Stöðug skjálftavirkni og óróamerki áfram Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 3. mars 2021 14:52 Skjálftahrinan á Reykjanesi hefur varað í rúma viku. Nú bendir ýmislegt til þess að eldgos sé í þann mund að hefjast. Vísir/Vilhelm Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við Vísi að þetta bendi sterklega til þess að kvika sé á hreyfingu. Hvort hún sé hins vegar á leið upp í yfirborð eða stöðvist á leiðinni sé erfitt að segja til um á þessari stundu. Upp úr miðnætti var staðan enn að mestu óbreytt frá því síðasta tilkynning barst frá Veðurstofunni klukkan hálf níu. Merki um óróa eru enn greinanleg á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga suður af Keili þótt heldur hafi dregið úr frá því síðdegis. Áfram er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Um sautján hundruð jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var að stærðinni 4,1 upp úr klukkan tvö síðustu nótt en klukkan 20:17 í kvöld mældist einnig skjálfti að stærðinni 3,8. „Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi upp úr miðnætti í kvöld. Vísir/Hjalti „Þetta getur þróast á hvorn veginn sem er, gæti stoppað áður en það kemur til yfirborðs en gæti líka náð til yfirborðs. Og ef það nær því vitum við hvað gerist,“ segir Þorvaldur. Þá verði eldgos. Nú þurfi að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það ætti að skýrast á næstu klukkustundum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óróapúlsinn stæði enn yfir en að aðeins hefði dregið úr krafti hans. Enn væri öflug skjálftahrina í gangi. Ómögulegt væri að segja til um hversu stórt mögulegt eldgos gæti orðið. Flaug yfir óróasvæðið í þyrlu Kristján Már Unnarsson og Arnar Halldórsson, fulltrúar fréttastofu, flugu yfir óróasvæðið í þyrlu síðdegis. Að neðan má sjá upptöku af flugi þeirra félaga. Nýjustu upplýsingar má nálgast í eldgosavaktinni hér fyrir neðan.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við Vísi að þetta bendi sterklega til þess að kvika sé á hreyfingu. Hvort hún sé hins vegar á leið upp í yfirborð eða stöðvist á leiðinni sé erfitt að segja til um á þessari stundu. Upp úr miðnætti var staðan enn að mestu óbreytt frá því síðasta tilkynning barst frá Veðurstofunni klukkan hálf níu. Merki um óróa eru enn greinanleg á jarðskjálftastöðvum á Reykjanesskaga suður af Keili þótt heldur hafi dregið úr frá því síðdegis. Áfram er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu. Um sautján hundruð jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var að stærðinni 4,1 upp úr klukkan tvö síðustu nótt en klukkan 20:17 í kvöld mældist einnig skjálfti að stærðinni 3,8. „Það eru ekki miklar breytingar síðan áðan. Það er bara stöðug skjálftavirkni og óróavirkni áfram þarna og flestir skjálftar eru svona upp í kannski 3,2 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „En engar tilkynningar um neitt annað sem er í gangi,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi upp úr miðnætti í kvöld. Vísir/Hjalti „Þetta getur þróast á hvorn veginn sem er, gæti stoppað áður en það kemur til yfirborðs en gæti líka náð til yfirborðs. Og ef það nær því vitum við hvað gerist,“ segir Þorvaldur. Þá verði eldgos. Nú þurfi að bíða og sjá hvernig málin þróast. Það ætti að skýrast á næstu klukkustundum. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óróapúlsinn stæði enn yfir en að aðeins hefði dregið úr krafti hans. Enn væri öflug skjálftahrina í gangi. Ómögulegt væri að segja til um hversu stórt mögulegt eldgos gæti orðið. Flaug yfir óróasvæðið í þyrlu Kristján Már Unnarsson og Arnar Halldórsson, fulltrúar fréttastofu, flugu yfir óróasvæðið í þyrlu síðdegis. Að neðan má sjá upptöku af flugi þeirra félaga. Nýjustu upplýsingar má nálgast í eldgosavaktinni hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira