Telur kviku á sjö kílómetra dýpi vera að þrýsta sér upp Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2021 22:06 Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur í viðtali við Stöð 2 í dag. Arnar Halldórsson Jarðskjálfti upp á 5,1 stig með upptök við Keili varð um hálffimmleytið nú síðdegis. Hann er sá öflugasti í dag í hinni miklu hrinu sem nú skekur suðvesturhorn Íslands og ekkert lát virðist á. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir hrinuna núna skýrustu vísbendingu á síðari árum um að við séum að nálgast nýtt eldgosatímabil á Reykjanesskaga. Ragnar á að baki 55 ára starfsferil sem jarðskjálftafræðingur, býr í vesturbæ Reykjavíkur, en í fréttum Stöðvar 2 kvaðst hann aldrei hafa upplifað aðra eins hrinu. „Nei, ekki á Reykjanesskaganum. Þetta er það mesta sem hefur verið á minni starfsævi. Reyndar er henni lokið, er það ekki?,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta er svona rosalega mikið af skjálftum sem hnykkja við manni. Og manni finnst að eitthvað mikið gæti hafa gerst.“ Krýsuvík, Seltún og KleifarvatnArnar Halldórsson Mestu hættuna segir hann stafa af hugsanlegum stórum skjálfta milli Bláfjalla og Kleifarvatns. Hann vísar til þess að jarðskjálfti árið 1929 hafi verið 6,3 stig. Í öllu áhættumati geri menn ráð fyrir að þar geti orðið skjálfti upp á allt að 6,5 stig. Það sé álíka og í Suðurlandsskjálftunum árið 2000. Það sé þó engin leið að segja til um hvenær. „Því miður er ekkert sem við getum sagt um það. Við höfum ekki nægilegar upplýsingar um það að spá því hvenær það muni bresta. Það væri bara spá út í loftið.“ Ragnar segir athyglisvert að skjálftarnir við Keili raði sér á sprungu sem liggi í norðaustur-suðvestur, sem er stefna á gossprungu. Á sjö til níu kílómetra dýpi sé kvika að þrýsta sér aðeins upp. Hún liðki fyrir því að það verði jarðskjálftar. Horft frá Reykjanesbraut við Straumsvík í átt að Trölladyngju og Keili.Vilhelm Gunnarsson -En er þá kvika á leiðinni upp á yfirborð? „Hún er ekki á leiðinni upp á yfirborð. Hún er ansi langt frá yfirborði. Ef þetta á að valda einhverju gosi þá verður kvikan sjálf að vera komin upp á svona fjóra kílómetra. Þá fer maður að verða virkilega hræddur um að það komi gos. En hún heldur sig að mestu leyti, eins og ég hef horft á þetta, niður á svona sjö kílómetra dýpi.“ Ragnar segir að óneitanlega séum við að nálgast nýtt gostímabil á Reykjanesskaga. En er hrinan þá vísbending um að við séum að sigla inn í það? „Mér finnst það, jú. En hún er kannski ekki byrjun á því. Það kannski verður ekkert gos úr þessu. Mér finnst ekkert ennþá líklegt að það verði gos úr þessu. En mér finnst þetta einn skýrasti votturinn um það á síðari árum að við séum raunverulega að sigla inn í það kerfi, goskerfið,“ segir jarðskjálftafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra viðtal við Ragnar um hræringarnar á Reykjanesskaga: Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37 Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. 1. mars 2021 18:08 „Þetta hlýtur að enda með einhverjum ósköpum“ Engin rýmingaráætlun er til fyrir Reykjanesbæ og Voga, fari að gjósa, en unnið er að gerð hennar. 1. mars 2021 20:49 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Ragnar á að baki 55 ára starfsferil sem jarðskjálftafræðingur, býr í vesturbæ Reykjavíkur, en í fréttum Stöðvar 2 kvaðst hann aldrei hafa upplifað aðra eins hrinu. „Nei, ekki á Reykjanesskaganum. Þetta er það mesta sem hefur verið á minni starfsævi. Reyndar er henni lokið, er það ekki?,“ segir Ragnar og hlær. „Þetta er svona rosalega mikið af skjálftum sem hnykkja við manni. Og manni finnst að eitthvað mikið gæti hafa gerst.“ Krýsuvík, Seltún og KleifarvatnArnar Halldórsson Mestu hættuna segir hann stafa af hugsanlegum stórum skjálfta milli Bláfjalla og Kleifarvatns. Hann vísar til þess að jarðskjálfti árið 1929 hafi verið 6,3 stig. Í öllu áhættumati geri menn ráð fyrir að þar geti orðið skjálfti upp á allt að 6,5 stig. Það sé álíka og í Suðurlandsskjálftunum árið 2000. Það sé þó engin leið að segja til um hvenær. „Því miður er ekkert sem við getum sagt um það. Við höfum ekki nægilegar upplýsingar um það að spá því hvenær það muni bresta. Það væri bara spá út í loftið.“ Ragnar segir athyglisvert að skjálftarnir við Keili raði sér á sprungu sem liggi í norðaustur-suðvestur, sem er stefna á gossprungu. Á sjö til níu kílómetra dýpi sé kvika að þrýsta sér aðeins upp. Hún liðki fyrir því að það verði jarðskjálftar. Horft frá Reykjanesbraut við Straumsvík í átt að Trölladyngju og Keili.Vilhelm Gunnarsson -En er þá kvika á leiðinni upp á yfirborð? „Hún er ekki á leiðinni upp á yfirborð. Hún er ansi langt frá yfirborði. Ef þetta á að valda einhverju gosi þá verður kvikan sjálf að vera komin upp á svona fjóra kílómetra. Þá fer maður að verða virkilega hræddur um að það komi gos. En hún heldur sig að mestu leyti, eins og ég hef horft á þetta, niður á svona sjö kílómetra dýpi.“ Ragnar segir að óneitanlega séum við að nálgast nýtt gostímabil á Reykjanesskaga. En er hrinan þá vísbending um að við séum að sigla inn í það? „Mér finnst það, jú. En hún er kannski ekki byrjun á því. Það kannski verður ekkert gos úr þessu. Mér finnst ekkert ennþá líklegt að það verði gos úr þessu. En mér finnst þetta einn skýrasti votturinn um það á síðari árum að við séum raunverulega að sigla inn í það kerfi, goskerfið,“ segir jarðskjálftafræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá ítarlegra viðtal við Ragnar um hræringarnar á Reykjanesskaga:
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vogar Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37 Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. 1. mars 2021 18:08 „Þetta hlýtur að enda með einhverjum ósköpum“ Engin rýmingaráætlun er til fyrir Reykjanesbæ og Voga, fari að gjósa, en unnið er að gerð hennar. 1. mars 2021 20:49 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Skjálfti upp á 5,1 á suðvesturhorninu Kraftmikill jarðskjálfti 5,1 að stærð fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 16:35 í dag. Skjálftinn fannst meðal annars vel á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Hvolsvelli. 1. mars 2021 16:37
Líklegasta skýring á jarðskjálftunum að kvikuinnskot sé að myndast Vísindaráð almannavarna telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar á Reykjanesskaga undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Ráðið skoðaði gervihnattamyndir sem bárust í dag og sýnir úrvinnsla úr þeim myndum meiri færslu en áður hefur orðið vart við. 1. mars 2021 18:08
„Þetta hlýtur að enda með einhverjum ósköpum“ Engin rýmingaráætlun er til fyrir Reykjanesbæ og Voga, fari að gjósa, en unnið er að gerð hennar. 1. mars 2021 20:49
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent