Skjálftinn er sá fimmti yfir þremur sem mælist frá hádegi í dag. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftahrinunni en frá því að stærri skjálftinn varð klukkan 17:06 hafa nokkrir minni fylgt í kjölfarið.
Þetta er stærsti skjálftinn frá því að annar að stærð 4,1 varð skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt.
Mikil virkni var á svæðinu á þriðja tímanum í nótt, en milli klukkan tvö og þrjú mældust þrettán skjálftar yfir þremur, sá stærsti 5,0.