Mæla hvort kvikugas streymi til yfirborðs Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2021 13:31 Sérfræðingur Veðurstofu Íslands, Melissa Anne Pfeffer, mælir kvikugas í Svartsengi síðastliðinn miðvikudag. Vilhelm Gunnarsson Jarðvísindamenn fylgjast náið með því hvort einhverjar vísbendingar sjáist um kvikuhreyfingar í tengslum við jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Einn liður í eftirlitinu eru daglegar mælingar á gasuppstreymi. „Mælingar hingað til gefa engar vísbendingar um kvikuinnskot í þessari hrinu en sérfræðingar Veðurstofunnar munu halda áfram að mæla gasútstreymi á svæðinu, en ummerki um kvikugös, ef einhver væru, gætu sést í gasmælingum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofu Íslands, við mælingar í Svartsengi. Vilhelm Gunnarsson Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa síðustu daga farið um svæði eins og Krýsuvík, Svartsengi og Eldvörp. Í Svartsengi hittum við á þær Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði ösku- og efnadreifingar, og Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár. Þær voru meðal annars að mæla hvort útstreymi radon-gass hefði aukist sem og hvort hitastig hefði hækkað. „Við sáum engar breytingar núna með þessum mælingum,“ sagði Melissa Anne Pfeffer, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag, eftir fyrstu stóru skjálftana. Hún sagði að mælingar á radon-gasi væru síðan bornar saman við jarðskjálfta og hreyfingar jarðskorpunnar sem mælast á gps-tækjum. Melissa Anne Pfeffer og Sara Barsotti eru báðar jarðvísindamenn á Veðurstofu Íslands.Vilhelm Gunnarsson „Það er erfitt að segja núna hvort þetta er kvika eða ekki. Við þurfum meiri gögn,“ sagði Sara Barsotti í viðtalinu á miðvikudag. „Það tekur tíma fyrir gas frá kviku til að koma upp. En við sjáum ekkert skrýtið núna hér,“ sagði Melissa. Hér má sjá vísindamennina að störfum: Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30 Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes. 26. febrúar 2021 23:40 Jarðskjálftinn í kvöld sá þriðji öflugasti í hrinunni Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, USGS, telur jarðskjálftann sem varð á Reykjanesskaga klukkan 22.39 í kvöld hafa verið 4,9 stig að stærð. Veðurstofa Íslands mat skjálftann í fyrstu upp á ýmist 4,3 stig eða 4,7 stig en núna hefur Veðurstofan endurmetið styrk hans og telur hann einnig hafa verið 4,9 stig. 26. febrúar 2021 23:31 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Mælingar hingað til gefa engar vísbendingar um kvikuinnskot í þessari hrinu en sérfræðingar Veðurstofunnar munu halda áfram að mæla gasútstreymi á svæðinu, en ummerki um kvikugös, ef einhver væru, gætu sést í gasmælingum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofu Íslands, við mælingar í Svartsengi. Vilhelm Gunnarsson Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa síðustu daga farið um svæði eins og Krýsuvík, Svartsengi og Eldvörp. Í Svartsengi hittum við á þær Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði ösku- og efnadreifingar, og Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár. Þær voru meðal annars að mæla hvort útstreymi radon-gass hefði aukist sem og hvort hitastig hefði hækkað. „Við sáum engar breytingar núna með þessum mælingum,“ sagði Melissa Anne Pfeffer, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag, eftir fyrstu stóru skjálftana. Hún sagði að mælingar á radon-gasi væru síðan bornar saman við jarðskjálfta og hreyfingar jarðskorpunnar sem mælast á gps-tækjum. Melissa Anne Pfeffer og Sara Barsotti eru báðar jarðvísindamenn á Veðurstofu Íslands.Vilhelm Gunnarsson „Það er erfitt að segja núna hvort þetta er kvika eða ekki. Við þurfum meiri gögn,“ sagði Sara Barsotti í viðtalinu á miðvikudag. „Það tekur tíma fyrir gas frá kviku til að koma upp. En við sjáum ekkert skrýtið núna hér,“ sagði Melissa. Hér má sjá vísindamennina að störfum:
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30 Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes. 26. febrúar 2021 23:40 Jarðskjálftinn í kvöld sá þriðji öflugasti í hrinunni Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, USGS, telur jarðskjálftann sem varð á Reykjanesskaga klukkan 22.39 í kvöld hafa verið 4,9 stig að stærð. Veðurstofa Íslands mat skjálftann í fyrstu upp á ýmist 4,3 stig eða 4,7 stig en núna hefur Veðurstofan endurmetið styrk hans og telur hann einnig hafa verið 4,9 stig. 26. febrúar 2021 23:31 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30
Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes. 26. febrúar 2021 23:40
Jarðskjálftinn í kvöld sá þriðji öflugasti í hrinunni Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, USGS, telur jarðskjálftann sem varð á Reykjanesskaga klukkan 22.39 í kvöld hafa verið 4,9 stig að stærð. Veðurstofa Íslands mat skjálftann í fyrstu upp á ýmist 4,3 stig eða 4,7 stig en núna hefur Veðurstofan endurmetið styrk hans og telur hann einnig hafa verið 4,9 stig. 26. febrúar 2021 23:31