofan á okkur þegar við sofum en þetta er aldrei þægilegt, maður finnur alveg spennuna og smá skjálfta eftir þessa öflugu hrinu.“ Kristín María segir að fyrstu viðbrögð hafi verið að athuga hvort allt væri í lagi með hennar nánasta fólk. „Það er í lagi með alla nema ferfætlingana og dýrin, þau verða rosalega hrædd. Það sem fólk hefur helst verið að gera er að fara heim til dýranna sinna því þau eru rosalega næm og hundarnir verða mjög hræddir.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels