Upptökin eru við kvikuganginn suður af Keili við Litla-Hrút og talið er að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Við verðum í beinni útsendingu í fréttatímanum frá nokkrum stöðum á svæðinu þar sem skjálftavirkni hefur verið hvað mest og ræðum við sérfræðinga um stöðu mála. Á upplýsingafundi almannavarna í dag kom fram að ekki væri von á sprengi- eða hamfaragosi og að byggð væri ekki í hættu.
Ítarlega verður farið yfir stöðuna í kvöldfréttum sem hefjast í þráðbeinni útsendingu á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30. Þá verður áfram fjallað um framvinduna í sérstökum fréttaauka strax að loknum íþróttum.
Hægt er að hlusta á fréttatímann í spilaranum hér að neðan.