Sprungugos á Reykjanesskaga vart staðið lengur en í viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2021 10:34 Hraun sem runnið hefur í sprungugosum á Reykjanesskaga þekur um fjórðung af flatarmáli skagans. Vísir/Vilhelm Algengt hraunmagn í sprungugosum sem orðið hafa á Reykjanesskaga er í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju einstöku gosi. Þá hefur hvert gos vart staðið lengur en í viku eða svo þótt þau hafi stundum varað lengur en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavef Háskóla Íslands við spurningunni „Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?“ Höfundar svarsins eru þeir Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun, og Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur. Eins og flestum landsmönnum er eflaust kunnugt hefur mikil jarðskjálftavirkni verið á Reykjanesskaga undanfarna viku eða allt frá því að öflugur jarðskjálfti, 5,7 að stærð, reið þar yfir á miðvikudagsmorgun í síðustu viku. Síðan þá hafa fjölmargir stórir skjálftar mælst á svæðinu sem fundist hafa víða um land. Margir þeirra hafa verið yfir fjórum að stærð og nokkrir til viðbótar yfir fimm. Jarðvísindamenn fylgjast vel með svæðinu og þá sérstaklega merkjum um að eldgos á svæðinu sé mögulega að fara að hefjast. Ástæðan er sú að vísindamennirnir telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið. Vísindamenn fylgjast vel með skjálftavirkninni á skaganum.Vísir/Vilhelm Sprungugos aðalgosváin Ekki hefur gosið á Reykjanesskaga í 800 ár en undanfarna áratugi hefur mikil jarðfræðivinna farið fram á skaganum. Nákvæm kort hafa til að mynda verið gerð af skaganum og þá er vitað nokkurn veginn hvaða gos eru frá hvaða tíma, hvenær þau urðu, hversu stór þau eru og hversu langt þau runnu, líkt og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi í viðtali á Vísi í gær. Í svari þeirra Kristjáns og Magnúsar á Vísindavefnum segir að aðalgosváin á Reykjanesskaga stafi af sprungugosum. Hraun frá slíkum gosum þekji um fjórðung af flatarmáli skagans og eru lengstu gígaraðirnar tíu til tuttugu kílómetra langar. „Flest hraunin eru innan við 0,2 rúmkílómetrar, en þau stærstu 0,4-0,5 rúmkílómetrar. Lengst hafa þau runnið um 15 kílómetra frá upptökum, mörg hvert í sjó fram. Skipta má sprungugosum í þrjá gosfasa með tilliti til kvikuframleiðslu og hraunrennslis (sjá töflu),“ segir í svarinu. Umrædda töflu má sjá hér fyrir neðan en hún miðast við hraunin á Reykjanesskaga sem flokkast í flestum tilfellum til lítilla hrauna. Taflan með skýringartexta eins og hún er birt í svarinu á Vísindavefnum. Kvikustrókar í byrjun þegar það gýs eftir endilöngu sprungukerfinu Eins og áður segir hefur algengt hraunmagn í sprungugosum á Reykjanesskaga verið í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju gosi. „Hvert þeirra hefur vart staðið lengur en í viku eða svo, stundum þó lengur, en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. Mestu sprungugosin gætu hafa varað nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Framleiðslan í hverju gosi er ekki jöfn, heldur mest í upphafi og síðan dregur úr, ef til vill með smáfjörkippum. Reikna má með að fyrstu klukkutímana geti hún verið allt að fimmtíufalt meiri en síðasta sólarhringinn.“ Sprungugosum fylgja síðan kvikustrókar í byrjun og gýs þá eftir endilöngu sprungukerfinu að því er segir í svari Kristjáns og Magnúsar. „Kvikan sprautast eða frussast upp úr gosrásinni, drifin af gasi sem losnar úr henni á uppleið. Það er að miklu leyti vatnsgufa, en einnig koltvíoxíð, brennisteinstvíoxíð, vetni og fleira. Kvikustrókarnir eru oft 30-100 metra háir, en geta þó orðið mun hærri. Kvikan storknar að hluta til í loftinu og fellur þá sem gjall og klepraslettur kringum gígopið. Smæsta sáldrið, fínt gjall og vikur, getur borist nokkra kílómetra frá upptökum. Á Reykjanesskaga hefur það fundist einn til tvo kílómetra frá gígum. Gasið berst aftur á móti til lofts og myndar bláleita móðu sem liggur yfir gosstöðvunum og nágrenni þeirra.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavef Háskóla Íslands við spurningunni „Hversu lengi gæti sprungugos á Reykjanesi staðið yfir?“ Höfundar svarsins eru þeir Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun, og Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfræðingur. Eins og flestum landsmönnum er eflaust kunnugt hefur mikil jarðskjálftavirkni verið á Reykjanesskaga undanfarna viku eða allt frá því að öflugur jarðskjálfti, 5,7 að stærð, reið þar yfir á miðvikudagsmorgun í síðustu viku. Síðan þá hafa fjölmargir stórir skjálftar mælst á svæðinu sem fundist hafa víða um land. Margir þeirra hafa verið yfir fjórum að stærð og nokkrir til viðbótar yfir fimm. Jarðvísindamenn fylgjast vel með svæðinu og þá sérstaklega merkjum um að eldgos á svæðinu sé mögulega að fara að hefjast. Ástæðan er sú að vísindamennirnir telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið. Vísindamenn fylgjast vel með skjálftavirkninni á skaganum.Vísir/Vilhelm Sprungugos aðalgosváin Ekki hefur gosið á Reykjanesskaga í 800 ár en undanfarna áratugi hefur mikil jarðfræðivinna farið fram á skaganum. Nákvæm kort hafa til að mynda verið gerð af skaganum og þá er vitað nokkurn veginn hvaða gos eru frá hvaða tíma, hvenær þau urðu, hversu stór þau eru og hversu langt þau runnu, líkt og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi í viðtali á Vísi í gær. Í svari þeirra Kristjáns og Magnúsar á Vísindavefnum segir að aðalgosváin á Reykjanesskaga stafi af sprungugosum. Hraun frá slíkum gosum þekji um fjórðung af flatarmáli skagans og eru lengstu gígaraðirnar tíu til tuttugu kílómetra langar. „Flest hraunin eru innan við 0,2 rúmkílómetrar, en þau stærstu 0,4-0,5 rúmkílómetrar. Lengst hafa þau runnið um 15 kílómetra frá upptökum, mörg hvert í sjó fram. Skipta má sprungugosum í þrjá gosfasa með tilliti til kvikuframleiðslu og hraunrennslis (sjá töflu),“ segir í svarinu. Umrædda töflu má sjá hér fyrir neðan en hún miðast við hraunin á Reykjanesskaga sem flokkast í flestum tilfellum til lítilla hrauna. Taflan með skýringartexta eins og hún er birt í svarinu á Vísindavefnum. Kvikustrókar í byrjun þegar það gýs eftir endilöngu sprungukerfinu Eins og áður segir hefur algengt hraunmagn í sprungugosum á Reykjanesskaga verið í kringum 0,1 rúmkílómetri í hverju gosi. „Hvert þeirra hefur vart staðið lengur en í viku eða svo, stundum þó lengur, en þá með lítilli framleiðslu og hægri framrás helluhrauna. Mestu sprungugosin gætu hafa varað nokkrar vikur eða jafnvel mánuði. Framleiðslan í hverju gosi er ekki jöfn, heldur mest í upphafi og síðan dregur úr, ef til vill með smáfjörkippum. Reikna má með að fyrstu klukkutímana geti hún verið allt að fimmtíufalt meiri en síðasta sólarhringinn.“ Sprungugosum fylgja síðan kvikustrókar í byrjun og gýs þá eftir endilöngu sprungukerfinu að því er segir í svari Kristjáns og Magnúsar. „Kvikan sprautast eða frussast upp úr gosrásinni, drifin af gasi sem losnar úr henni á uppleið. Það er að miklu leyti vatnsgufa, en einnig koltvíoxíð, brennisteinstvíoxíð, vetni og fleira. Kvikustrókarnir eru oft 30-100 metra háir, en geta þó orðið mun hærri. Kvikan storknar að hluta til í loftinu og fellur þá sem gjall og klepraslettur kringum gígopið. Smæsta sáldrið, fínt gjall og vikur, getur borist nokkra kílómetra frá upptökum. Á Reykjanesskaga hefur það fundist einn til tvo kílómetra frá gígum. Gasið berst aftur á móti til lofts og myndar bláleita móðu sem liggur yfir gosstöðvunum og nágrenni þeirra.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira