Ísland á smáþjóðaleikunum í jarðskjálftamálum Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2021 10:16 Kristinn Hrafnsson fitjar upp á því óþjóðholla viðhorfi, sem er reyndar staðreynd, að í jarðskjálftamálum er Ísland ekki, og sem betur fer, ofarlega á blaði. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks gefur ekki mikið fyrir íslenska jarðskjálfta. Kristinn hefur viðað að sér upplýsingum um hvernig Ísland stendur í alþjóðlegum samanburði þegar jarðskjálftar eru annars vegar. „Í jarðskjálftamálum þyrftum við að keppa á smáþjóðaleikunum til þess að komast á pall,“ segir hann í pistil á Facebook. Kristinn byggir sínar upplýsingar meðal annars á skrifum Páls Einarssonar sem finna má á Vísindavefnum. Segir að jarðskjálftinn í vikunni, sem lagði undir sig umræðuna og vilja ýmsir meina að ekki sé við það búandi að flóttaleiðir úr borginni séu ekki greiðar, hafi verið frekar hófsamur á heimsmælikvarða og í raun fremur algengur. „Samkvæmt jarðvísindariti verða 1319 skjálftar í heiminum á kvarðanum 5-5,9 eða 3-4 á hverjum degi.“ Jarðskjálftinn í vikunni var frekar hófsamur á heimsmælikvarðanum og frekar algengur. Samkvæmt jarðvísindariti verða...Posted by Kristinn Hrafnsson on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Eins og sjá má á mynd í hinum ísaumaða pistli Kristins af Facebook hér ofar er Ísland útnári þegar öflugir skjálftar eru annars vegar. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru yfirleitt ríflega 6 eins og skjálftarnir tveir 17. og 21. júní árið 2000. Þeir voru báðir 6,5. „Tíðni skjálfta í heiminum á bilinu 6-6,9 er einnig talsverð eða ríflega tveir á viku (134 á ári),“ segir Kristinn og hann heldur miskunnarlaus áfram, þá í þeim skilningi að Íslendingar eru stoltir af sínum skjálftum: „Frá því menn byrjuðu að mæla hafa stærstu skjálftar á landinu verið þrír, undan norðurströndinni 1910, á Rangárvöllum 1912 og við mynni Skagafjarðar 1963. Allir mældust 7 á Richter. Talið er að öflugasti jarðskjálfti frá landnámi hafi verið 7,1 en það er ágiskun. Sá reið yfir 1784 og átti upptök í Holtum. Jarðskjálftar af styrknum 7-7,9 eru heldur ekki svo sjaldgæfir á Jörðinni. Svona einn í mánuði eða 10-20 á ári.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Vísindi Samfélagsmiðlar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Kristinn hefur viðað að sér upplýsingum um hvernig Ísland stendur í alþjóðlegum samanburði þegar jarðskjálftar eru annars vegar. „Í jarðskjálftamálum þyrftum við að keppa á smáþjóðaleikunum til þess að komast á pall,“ segir hann í pistil á Facebook. Kristinn byggir sínar upplýsingar meðal annars á skrifum Páls Einarssonar sem finna má á Vísindavefnum. Segir að jarðskjálftinn í vikunni, sem lagði undir sig umræðuna og vilja ýmsir meina að ekki sé við það búandi að flóttaleiðir úr borginni séu ekki greiðar, hafi verið frekar hófsamur á heimsmælikvarða og í raun fremur algengur. „Samkvæmt jarðvísindariti verða 1319 skjálftar í heiminum á kvarðanum 5-5,9 eða 3-4 á hverjum degi.“ Jarðskjálftinn í vikunni var frekar hófsamur á heimsmælikvarðanum og frekar algengur. Samkvæmt jarðvísindariti verða...Posted by Kristinn Hrafnsson on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Eins og sjá má á mynd í hinum ísaumaða pistli Kristins af Facebook hér ofar er Ísland útnári þegar öflugir skjálftar eru annars vegar. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru yfirleitt ríflega 6 eins og skjálftarnir tveir 17. og 21. júní árið 2000. Þeir voru báðir 6,5. „Tíðni skjálfta í heiminum á bilinu 6-6,9 er einnig talsverð eða ríflega tveir á viku (134 á ári),“ segir Kristinn og hann heldur miskunnarlaus áfram, þá í þeim skilningi að Íslendingar eru stoltir af sínum skjálftum: „Frá því menn byrjuðu að mæla hafa stærstu skjálftar á landinu verið þrír, undan norðurströndinni 1910, á Rangárvöllum 1912 og við mynni Skagafjarðar 1963. Allir mældust 7 á Richter. Talið er að öflugasti jarðskjálfti frá landnámi hafi verið 7,1 en það er ágiskun. Sá reið yfir 1784 og átti upptök í Holtum. Jarðskjálftar af styrknum 7-7,9 eru heldur ekki svo sjaldgæfir á Jörðinni. Svona einn í mánuði eða 10-20 á ári.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Vísindi Samfélagsmiðlar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira