Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2021 17:30 Allra augu beinast að Keili og hrauninu í kring vegna óróa sem mælist á jarðskjálftamælum. Vísir/RAX Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. „Sem segir okkur að óróinn sem við sáum í gær hefur ekki valdið miklum breytingum. Við sjáum það út frá þessum gervihnattamyndum.“ Hefðu átt að sjást meiri og sterkari ummerki ef mikil hætta væri á gosi? „Já, það ættu í rauninni að vera skýrari merki, sérstaklega ef kvikan væri komin upp eða búin að ferðast nær yfirborðinu. Þá ættum við að sjá einhver merki um það á myndunum.“ Á fundinum var færsla skjálftavirkninnar líka kortlögð. Elísabet segir að svo virðist sem hrinan hafi færst aðeins í suðvestur. „Við sáum skjálfta í gærkvöldi og í nótt við suðvestur Fagradalsfjall og við Þorbjörn. Það er verið að teikna upp hvað geti mögulega valdið því.“ Elísabet var spurð hvaða tilgátur væru uppi um það. „Núna erum við að horfa til þess að óróinn sem sást í gær sé búinn. Það er hugsanlega einhver berggangur sem er að breytast og færast til þarna undir en eins og staðan er núna þá hefur bara verið tiltölulega rólegt í dag. Það er mikil skjálftavirkni, við sjáum engin merki um óróa eins og í gær. Þannig að þá þarf bara að skoða hvort við færum flugkóðann yfir á gult því við sjáum ekki þessi merki sem við sáum í gær. Er of snemmt að útiloka þá sviðsmynd að það gæti gosið? „Það eru minni líkur á því í dag heldur en í gær af því við sjáum ekki þennan óróa en um leið og við sjáum hann aftur þá tökum við aftur upp viðbragðsáætlun og breytum flugkóða. Við erum ennþá mjög vakandi yfir þessu og erum með tvöfaldar vaktir alls staðar og erum auðvitað búin að bæta við fullt af mælitækjum. Gasmælitæki voru sett upp í dag þannig að það ætti alls ekkert að fara fram hjá okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Sem segir okkur að óróinn sem við sáum í gær hefur ekki valdið miklum breytingum. Við sjáum það út frá þessum gervihnattamyndum.“ Hefðu átt að sjást meiri og sterkari ummerki ef mikil hætta væri á gosi? „Já, það ættu í rauninni að vera skýrari merki, sérstaklega ef kvikan væri komin upp eða búin að ferðast nær yfirborðinu. Þá ættum við að sjá einhver merki um það á myndunum.“ Á fundinum var færsla skjálftavirkninnar líka kortlögð. Elísabet segir að svo virðist sem hrinan hafi færst aðeins í suðvestur. „Við sáum skjálfta í gærkvöldi og í nótt við suðvestur Fagradalsfjall og við Þorbjörn. Það er verið að teikna upp hvað geti mögulega valdið því.“ Elísabet var spurð hvaða tilgátur væru uppi um það. „Núna erum við að horfa til þess að óróinn sem sást í gær sé búinn. Það er hugsanlega einhver berggangur sem er að breytast og færast til þarna undir en eins og staðan er núna þá hefur bara verið tiltölulega rólegt í dag. Það er mikil skjálftavirkni, við sjáum engin merki um óróa eins og í gær. Þannig að þá þarf bara að skoða hvort við færum flugkóðann yfir á gult því við sjáum ekki þessi merki sem við sáum í gær. Er of snemmt að útiloka þá sviðsmynd að það gæti gosið? „Það eru minni líkur á því í dag heldur en í gær af því við sjáum ekki þennan óróa en um leið og við sjáum hann aftur þá tökum við aftur upp viðbragðsáætlun og breytum flugkóða. Við erum ennþá mjög vakandi yfir þessu og erum með tvöfaldar vaktir alls staðar og erum auðvitað búin að bæta við fullt af mælitækjum. Gasmælitæki voru sett upp í dag þannig að það ætti alls ekkert að fara fram hjá okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira