Þúsund fleiri skjálftar en minni líkur á gosi: „Við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2021 00:14 Skjálftavirkni hefur í dag færst nokkuð nær Grindavík. Öflugasti skjálftinn í kvöld var 4,2 að stærð og fannst vel í Grindavík. Vísir/Egill Um þúsund fleiri jarðskjálftar hafa mælst í dag en í gær en alls hafa mælst um 3.500 síðasta sólarhringinn. Einkum hefur skjálftavirkni verið meiri nær Grindavík í dag en í gær, þótt enn sé mikil virkni við Fagradalsfjall. Minni líkur eru þó á að eldgos sé yfirvofandi en gert var ráð fyrir í gær. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert gos yfirvofandi eins og er, en á sama tíma sé ekkert hægt að útiloka enn. Stóri skjálftinn sem mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í kvöld reyndist vera 4,2 að stærð en ekki 4,1 líkt og fram kom í fyrstu tilkynningu. Þetta staðfestir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hristist mikið í Grindavík „Það eru um þúsund fleiri skjálftar í dag en voru í gær. Frá miðnætti til miðnættis. Síðustu tvo sólarhringa á undan eru búnir að vera kannski 2.500 til 2.600 skjálftar en núna erum við komin með um 3.500 frá miðnætti í gær,“ segir Bjarki, en Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. „Það er líka búin að vera meiri virkni og stærri skjálftar í dag líka en var í gær og svo eru búnir að færast skjálftar og eru að mælast rétt fyrir utan Grindavík líka. Það hristist verulega mikið í Grindavík en það er ennþá virkni í Fagradalsfjalli, það bara hoppar aðeins fram og til baka því það er svo mikil virkni þarna,“ útskýrir Bjarki. Ekkert gos yfirvofandi eins og er Aðspurður segir hann að þótt skjálftavirkni virðist að einhverju leyti vera að færast nær Grindavík, þá sé staðan óbreytt hvað varðar líkurnar á mögulegum upptökum eldgoss ef til þess kemur. Byggð sé ekki í hættu. „Eins og er þá er enginn órói á kortum hjá okkur, svo niðurstöðurnar sem komu út úr fundinum í eftirmiðdaginn gilda ennþá. Það er ekkert gos yfirvofandi en við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn. Það er ekkert sem bendir til þess núna, ekki eins og það var í gær þegar við fengum þessa óróapúlsa en það er bara áfram mikil jarðskjálftavirkni. Ég held að hún sé ekkert að fara að hægja á sér, alla veganna ekki í nótt,“ segir Bjarki. „Það mikilvægasta er að við sjáum hvernig skjálftarnir þróast núna og sjáum hvernig það færist til. Það er mikilvægt að maður geti fylgst með hvernig virkni er að færast í einhverjar áttir,“ segir Bjarki. Vefurinn í vandræðum Unnið hefur verið að viðgerð á vefsíðu Veðurstofunnar en jarðskjálftavefurinn hefur að hluta til legið niðri í kvöld. Eftir á að yfirfara nokkurn fjölda skjálfta sem orðið hafa í kvöld og eru upplýsingar í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar því ekki allar 100% áreiðanlegar eins og stendur. „Þess vegna eru skjálftarnir ekki búnir að skila sér út á vefinn, út af tölvuveseni og forritun, við þurftum að endurræsa kerfið,“ segir Bjarki. „En af því við erum búin að vera í basli þá erum við búin að þurfa að seinka því að yfirfara svo við þurfum enn að yfirfara nokkra skjálfta frá þeim tíma. Það eru komnir nokkrir í viðbót en þeir eru allir á milli kannski 2,8 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki um stærstu skjálftana sem mælst hafa síðan stóri skjálftinn var klukkan 19:14. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Stóri skjálftinn sem mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í kvöld reyndist vera 4,2 að stærð en ekki 4,1 líkt og fram kom í fyrstu tilkynningu. Þetta staðfestir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hristist mikið í Grindavík „Það eru um þúsund fleiri skjálftar í dag en voru í gær. Frá miðnætti til miðnættis. Síðustu tvo sólarhringa á undan eru búnir að vera kannski 2.500 til 2.600 skjálftar en núna erum við komin með um 3.500 frá miðnætti í gær,“ segir Bjarki, en Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. „Það er líka búin að vera meiri virkni og stærri skjálftar í dag líka en var í gær og svo eru búnir að færast skjálftar og eru að mælast rétt fyrir utan Grindavík líka. Það hristist verulega mikið í Grindavík en það er ennþá virkni í Fagradalsfjalli, það bara hoppar aðeins fram og til baka því það er svo mikil virkni þarna,“ útskýrir Bjarki. Ekkert gos yfirvofandi eins og er Aðspurður segir hann að þótt skjálftavirkni virðist að einhverju leyti vera að færast nær Grindavík, þá sé staðan óbreytt hvað varðar líkurnar á mögulegum upptökum eldgoss ef til þess kemur. Byggð sé ekki í hættu. „Eins og er þá er enginn órói á kortum hjá okkur, svo niðurstöðurnar sem komu út úr fundinum í eftirmiðdaginn gilda ennþá. Það er ekkert gos yfirvofandi en við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn. Það er ekkert sem bendir til þess núna, ekki eins og það var í gær þegar við fengum þessa óróapúlsa en það er bara áfram mikil jarðskjálftavirkni. Ég held að hún sé ekkert að fara að hægja á sér, alla veganna ekki í nótt,“ segir Bjarki. „Það mikilvægasta er að við sjáum hvernig skjálftarnir þróast núna og sjáum hvernig það færist til. Það er mikilvægt að maður geti fylgst með hvernig virkni er að færast í einhverjar áttir,“ segir Bjarki. Vefurinn í vandræðum Unnið hefur verið að viðgerð á vefsíðu Veðurstofunnar en jarðskjálftavefurinn hefur að hluta til legið niðri í kvöld. Eftir á að yfirfara nokkurn fjölda skjálfta sem orðið hafa í kvöld og eru upplýsingar í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar því ekki allar 100% áreiðanlegar eins og stendur. „Þess vegna eru skjálftarnir ekki búnir að skila sér út á vefinn, út af tölvuveseni og forritun, við þurftum að endurræsa kerfið,“ segir Bjarki. „En af því við erum búin að vera í basli þá erum við búin að þurfa að seinka því að yfirfara svo við þurfum enn að yfirfara nokkra skjálfta frá þeim tíma. Það eru komnir nokkrir í viðbót en þeir eru allir á milli kannski 2,8 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki um stærstu skjálftana sem mælst hafa síðan stóri skjálftinn var klukkan 19:14. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent