Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. mars 2021 14:29 Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. Twitter-notendur, sem margir eru uggandi vegna jarðskjálftanna, hafa síðustu daga velt því upp hvort þörf sé á því að pakka í „neyðartöskur“ og vera þannig viðbúnir því að flýja heimili sín. Notendunum er vissulega mismikil alvara með vangaveltum sínum en nokkur dæmi um slíkt má sjá hér fyrir neðan. Er galin hugmynd að pakka í tösku semi survival kit? Bara auka föt, hleðslubanki, smá snarl og eitthvað in case að man þyrfti að flýja með bumbuna og 3 ára krakka út í bíl?— H(alld)óra. (@halldorabirta) February 27, 2021 119 skjálftar yfir 3 síðust 48 tíma. Er mögulega síðasti aðilinn til að pakka í neyðartösku en ég fer að klára það verk.— Skúli Arnlaugsson (@Arnlaugsson) February 28, 2021 Ertu bui/ð/n/nn að pakka í neyðartösku?— Mattý ✨🪐 (@nei_takk) February 28, 2021 Um kl. 5 í morgun hrökk ég upp við þyrlurnar að hamast fyrir ofan Þingholtin. Kl. 08:08 leið mér eins og rúmið mitt vaggaði úti á sjó, í fyrsta stóra skjálfta dagsins. Þá hvarflaði að mér hvort nú væri kannski ráð að pakka í viðbragðsbakpoka bara svona ef það yrði skyndirýming 😅— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) February 27, 2021 Þá sagði Jakob Jónsson, hafnsögumaður sem búsettur er í Vogum á Vatnsleysuströnd, frá því í samtali við Ríkisútvarpið í gær að hann og fjölskylda hans væru viðbúin því að allt fari á versta veg. Þau væru klár með „flóttatösku“. „[…] ef upp kæmi sú staða að við þyrftum að bruna af stað með skömmum, eða engum fyrirvara,“ sagði Jakob við Ríkisútvarpið. Engin merki um landris, gosóróa eða kvikugas Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur var innt eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvort raunveruleg þörf væri á því að fólk pakkaði í töskur og undirbyggi sig undir að yfirgefa heimili sín í flýti. „Ég tel ekki svo vera,“ sagði Kristín. Engin merki eða vísbendingar væru um að eldgos sé yfirvofandi. „Það eru engin merki um landris, sjáum engan gosóróa. Við mælum ekki kvikugas sem væri til marks um kviku,“ sagði Kristín. „Og svo auðvitað, svona sambærilegar hrinur hafa mælst áður og á síðustu öld eru þetta margar hrinur sem hafa mælst. Og það er bara orðið mjög langt síðan síðast. En þessum hrinum hefur ekki fylgt gosvirkni. Þannig að við erum ekki að sjá nein merki sem benda til þess.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53 Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni. 1. mars 2021 12:49 1.500 skjálftar í dag Tæplega 1.500 jarðskjálftar höfðu greinst á mælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti til hádegis í dag. Sá stærsti var 4,9 að stærð, klukkan hálf tvö í nótt. 1. mars 2021 13:18 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Twitter-notendur, sem margir eru uggandi vegna jarðskjálftanna, hafa síðustu daga velt því upp hvort þörf sé á því að pakka í „neyðartöskur“ og vera þannig viðbúnir því að flýja heimili sín. Notendunum er vissulega mismikil alvara með vangaveltum sínum en nokkur dæmi um slíkt má sjá hér fyrir neðan. Er galin hugmynd að pakka í tösku semi survival kit? Bara auka föt, hleðslubanki, smá snarl og eitthvað in case að man þyrfti að flýja með bumbuna og 3 ára krakka út í bíl?— H(alld)óra. (@halldorabirta) February 27, 2021 119 skjálftar yfir 3 síðust 48 tíma. Er mögulega síðasti aðilinn til að pakka í neyðartösku en ég fer að klára það verk.— Skúli Arnlaugsson (@Arnlaugsson) February 28, 2021 Ertu bui/ð/n/nn að pakka í neyðartösku?— Mattý ✨🪐 (@nei_takk) February 28, 2021 Um kl. 5 í morgun hrökk ég upp við þyrlurnar að hamast fyrir ofan Þingholtin. Kl. 08:08 leið mér eins og rúmið mitt vaggaði úti á sjó, í fyrsta stóra skjálfta dagsins. Þá hvarflaði að mér hvort nú væri kannski ráð að pakka í viðbragðsbakpoka bara svona ef það yrði skyndirýming 😅— Una Sighvatsdóttir (@unasighvats) February 27, 2021 Þá sagði Jakob Jónsson, hafnsögumaður sem búsettur er í Vogum á Vatnsleysuströnd, frá því í samtali við Ríkisútvarpið í gær að hann og fjölskylda hans væru viðbúin því að allt fari á versta veg. Þau væru klár með „flóttatösku“. „[…] ef upp kæmi sú staða að við þyrftum að bruna af stað með skömmum, eða engum fyrirvara,“ sagði Jakob við Ríkisútvarpið. Engin merki um landris, gosóróa eða kvikugas Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur var innt eftir því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvort raunveruleg þörf væri á því að fólk pakkaði í töskur og undirbyggi sig undir að yfirgefa heimili sín í flýti. „Ég tel ekki svo vera,“ sagði Kristín. Engin merki eða vísbendingar væru um að eldgos sé yfirvofandi. „Það eru engin merki um landris, sjáum engan gosóróa. Við mælum ekki kvikugas sem væri til marks um kviku,“ sagði Kristín. „Og svo auðvitað, svona sambærilegar hrinur hafa mælst áður og á síðustu öld eru þetta margar hrinur sem hafa mælst. Og það er bara orðið mjög langt síðan síðast. En þessum hrinum hefur ekki fylgt gosvirkni. Þannig að við erum ekki að sjá nein merki sem benda til þess.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53 Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni. 1. mars 2021 12:49 1.500 skjálftar í dag Tæplega 1.500 jarðskjálftar höfðu greinst á mælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti til hádegis í dag. Sá stærsti var 4,9 að stærð, klukkan hálf tvö í nótt. 1. mars 2021 13:18 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53
Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni. 1. mars 2021 12:49
1.500 skjálftar í dag Tæplega 1.500 jarðskjálftar höfðu greinst á mælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti til hádegis í dag. Sá stærsti var 4,9 að stærð, klukkan hálf tvö í nótt. 1. mars 2021 13:18