Þurfti að rjúka til að fara yfir nýjasta skjálftann Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. mars 2021 11:01 Jarðskjálftamælir á Reykjanesi. Skjálfti að stærð 4 varð klukkan 10:12 sem fannst vel á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Ríflega þúsund jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því um miðnætti. Sá síðasti stóri, skjálfti að stærð 4, reið yfir snemma á ellefta tímanum. Viðtal fréttastofu við náttúrvársérfræðing um stöðuna á jarðhræringunum var einmitt við það að ljúka þegar skjálftinn reið yfir. Sérfræðingurinn þurfti þá að rjúka af stað að fara yfir skjálftann. Nóg var að gera hjá starfsfólki Veðurstofunnar í nótt, að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur náttúruvársérfræðings, en ríflega þúsund skjálftar hafa mælst frá því um miðnætti. Þegar Bryndís ræddi við fréttastofu höfðu mælst átján skjálftar yfir þremur og af þeim fjórir yfir fjórum. Einn bættist þó við fyrrnefndu töluna í lok viðtalsins, skjálfti að stærð 4 sem reið yfir klukkan 10:12. Stærsti skjálftinn frá miðnætti er enn sá sem mældist 4,6 um þrjúleytið í nótt. Bryndís sagði virknina nokkurn veginn á pari við síðustu daga. Þá sagði hún ekki merki um að kvika sé að færa sig ofar. „Nei ekki eins og staðan er núna, það er verið að rýna í gögn og fylgjast vel með en eins og er er sama staða og í gærkvöldi,“ sagði Bryndís. Fram kom í tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær, sem telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Svipaðar líkur á stóra skjálftanum og áður Þá sagði Bryndís svipaðar líkur á hinum títtnefnda „stóra skjálfta“, þ.e. skjálfta yfir 6, og verið hefur. „Við erum með þessa miklu hrinu í gangi, stóra skjálfta hér og þar, og erum að fylgjast með hvort virknin sé eitthvað að færa sig. Ef hún fer að færa sig nær Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum er alltaf hætta á þessum stóra skjálfta eins og er verið að tala um. En við getum því miður ekki sagt til um hvort verði af því eða ekki.“ Og um klukkan 10:12 reið skjálfti að stærð 4 yfir sem átti upptök sín skammt frá Keili. Þá var jafnframt komið að lokum viðtalsins. „Ég held líka að ég þurfi að fara,“ sagði Bryndís létt í bragði. „Það var að koma skjálfti núna ágætlega stór sem ég fann allavega fyrir. Þannig að ég þarf að fara að yfirfara hann.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2. mars 2021 08:28 Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. 2. mars 2021 06:11 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Nóg var að gera hjá starfsfólki Veðurstofunnar í nótt, að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur náttúruvársérfræðings, en ríflega þúsund skjálftar hafa mælst frá því um miðnætti. Þegar Bryndís ræddi við fréttastofu höfðu mælst átján skjálftar yfir þremur og af þeim fjórir yfir fjórum. Einn bættist þó við fyrrnefndu töluna í lok viðtalsins, skjálfti að stærð 4 sem reið yfir klukkan 10:12. Stærsti skjálftinn frá miðnætti er enn sá sem mældist 4,6 um þrjúleytið í nótt. Bryndís sagði virknina nokkurn veginn á pari við síðustu daga. Þá sagði hún ekki merki um að kvika sé að færa sig ofar. „Nei ekki eins og staðan er núna, það er verið að rýna í gögn og fylgjast vel með en eins og er er sama staða og í gærkvöldi,“ sagði Bryndís. Fram kom í tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær, sem telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Svipaðar líkur á stóra skjálftanum og áður Þá sagði Bryndís svipaðar líkur á hinum títtnefnda „stóra skjálfta“, þ.e. skjálfta yfir 6, og verið hefur. „Við erum með þessa miklu hrinu í gangi, stóra skjálfta hér og þar, og erum að fylgjast með hvort virknin sé eitthvað að færa sig. Ef hún fer að færa sig nær Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum er alltaf hætta á þessum stóra skjálfta eins og er verið að tala um. En við getum því miður ekki sagt til um hvort verði af því eða ekki.“ Og um klukkan 10:12 reið skjálfti að stærð 4 yfir sem átti upptök sín skammt frá Keili. Þá var jafnframt komið að lokum viðtalsins. „Ég held líka að ég þurfi að fara,“ sagði Bryndís létt í bragði. „Það var að koma skjálfti núna ágætlega stór sem ég fann allavega fyrir. Þannig að ég þarf að fara að yfirfara hann.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2. mars 2021 08:28 Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. 2. mars 2021 06:11 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28
Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2. mars 2021 08:28
Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. 2. mars 2021 06:11