Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2021 19:36 Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands Vísir/Baldur Hrafnkell Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á suðvesturhorninu frá því að hrinan hófst. Jörð nötrar á suðvesturhorninu þar sem stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag og ekkert lát virðist vera á skjálftavirkninni sem verið hefur á Reykjanesi undanfarna tvo sólarhringa. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr hádegi en um þrjátíu skjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst í dag. Á milli klukkan 11:59 og 14:00 mældust fjórtán jarðskjálftar 3 til 4,4 að stærð. Þeir hafa allir fundist á höfuðborgarsvæðinu og þeir stærstu einnig á Suðurlandi, á Akranesi og í Borgarnesi. Þessi virkni er með upptök í nágrenni við stærsta skjálfta hrinunnar sem reið yfir í fyrradag og var 5,7 að stærð. Mikil óvissa Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur, segir að óvissa ríki um framhaldið. „Það er auðvitað mikil óvissa. Við erum greinilega bara í miðri hrinu þannig að það er erfitt að spá í framhaldið. Það leit allt út fyrir það í gær og í morgun að það væri að draga úr þessu en svo tekur hrinan sig upp að nýju. Þetta er svo sem eitthvað sem við höfum séð áður. Þær eiga þetta til þessar hrinur.“ Þannig það er óvissuástand? „Já það er óvissuástand, ég myndi segja það,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar2. Hún segir enn engin merki um eldvirkni. „Á meðan að hrinan er i gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5. Þá erum við að horfa fyrst og fremst á svæðið á milli Brennisteinsfjalla og Bláfjalla að þar gæti komið stærri skjálfti. Virknin sem við höfum séð núna undanfarinn sólarhring er að mestu bundið við Fagradalsfjall og það er frægt fyrir miklar hrinur. Við sjáum engin merki um eldvirkni,“ sagði Kristín. Búið að draga upp líklegustu sviðsmyndirnar En gæti verið kvikuinnskot eða kvika á hreyfingu sem kemur ekki í ljós? „Já það er ekki hægt að útiloka að slíkt sé í gangi en það er allavegana ekkert sem kemur fram á þessum myndum og engar afgerandi mælingar sem við höfum fengið sem benda til þess að það sé eitthvað grunnt en það er ekki hægt að útiloka það að það sé dýpri kvikuvirkni í gangi,“ sagði Kristín. „Auðvitað er það þannig að þetta belti, það eru bæði þessar landrekshreyfingar sem marka það og líka eldvirkni og það má segja að 90 prósent af kviku sem kemur inn í kerfið festist inni í skorpunni, það er bara 10 prósent sem kemur upp,“ sagði Kristín. Ákveðin tímamót Er þetta áhyggjuefni? „Það er alltaf óþægilegt þegar það er óvissa en ég held að við höfum dregið upp þessar líklegu sviðsmyndir.“ Kristín segir að leita þurfi aftur um fimmtíu ár til að finna sambærilega hrinu og nú hér á landi „Þannig þetta eru tímamót núna.“ Vísir hefur fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni sem er neðst í fréttinni hér að neðan. Þar má sjá umfjöllun um skjálftahrinuna í dag sem og síðustu tvo sólarhringa. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert lát á snörpum skjálftum Snarpur skjálfti 4,4 að stærð reið yfir á suðvesturhorninu um klukkan 16:48 og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2021 17:37 Sjá ekki nein merki um gosóróa Vísindamenn Veðurstofu Íslands sjá engin merki um gosóróa á Reykjanesi. Ekkert lát er hins vegar á jarðskjálftavirkni á svæðinu sem sést best á því að á innan við hálftíma nú í hádeginu urðu fimm mjög snarpir skjálftar sem allir áttu upptök sín um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 13:12 Grindavík hristist á ný Tveir snarpir jarðskjálftar hafa orðið nú í hádeginu á Reykjanesinu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir bæjarbúa hafa fundið vel fyrir þeim báðum og að það hafi hrist vel. Íbúar séu orðnir flestu vanir eftir síðustu tvo daga. „Þetta venst en það er óþægilegt ef þeir eru mjög stórir,“ segir Fannar. 26. febrúar 2021 12:34 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á suðvesturhorninu frá því að hrinan hófst. Jörð nötrar á suðvesturhorninu þar sem stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag og ekkert lát virðist vera á skjálftavirkninni sem verið hefur á Reykjanesi undanfarna tvo sólarhringa. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr hádegi en um þrjátíu skjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst í dag. Á milli klukkan 11:59 og 14:00 mældust fjórtán jarðskjálftar 3 til 4,4 að stærð. Þeir hafa allir fundist á höfuðborgarsvæðinu og þeir stærstu einnig á Suðurlandi, á Akranesi og í Borgarnesi. Þessi virkni er með upptök í nágrenni við stærsta skjálfta hrinunnar sem reið yfir í fyrradag og var 5,7 að stærð. Mikil óvissa Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur, segir að óvissa ríki um framhaldið. „Það er auðvitað mikil óvissa. Við erum greinilega bara í miðri hrinu þannig að það er erfitt að spá í framhaldið. Það leit allt út fyrir það í gær og í morgun að það væri að draga úr þessu en svo tekur hrinan sig upp að nýju. Þetta er svo sem eitthvað sem við höfum séð áður. Þær eiga þetta til þessar hrinur.“ Þannig það er óvissuástand? „Já það er óvissuástand, ég myndi segja það,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar2. Hún segir enn engin merki um eldvirkni. „Á meðan að hrinan er i gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5. Þá erum við að horfa fyrst og fremst á svæðið á milli Brennisteinsfjalla og Bláfjalla að þar gæti komið stærri skjálfti. Virknin sem við höfum séð núna undanfarinn sólarhring er að mestu bundið við Fagradalsfjall og það er frægt fyrir miklar hrinur. Við sjáum engin merki um eldvirkni,“ sagði Kristín. Búið að draga upp líklegustu sviðsmyndirnar En gæti verið kvikuinnskot eða kvika á hreyfingu sem kemur ekki í ljós? „Já það er ekki hægt að útiloka að slíkt sé í gangi en það er allavegana ekkert sem kemur fram á þessum myndum og engar afgerandi mælingar sem við höfum fengið sem benda til þess að það sé eitthvað grunnt en það er ekki hægt að útiloka það að það sé dýpri kvikuvirkni í gangi,“ sagði Kristín. „Auðvitað er það þannig að þetta belti, það eru bæði þessar landrekshreyfingar sem marka það og líka eldvirkni og það má segja að 90 prósent af kviku sem kemur inn í kerfið festist inni í skorpunni, það er bara 10 prósent sem kemur upp,“ sagði Kristín. Ákveðin tímamót Er þetta áhyggjuefni? „Það er alltaf óþægilegt þegar það er óvissa en ég held að við höfum dregið upp þessar líklegu sviðsmyndir.“ Kristín segir að leita þurfi aftur um fimmtíu ár til að finna sambærilega hrinu og nú hér á landi „Þannig þetta eru tímamót núna.“ Vísir hefur fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni sem er neðst í fréttinni hér að neðan. Þar má sjá umfjöllun um skjálftahrinuna í dag sem og síðustu tvo sólarhringa.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert lát á snörpum skjálftum Snarpur skjálfti 4,4 að stærð reið yfir á suðvesturhorninu um klukkan 16:48 og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2021 17:37 Sjá ekki nein merki um gosóróa Vísindamenn Veðurstofu Íslands sjá engin merki um gosóróa á Reykjanesi. Ekkert lát er hins vegar á jarðskjálftavirkni á svæðinu sem sést best á því að á innan við hálftíma nú í hádeginu urðu fimm mjög snarpir skjálftar sem allir áttu upptök sín um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 13:12 Grindavík hristist á ný Tveir snarpir jarðskjálftar hafa orðið nú í hádeginu á Reykjanesinu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir bæjarbúa hafa fundið vel fyrir þeim báðum og að það hafi hrist vel. Íbúar séu orðnir flestu vanir eftir síðustu tvo daga. „Þetta venst en það er óþægilegt ef þeir eru mjög stórir,“ segir Fannar. 26. febrúar 2021 12:34 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Ekkert lát á snörpum skjálftum Snarpur skjálfti 4,4 að stærð reið yfir á suðvesturhorninu um klukkan 16:48 og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2021 17:37
Sjá ekki nein merki um gosóróa Vísindamenn Veðurstofu Íslands sjá engin merki um gosóróa á Reykjanesi. Ekkert lát er hins vegar á jarðskjálftavirkni á svæðinu sem sést best á því að á innan við hálftíma nú í hádeginu urðu fimm mjög snarpir skjálftar sem allir áttu upptök sín um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 13:12
Grindavík hristist á ný Tveir snarpir jarðskjálftar hafa orðið nú í hádeginu á Reykjanesinu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir bæjarbúa hafa fundið vel fyrir þeim báðum og að það hafi hrist vel. Íbúar séu orðnir flestu vanir eftir síðustu tvo daga. „Þetta venst en það er óþægilegt ef þeir eru mjög stórir,“ segir Fannar. 26. febrúar 2021 12:34
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent