Virknin gæti aukist í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 22:17 Skjálftinn sem mældist um tíuleytið í kvöld var skammt frá Keili. Vísir/Vilhelm Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga í kvöld; sá fyrri 3,4 skömmu fyrir klukkan níu og sá seinni á bilinu 3,1-3,4 um tíuleytið, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum Veðurstofunnar. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að seinni skjálftinn, sem varð klukkan 21:58 og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, eigi upptök sín rétt sunnan við Keili, á svipuðum stað og stærsti skjálftinn sem mældist í morgun. Hinn skjálftinn varð við Fagradalsfjall skömmu fyrir klukkan níu. Nokkuð dró úr skjálftavirkni síðdegis í dag eftir að snarpir skjálftar skóku Reykjanesskagann í morgun og fram yfir hádegi. Einar segir að klukkan hálf fimm hafi svo orðið skjálfti að stærð 3,6 við Fagradalsfjall. Þrír jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafi þannig mælst seinnipartinn. Inntur eftir því hvort vísbendingar séu um að jarðskjálftahrinan sé aftur að sækja í sig veðrið inn í nóttina segir Einar erfitt að segja til um það. Virknin sé þó oftast lotubundin og því gæti verið að hún aukist nú í kvöld. „En kannski erum við að fara inn í smá meiri virkni í kvöld þar sem koma skjálftar milli 3 og 4,“ segir Einar. Þá hafi skjálftarnir í kvöld mælst á sama svæði og skjálftarnir í morgun. Þannig eru ekki sterkar vísbendingar um að jarðskjálftavirknin sé að færa sig austar og í átt að Bláfjöllum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“ Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. 24. febrúar 2021 21:47 Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 20:24 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að seinni skjálftinn, sem varð klukkan 21:58 og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, eigi upptök sín rétt sunnan við Keili, á svipuðum stað og stærsti skjálftinn sem mældist í morgun. Hinn skjálftinn varð við Fagradalsfjall skömmu fyrir klukkan níu. Nokkuð dró úr skjálftavirkni síðdegis í dag eftir að snarpir skjálftar skóku Reykjanesskagann í morgun og fram yfir hádegi. Einar segir að klukkan hálf fimm hafi svo orðið skjálfti að stærð 3,6 við Fagradalsfjall. Þrír jarðskjálftar yfir 3 að stærð hafi þannig mælst seinnipartinn. Inntur eftir því hvort vísbendingar séu um að jarðskjálftahrinan sé aftur að sækja í sig veðrið inn í nóttina segir Einar erfitt að segja til um það. Virknin sé þó oftast lotubundin og því gæti verið að hún aukist nú í kvöld. „En kannski erum við að fara inn í smá meiri virkni í kvöld þar sem koma skjálftar milli 3 og 4,“ segir Einar. Þá hafi skjálftarnir í kvöld mælst á sama svæði og skjálftarnir í morgun. Þannig eru ekki sterkar vísbendingar um að jarðskjálftavirknin sé að færa sig austar og í átt að Bláfjöllum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“ Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. 24. febrúar 2021 21:47 Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 20:24 Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Fréttaauki frá Grindavík: „Við vitum að það mun gjósa hérna“ Grindvíkingar voru uggandi í dag vegna linnulausra jarðskjálfta sem dundu yfir Reykjanesskaga. Kristján Már Unnarsson fréttamaður varði deginum í Grindavík; ræddi við heimamenn og fór yfir stöðu mála í sérstökum fréttaauka sem sýndur var að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. 24. febrúar 2021 21:47
Hættustig vegna jarðskjálftanna nú einnig í Árnessýslu Hættustig almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga er nú einnig í gildi í Árnessýslu. Fyrr í dag var hættustigi lýst yfir á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. 24. febrúar 2021 20:24
Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. 24. febrúar 2021 19:30