Sex kílómetrar á fjögurra klukkustunda fresti í 48 tíma Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2021 19:32 Vinirnir Brandur og Bjartur. Vísir/vilhelm Hörku átök í fjörutíu og átta klukkustundir bíða nú ungs manns, sem hyggst hlaupa rúma 77 kílómetra til styrktar vini sínum. Þeir eru báðir spenntir fyrir framtakinu en söfnunarfé verður nýtt í baráttu fyrir bættu aðgengi fatlaðra. Brandur Karlsson hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Brandur kynntist félaga sínum Bjarti Norðfjörð í gegnum föður þess síðarnefnda, sem tók þátt í að hanna sérstaka fluggrind fyrir Brand á sínum tíma, sem gerði honum kleift að stunda svifflug. Átök Bjarts hefjast klukkan fjögur í nótt en hann mun hlaupa sex og hálfan kílómetra á fjögurra klukkustunda fresti - í 48 klukkustundir. Ætlunin er að afla fjár fyrir ferðalag sem Brandur stefnir á nú í vor, þar sem hann mun ferðast um landið til að tala fyrir bættu aðgengi fyrir fatlað fólk á öllum sviðum. Bjartur segir að ekki sé langt síðan hann hafi orðið fyrir vitundarvakningu í málefnum fatlaðra. „Þegar ég fer að kynna mér þetta þá er það eitthvað sem snertir mig alveg hundrað prósent. Ég hef verið að vinna undanfarið í Klettaskóla sem er skóli fyrir börn með hamlanir. Þetta er miklu víðtækara en bara fyrir einstaklinga sem eru með fötlun. Þetta er ruglað að hugsa sér. Þú getur verið að keyra í marga klukkutíma úti á landi og getur ekki farið á klósettið,“ segir Bjartur. Ferðalagið í vor verður það fimmta sem Brandur fer í hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á málaflokknum. „Þetta byrjaði þegar pabbi hans uppgötvaði að það var ekkert klósett þarna á fjögur, fimm hundruð kílómetra kafla þannig að honum fannst fyndið að setja mig í það „mission“ að halda í mér alla þessa leið til að vekja athygli á þessu,“ segir Brandur. „Svo höfum við upplifað á þessum ferðum okkar að það hafa orðið töluverðar framfarir. Þannig að við erum mjög kát með að sjá hvað er verið að gera til að bæta aðgengi á Íslandi. Þannig að okkur langar að fara með jákvæðu móti og benda á að það er enn margt sem má gera.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rn: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook. Mannréttindi Hlaup Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Brandur Karlsson hefur verið lamaður fyrir neðan háls í um áratug. Brandur kynntist félaga sínum Bjarti Norðfjörð í gegnum föður þess síðarnefnda, sem tók þátt í að hanna sérstaka fluggrind fyrir Brand á sínum tíma, sem gerði honum kleift að stunda svifflug. Átök Bjarts hefjast klukkan fjögur í nótt en hann mun hlaupa sex og hálfan kílómetra á fjögurra klukkustunda fresti - í 48 klukkustundir. Ætlunin er að afla fjár fyrir ferðalag sem Brandur stefnir á nú í vor, þar sem hann mun ferðast um landið til að tala fyrir bættu aðgengi fyrir fatlað fólk á öllum sviðum. Bjartur segir að ekki sé langt síðan hann hafi orðið fyrir vitundarvakningu í málefnum fatlaðra. „Þegar ég fer að kynna mér þetta þá er það eitthvað sem snertir mig alveg hundrað prósent. Ég hef verið að vinna undanfarið í Klettaskóla sem er skóli fyrir börn með hamlanir. Þetta er miklu víðtækara en bara fyrir einstaklinga sem eru með fötlun. Þetta er ruglað að hugsa sér. Þú getur verið að keyra í marga klukkutíma úti á landi og getur ekki farið á klósettið,“ segir Bjartur. Ferðalagið í vor verður það fimmta sem Brandur fer í hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á málaflokknum. „Þetta byrjaði þegar pabbi hans uppgötvaði að það var ekkert klósett þarna á fjögur, fimm hundruð kílómetra kafla þannig að honum fannst fyndið að setja mig í það „mission“ að halda í mér alla þessa leið til að vekja athygli á þessu,“ segir Brandur. „Svo höfum við upplifað á þessum ferðum okkar að það hafa orðið töluverðar framfarir. Þannig að við erum mjög kát með að sjá hvað er verið að gera til að bæta aðgengi á Íslandi. Þannig að okkur langar að fara með jákvæðu móti og benda á að það er enn margt sem má gera.“ Þeir sem vilja geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rn: 515-14-412345, kennitala: 0201823779. Aur og Kass: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á hlaupum um helgina á Instagram og Facebook.
Mannréttindi Hlaup Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira