Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2021 14:03 Eddu og Kristófer var ansi brugðið þegar þau sáu skiltið. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ Þetta stendur á stóru auglýsingaskilti í miðbæ Akureyrar. Karl Brynjólfsson er faðir Eddu Mjallar og Kristófers. Hann brá á það ráð að auglýsa börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba og ég er bara að reyna að koma þeim út.“ sagði Karl í samtali við fréttastofu. Skiltið hefur eflaust vakið athygli margra, enda fjöldi fólks í skíðaferð á Akureyri þessa helgina.Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Ákvað hann því að kaupa tvær auglýsingar. „Ég fékk auglýsingu á stóra LED skiltinu á Glerártorgi og svo var stórum borða komið fyrir í miðbæ Akureyrar.“ Edda Mjöll og Kristófer eru bæði í ferðalagi á Akureyri. „Þau voru í sjokki, en jákvæðu sjokki. Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl. Edda Mjöll segir í samtali við fréttastofu að pabbi hennar sé að hefna sín vegna myndbands sem hún birti af honum fagna ágæti Íslands á HM. Myndbandið fór nokkuð víða um tíma og má sjá það hér að neðan. Eddu Mjöll segist hafa orðið verulega brugðið þegar hún sá skiltið. „Hann laug því að mér að hann hefði keypt auglýsingu fyrir eitthvað fyrirtæki og spurði mig hvort ég gæti keyrt framhjá og tekið mynd af því. Svo sé ég mynd af mér og bróður mínum þar sem hann tilkynnir að við séum á lausu,“ sagði Edda Mjöll. Gæti átt von á fleiri hrekkjum í dag „Ég hringdi í hann brjáluð og reyndi að taka skiltið niður en það var ekki hægt því það var búið að láta steina fyrir. En svo fannst mér þetta bara fyndið.“ Edda segir þau feðgin mikla grínista og því sé hrekkurinn ekki svo óvenjulegur. „Hann sagði mér að við gætum átt von á fleiri auglýsingum í dag og á morgun.“ Aðspurð hvort auglýsingin hafi borið árangur segir hún að henni hafi borist nokkur skilaboð og fleiri fylgjendur á instagram bæst í hópinn. „Smá en ekki mikið sem eru vonbrigði, en þannig er það nú bara. Ég vil samt taka það fram að ég kom ekki nálægt þessu,“ sagði Edda. Ástin og lífið Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Þetta stendur á stóru auglýsingaskilti í miðbæ Akureyrar. Karl Brynjólfsson er faðir Eddu Mjallar og Kristófers. Hann brá á það ráð að auglýsa börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba og ég er bara að reyna að koma þeim út.“ sagði Karl í samtali við fréttastofu. Skiltið hefur eflaust vakið athygli margra, enda fjöldi fólks í skíðaferð á Akureyri þessa helgina.Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Ákvað hann því að kaupa tvær auglýsingar. „Ég fékk auglýsingu á stóra LED skiltinu á Glerártorgi og svo var stórum borða komið fyrir í miðbæ Akureyrar.“ Edda Mjöll og Kristófer eru bæði í ferðalagi á Akureyri. „Þau voru í sjokki, en jákvæðu sjokki. Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl. Edda Mjöll segir í samtali við fréttastofu að pabbi hennar sé að hefna sín vegna myndbands sem hún birti af honum fagna ágæti Íslands á HM. Myndbandið fór nokkuð víða um tíma og má sjá það hér að neðan. Eddu Mjöll segist hafa orðið verulega brugðið þegar hún sá skiltið. „Hann laug því að mér að hann hefði keypt auglýsingu fyrir eitthvað fyrirtæki og spurði mig hvort ég gæti keyrt framhjá og tekið mynd af því. Svo sé ég mynd af mér og bróður mínum þar sem hann tilkynnir að við séum á lausu,“ sagði Edda Mjöll. Gæti átt von á fleiri hrekkjum í dag „Ég hringdi í hann brjáluð og reyndi að taka skiltið niður en það var ekki hægt því það var búið að láta steina fyrir. En svo fannst mér þetta bara fyndið.“ Edda segir þau feðgin mikla grínista og því sé hrekkurinn ekki svo óvenjulegur. „Hann sagði mér að við gætum átt von á fleiri auglýsingum í dag og á morgun.“ Aðspurð hvort auglýsingin hafi borið árangur segir hún að henni hafi borist nokkur skilaboð og fleiri fylgjendur á instagram bæst í hópinn. „Smá en ekki mikið sem eru vonbrigði, en þannig er það nú bara. Ég vil samt taka það fram að ég kom ekki nálægt þessu,“ sagði Edda.
Ástin og lífið Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira