Enn mælast snarpir skjálftar þótt ekki sé búist við gosi á næstu klukkustundum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. mars 2021 06:34 Sérfræðingar Veðurstofu Íslands að störfum á Reykjanesskaganum í gær eftir að óróapúlsinn mældist. Vísir/Vilhelm Enn er mikil skjáftavirkni á Reykjanesskaganum en ekki er þó byrjað að gjósa. Nýjustu gögn gefa ekki vísbendingar um að eldgos á Reykjanesskaga sé yfirvofandi á næstu klukkustundum. Ennþá eru þó merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Stærsti skjálftinn sem mælst hefur í kvöld var 4,2 að stærð og átti hann upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík, en skjálftinn varð klukkan 19:14. Um 2.500 jarðskjálftar mældust í gær en í heildina hafa mælst hátt í tuttugu þúsund skjálftar síðan hrinan hófst fyrir um viku síðan. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt en jókst aftur upp úr klukkan fimm í morgun. Frá því á miðnætti í gær og til miðnættis í dag hafa mælst um 3.500 skjálftar, eða um þúsund fleiri en mældust sólarhringinn þar á undan. Jarðskjálfti af stærð 4.5 mældist kl 08:54 við Fagradalsfjall. Skjálftinn fannst vel á suðvestur horni landsins. Órói...Posted by Veðurstofa Íslands on Thursday, March 4, 2021 Óróapúls, sem gjarnan er undanfari eldgoss, mældist klukkan 14:20 í gær suður af Keili við Litla-Hrút. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni, fór yfir nýjustu upplýsingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að sögn Kristínar er engin merki að finna í nýjustu gögnum um að kvika sé að nálgast yfirborð á Reykjanesi. Aftur á móti er enn óljóst hvort jarðhræringarnar á svæðinu komi til með að líða hjá á næstu dögum eða hvort komi til eldgoss. Er þá hættan á eldgosi liðin hjá eða eru ennþá líkur á að eldgos muni hefjast? „Við sjáum engin merki í gögnunum okkar um að kvikan sé að nálgast yfirborð. Þetta er kaflaskipt virkni og við verðum bara að vera undir allt búin, að þetta verði eitthvað langhlaup, að það taki einhverja daga að líða hjá nú eða endi með eldgosi, við bara vitum það ekki,“ svaraði Kristín. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst í gær þegar óróapúlsinn fór að mælast. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stærsti skjálftinn sem mælst hefur í kvöld var 4,2 að stærð og átti hann upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík, en skjálftinn varð klukkan 19:14. Um 2.500 jarðskjálftar mældust í gær en í heildina hafa mælst hátt í tuttugu þúsund skjálftar síðan hrinan hófst fyrir um viku síðan. Órói og skjálftavirkni minnkaði aðeins um miðja nótt en jókst aftur upp úr klukkan fimm í morgun. Frá því á miðnætti í gær og til miðnættis í dag hafa mælst um 3.500 skjálftar, eða um þúsund fleiri en mældust sólarhringinn þar á undan. Jarðskjálfti af stærð 4.5 mældist kl 08:54 við Fagradalsfjall. Skjálftinn fannst vel á suðvestur horni landsins. Órói...Posted by Veðurstofa Íslands on Thursday, March 4, 2021 Óróapúls, sem gjarnan er undanfari eldgoss, mældist klukkan 14:20 í gær suður af Keili við Litla-Hrút. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni, fór yfir nýjustu upplýsingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að sögn Kristínar er engin merki að finna í nýjustu gögnum um að kvika sé að nálgast yfirborð á Reykjanesi. Aftur á móti er enn óljóst hvort jarðhræringarnar á svæðinu komi til með að líða hjá á næstu dögum eða hvort komi til eldgoss. Er þá hættan á eldgosi liðin hjá eða eru ennþá líkur á að eldgos muni hefjast? „Við sjáum engin merki í gögnunum okkar um að kvikan sé að nálgast yfirborð. Þetta er kaflaskipt virkni og við verðum bara að vera undir allt búin, að þetta verði eitthvað langhlaup, að það taki einhverja daga að líða hjá nú eða endi með eldgosi, við bara vitum það ekki,“ svaraði Kristín. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst í gær þegar óróapúlsinn fór að mælast. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólaslys á Miklubraut Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira