Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2021 23:40 Samkvæmt útreikningum á hraunflæðilíkum er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes verði af gosi. HÁSKÓLI ÍSLANDS Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes. Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Mesta virknin er nú norðaustan við Fagradalsfjall. Í dag hafa tæplega sextíu skjálftar mælst yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 22.38 og mældist sá 4,9 að stærð um 3 kílómetra suðvestur af Keili. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorni landsins, í Vestmannaeyjum, austur í Rangárvallarsýslu og upp Borgarfjörð. Spáin breytt Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn birti á Facebook í kvöld breytta eldsuppkomuspá sem byggð er á rannsóknum á Reykjanesi í gegnum árin að viðbættum þeim atburðum sem áttu sér stað í dag. Miðað við skjálfta frá hádegi í gær og fram til klukkan 17 í dag er spáin samkvæmt myndinni hér að neðan. Það er innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði samkvæmt spákortinu.HÁSKÓLI ÍSLANDS „Eins og áður eru það innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði. Miðað við fyrri póst okkar hefur orðið mikil breyting á spákortinu. Líklegustu svæðin eru komi að Trölladyngju.“ segir í færslu hópsins. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að enn sjáist engin merki um eldvirkni á svæðinu. Eldfjallafræði og náttúruvárhópurinn lauk mælingum á hraunflæðilíkum í kvöld og samkvæmt þeim er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes ef af gosi verður. „Þá er útreikningum á hraunflæðilíkum lokið. Eins og áður látum við gjósa á allra líklegustu svæðunum. Miða við kortið frá fyrr í dag eru miklar breytingar, eins og við mátti búast út frá spákortinu. Nú er það fyrst og fremst Mitt Reykjanesið þar sem líklegast er að hraun flæði um. Eins og áður, því rauðari sem liturinn er því líklegra er að hraun fari þar um á nesinu.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enn skelfur jörð á suðvesturhorni landsins Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð. 26. febrúar 2021 22:43 Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 26. febrúar 2021 20:18 Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 19:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Mesta virknin er nú norðaustan við Fagradalsfjall. Í dag hafa tæplega sextíu skjálftar mælst yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 22.38 og mældist sá 4,9 að stærð um 3 kílómetra suðvestur af Keili. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorni landsins, í Vestmannaeyjum, austur í Rangárvallarsýslu og upp Borgarfjörð. Spáin breytt Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn birti á Facebook í kvöld breytta eldsuppkomuspá sem byggð er á rannsóknum á Reykjanesi í gegnum árin að viðbættum þeim atburðum sem áttu sér stað í dag. Miðað við skjálfta frá hádegi í gær og fram til klukkan 17 í dag er spáin samkvæmt myndinni hér að neðan. Það er innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði samkvæmt spákortinu.HÁSKÓLI ÍSLANDS „Eins og áður eru það innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði. Miðað við fyrri póst okkar hefur orðið mikil breyting á spákortinu. Líklegustu svæðin eru komi að Trölladyngju.“ segir í færslu hópsins. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að enn sjáist engin merki um eldvirkni á svæðinu. Eldfjallafræði og náttúruvárhópurinn lauk mælingum á hraunflæðilíkum í kvöld og samkvæmt þeim er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes ef af gosi verður. „Þá er útreikningum á hraunflæðilíkum lokið. Eins og áður látum við gjósa á allra líklegustu svæðunum. Miða við kortið frá fyrr í dag eru miklar breytingar, eins og við mátti búast út frá spákortinu. Nú er það fyrst og fremst Mitt Reykjanesið þar sem líklegast er að hraun flæði um. Eins og áður, því rauðari sem liturinn er því líklegra er að hraun fari þar um á nesinu.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enn skelfur jörð á suðvesturhorni landsins Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð. 26. febrúar 2021 22:43 Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 26. febrúar 2021 20:18 Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 19:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Enn skelfur jörð á suðvesturhorni landsins Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð. 26. febrúar 2021 22:43
Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 26. febrúar 2021 20:18
Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 19:36