Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Elísabet Inga Sigurðardóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 27. febrúar 2021 10:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Stöð 2/Einar Árnason. Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur segir virkni enn talsverða á Reykjanesskaganum. „Það stendur yfir skjálftahviða mikil á Reykjanesskaga núna, annað skiptið í þessari viku. Það gekk yfir hviða hér sem byrjaði á miðvikudaginn um hádegið. Síðan var það nú að róast en svo brast þetta aftur á í gærmorgun og sú hviða stendur enn og er talsverð virkni núna á Reykjanesskaganum.“ Virkni í fjórtán mánuði Hann segir að horfa þurfi á skjálftana sem hluti af lengra tímabili. Virknin sé óvenju mikil á stuttum tíma. „Við verðum að horfa á þetta í stóru samhengi og þá sjáum við að þetta er partur af gríðarlega virku tímabili sem byrjaði í desember árið 2019 á Reykjanesskaga og síðan þá í þessa fjórtán mánuði er búin að vera óvenju mikil virkni á Reykjanesskaga. Hver hrinan hefur dunið eftir aðra og það er óvenjulegt að svona mikið gerist á einu ári það er það sem við þurfum að horfa á,“ sagði Páll. Hann segir vísindamenn ekki sjá kvikusöfnun eins og staðan er núna. „Ekki núna. Það var í upphafi þessa tímabils í janúar fyrir ári síðan. Þá sáust ótvíræð merki um kvikusöfnun við Þorbjörn eins og margir muna og eftir það þá komu nokkur svona tímabil þar sem var kvikusöfnun og svo hætti það. Þrisvar sinnum gerðist þetta við Þorbjörn og einu sinni í Krísuvík.“ Í morgun reið yfir skjálfti að stærðinni 5,2. Fréttastofa hefur fengið ábendingar um að skjálftinn hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu, en einnig á Selfossi, Hellu, Akranesi, Hvolsvelli og í Skorradal. Stórir skjálftar ekki endilega fyrirboði eldgosa Páll segir flekahreyfingar valda hrinunni. „Yfirleitt ef það væru bara kvikuhreyfingar þá fylgja því yfirleitt frekar litlir skjálftar. Í undanfara eldgosa eru skjálftar yfirleitt litlir. Þannig að stórir skjálftar eru ekki endilega fyrirboði eldgosa eða eldsumbrota,“ sagði Páll. „Þessir skjálftar sem núna hafa verið eru fyrst og fremst vegna flekahreyfinga. Þetta sem á sér stað núna er á flekaskilunum milli Norður Ameríku og Evrasíu. Þannig að Grindavík og Þorlákshöfn sitja á Evrasíuflekanum og Keflavík og Njarðvík á Norður Ameríkuflekanum og þessir flekar færast í sundur. Þá hleðst upp spenna á flekaskilunum og hún losnar í svona skjálftum.“ Hann segir stöðuna því ekki óvenjulega. Skjálftar að þessari stærð séu frekar tíðir á Reykjanesskaga ef horft er til lengri tíma. „Það sem er nýtt í þessu er að það gerist svona margt á þessu rúma ári sem er liðið og svo líka það að það skuli mælast kvikuhreyfingar í tengslum við þá.“ Sviðsmyndirnar margar og mis alvarlegar Páll segir sviðsmyndirnar margar þegar kemur að framhaldinu og erfitt að átta sig á þeim. „Ein af þeim er sú að það gerist ekki neitt meira. Að þetta hætti á morgun og við sjáum síðan ekki skjálfta næstu þrjátíu árin að gagni, en svo eru hinar alvarlegri.“ „Eins og það að virknin færi sig austar á flekaskilunum eins og hún gerði í kringum árið 1970 þegar það kom stór skjálfti sem var austar. Þar á því svæði, Bláfjallasvæðinu, verða skjálftar stærri. Stærstu skjálftar þar geta farið í 6,5 að stærð. Það er sú sviðsmynd sem kannski flestir óttast mest því sá skjálfti yrði kannski svolítið stærri en þeir sem við upplifðum síðustu dagana. Það er ein sviðsmynd,“ sagði Páll. Hálfgert slysagos „Önnur er að kvikan sem núna er á reiki þarna á flekaskilunum á Reykjanesskaga, að hún slysist upp á yfirborðið. Það yrði hálfgert slysaskot og það yrði þarna gos. Það yrði þá lítið gos því þessi kvika er ekki mikil sem er þarna. Rúmmálið á henni er nægilegt í eitt lítið dvergagos nánast. Eins getur þetta verið upphaf að eldgosatímabili. Það er enn ein sviðsmyndin og að í kjölfarið næstu tvö til þrjú hundruð árin verði gos tíð á Reykjanesi.“ „Þetta er þekkt frá fyrri tíð því frá upphafi Íslandsbyggðar fyrstu þrjár aldirnar þá urðu mörg hraungos á Reykjanesskaga og þar runnu mörg hraun sem við þekkjum vel í dag en síðan hættir það árið 1240. Eftir það hefur ekki gosið á Reykjanesskaga. Þannig við erum búin að vera í mjög rólegu tímabili allan tímann síðan frá dögum Snorra Sturlusonar. Það kann að vera að slíkt tímabil sé framundan, það er ein sviðsmyndin en það er gjörsamlega ómögulegt að segja til um líkur á hverri sviðsmynd fyrir sig,“ sagði Páll. Engar hamfarir „Jafnvel þó það komi gos þá eru engar líkur á því að það verði neitt stórgos. Gos á Reykjanesskaga eru yfirleitt frekar lítil og meinlaus þannig við erum ekki að tala um neinar hamfarir. Við skulum hafa það fast í huga.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10 Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes. 26. febrúar 2021 23:40 Jarðskjálftinn í kvöld sá þriðji öflugasti í hrinunni Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, USGS, telur jarðskjálftann sem varð á Reykjanesskaga klukkan 22.39 í kvöld hafa verið 4,9 stig að stærð. Veðurstofa Íslands mat skjálftann í fyrstu upp á ýmist 4,3 stig eða 4,7 stig en núna hefur Veðurstofan endurmetið styrk hans og telur hann einnig hafa verið 4,9 stig. 26. febrúar 2021 23:31 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Sjá meira
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur segir virkni enn talsverða á Reykjanesskaganum. „Það stendur yfir skjálftahviða mikil á Reykjanesskaga núna, annað skiptið í þessari viku. Það gekk yfir hviða hér sem byrjaði á miðvikudaginn um hádegið. Síðan var það nú að róast en svo brast þetta aftur á í gærmorgun og sú hviða stendur enn og er talsverð virkni núna á Reykjanesskaganum.“ Virkni í fjórtán mánuði Hann segir að horfa þurfi á skjálftana sem hluti af lengra tímabili. Virknin sé óvenju mikil á stuttum tíma. „Við verðum að horfa á þetta í stóru samhengi og þá sjáum við að þetta er partur af gríðarlega virku tímabili sem byrjaði í desember árið 2019 á Reykjanesskaga og síðan þá í þessa fjórtán mánuði er búin að vera óvenju mikil virkni á Reykjanesskaga. Hver hrinan hefur dunið eftir aðra og það er óvenjulegt að svona mikið gerist á einu ári það er það sem við þurfum að horfa á,“ sagði Páll. Hann segir vísindamenn ekki sjá kvikusöfnun eins og staðan er núna. „Ekki núna. Það var í upphafi þessa tímabils í janúar fyrir ári síðan. Þá sáust ótvíræð merki um kvikusöfnun við Þorbjörn eins og margir muna og eftir það þá komu nokkur svona tímabil þar sem var kvikusöfnun og svo hætti það. Þrisvar sinnum gerðist þetta við Þorbjörn og einu sinni í Krísuvík.“ Í morgun reið yfir skjálfti að stærðinni 5,2. Fréttastofa hefur fengið ábendingar um að skjálftinn hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu, en einnig á Selfossi, Hellu, Akranesi, Hvolsvelli og í Skorradal. Stórir skjálftar ekki endilega fyrirboði eldgosa Páll segir flekahreyfingar valda hrinunni. „Yfirleitt ef það væru bara kvikuhreyfingar þá fylgja því yfirleitt frekar litlir skjálftar. Í undanfara eldgosa eru skjálftar yfirleitt litlir. Þannig að stórir skjálftar eru ekki endilega fyrirboði eldgosa eða eldsumbrota,“ sagði Páll. „Þessir skjálftar sem núna hafa verið eru fyrst og fremst vegna flekahreyfinga. Þetta sem á sér stað núna er á flekaskilunum milli Norður Ameríku og Evrasíu. Þannig að Grindavík og Þorlákshöfn sitja á Evrasíuflekanum og Keflavík og Njarðvík á Norður Ameríkuflekanum og þessir flekar færast í sundur. Þá hleðst upp spenna á flekaskilunum og hún losnar í svona skjálftum.“ Hann segir stöðuna því ekki óvenjulega. Skjálftar að þessari stærð séu frekar tíðir á Reykjanesskaga ef horft er til lengri tíma. „Það sem er nýtt í þessu er að það gerist svona margt á þessu rúma ári sem er liðið og svo líka það að það skuli mælast kvikuhreyfingar í tengslum við þá.“ Sviðsmyndirnar margar og mis alvarlegar Páll segir sviðsmyndirnar margar þegar kemur að framhaldinu og erfitt að átta sig á þeim. „Ein af þeim er sú að það gerist ekki neitt meira. Að þetta hætti á morgun og við sjáum síðan ekki skjálfta næstu þrjátíu árin að gagni, en svo eru hinar alvarlegri.“ „Eins og það að virknin færi sig austar á flekaskilunum eins og hún gerði í kringum árið 1970 þegar það kom stór skjálfti sem var austar. Þar á því svæði, Bláfjallasvæðinu, verða skjálftar stærri. Stærstu skjálftar þar geta farið í 6,5 að stærð. Það er sú sviðsmynd sem kannski flestir óttast mest því sá skjálfti yrði kannski svolítið stærri en þeir sem við upplifðum síðustu dagana. Það er ein sviðsmynd,“ sagði Páll. Hálfgert slysagos „Önnur er að kvikan sem núna er á reiki þarna á flekaskilunum á Reykjanesskaga, að hún slysist upp á yfirborðið. Það yrði hálfgert slysaskot og það yrði þarna gos. Það yrði þá lítið gos því þessi kvika er ekki mikil sem er þarna. Rúmmálið á henni er nægilegt í eitt lítið dvergagos nánast. Eins getur þetta verið upphaf að eldgosatímabili. Það er enn ein sviðsmyndin og að í kjölfarið næstu tvö til þrjú hundruð árin verði gos tíð á Reykjanesi.“ „Þetta er þekkt frá fyrri tíð því frá upphafi Íslandsbyggðar fyrstu þrjár aldirnar þá urðu mörg hraungos á Reykjanesskaga og þar runnu mörg hraun sem við þekkjum vel í dag en síðan hættir það árið 1240. Eftir það hefur ekki gosið á Reykjanesskaga. Þannig við erum búin að vera í mjög rólegu tímabili allan tímann síðan frá dögum Snorra Sturlusonar. Það kann að vera að slíkt tímabil sé framundan, það er ein sviðsmyndin en það er gjörsamlega ómögulegt að segja til um líkur á hverri sviðsmynd fyrir sig,“ sagði Páll. Engar hamfarir „Jafnvel þó það komi gos þá eru engar líkur á því að það verði neitt stórgos. Gos á Reykjanesskaga eru yfirleitt frekar lítil og meinlaus þannig við erum ekki að tala um neinar hamfarir. Við skulum hafa það fast í huga.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10 Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes. 26. febrúar 2021 23:40 Jarðskjálftinn í kvöld sá þriðji öflugasti í hrinunni Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, USGS, telur jarðskjálftann sem varð á Reykjanesskaga klukkan 22.39 í kvöld hafa verið 4,9 stig að stærð. Veðurstofa Íslands mat skjálftann í fyrstu upp á ýmist 4,3 stig eða 4,7 stig en núna hefur Veðurstofan endurmetið styrk hans og telur hann einnig hafa verið 4,9 stig. 26. febrúar 2021 23:31 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Sjá meira
Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10
Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes. 26. febrúar 2021 23:40
Jarðskjálftinn í kvöld sá þriðji öflugasti í hrinunni Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, USGS, telur jarðskjálftann sem varð á Reykjanesskaga klukkan 22.39 í kvöld hafa verið 4,9 stig að stærð. Veðurstofa Íslands mat skjálftann í fyrstu upp á ýmist 4,3 stig eða 4,7 stig en núna hefur Veðurstofan endurmetið styrk hans og telur hann einnig hafa verið 4,9 stig. 26. febrúar 2021 23:31