Átti í erfiðleikum með samskipti eftir eineltið Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2021 14:30 Hjörtur Jóhann starfar í dag sem leikari í Borgarleikhúsinu. Hjörtur Jóhann Jónsson er leikari í dag, en hefði auðveldlega getað orðið heimspekingur á fjöllum. Þó svo að leiklistin sé ein vinsælasta atvinnugreinin í fjölskyldunni var það þónokkur ákvörðun fyrir hann að leggja hana fyrir sig, en á leiðinni kom hann við í björgunarsveitinni og í heimspeki í Háskóla Íslands. Á endanum var leiklistin þó það eina sem hann fékk ekki leið á. Ferill Hjartar er fjölbreyttur, en þjóðin hefur fengið að njóta hans í mörgum sýningum á borð við Ríkharð III, Ellý og Bláa hnettinum. Í dag er hann fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu og ræddi hann við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hjörtur fer í viðtalinu yfir farsælan feril hans í leikhúsinu en einnig fer hann yfir erfiða tíma og nefnir hann þá til sögunnar einelti sem hann varð fyrir í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég var lagður svolítið í einelti í Melaskóla og það hefur örugglega svolítið skellt í lás hjá mér. Samskipti stressuðu mig mjög mikið,“ segir Hjörtur Jóhann og heldur áfram. Hér að neðan má hlusta á brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Hjörtur Jóhann Jónsson „Bara að geta einhvern veginn spjallað, fannst mér óbærileg tilhugsun. Þetta hefur ekki fylgt mér alla tíð og náði að springa út úr skelinni en ég var til dæmis mjög lengi að læra á að koma í viðtöl og líða þægilega með það. Núna samkjafta ég,“ segir Hjörtur Jóhann sem kynntist tveimur stelpum á fyrsta ári sínu í Hagaskóla og þær hafi einhvern veginn hjálpað honum að verða hann sjálfur. „Ég kann þeim miklar þakkir og þær alveg pönkuðust í mér, til að fá mig til að tala við sig. Ég hef aldrei vitað af hverju þær nenntu þessu. Kannski fannst þeim bara fyndið að pönkast í einhverjum gaur sem var alltaf út í horni og nennti aldrei að segja neitt. Þær voru geðveikt skemmtilegar og aldrei andstyggilegar. Þetta gekk á allt fyrsta árið í Hagaskóla og svo á öðru árinu, í níunda bekk var maður aðeins farinn að gera sig breiðan.“ Hann segir að móðir hans hafi í raun aldrei gert sér grein fyrir því að hann hafi verið lagður í einelti fyrir en mörgum árum seinna. „Þetta var ekkert svona brútal einelti, heldur einelti innan vinahóps dæmi. Við vorum bara vinahópur og ég var neðstur í goggunarröðinni og ég var alltaf viðfang brandarana. Þetta eru ekki vinir mínir í dag, en þeir eru ekki óvinir mínir heldur og ég myndi taka þeim fagnandi ef ég myndi hitta þá. Enda held ég ekkert að þeir hafi endilega áttað sig á því hvað væri á seyði. Ég held að ég hafi snúið þessu við á einhverjum tímapunkti í Hagaskóla og byrjað að snúa þessu við og byrjað að gera þetta við mína vini, svona ómeðvitað.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en Hjörtur talar einnig um tímann þegar alltaf var verið að sprengja upp hluti í Hagaskóla. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Þó svo að leiklistin sé ein vinsælasta atvinnugreinin í fjölskyldunni var það þónokkur ákvörðun fyrir hann að leggja hana fyrir sig, en á leiðinni kom hann við í björgunarsveitinni og í heimspeki í Háskóla Íslands. Á endanum var leiklistin þó það eina sem hann fékk ekki leið á. Ferill Hjartar er fjölbreyttur, en þjóðin hefur fengið að njóta hans í mörgum sýningum á borð við Ríkharð III, Ellý og Bláa hnettinum. Í dag er hann fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu og ræddi hann við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hjörtur fer í viðtalinu yfir farsælan feril hans í leikhúsinu en einnig fer hann yfir erfiða tíma og nefnir hann þá til sögunnar einelti sem hann varð fyrir í Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ég var lagður svolítið í einelti í Melaskóla og það hefur örugglega svolítið skellt í lás hjá mér. Samskipti stressuðu mig mjög mikið,“ segir Hjörtur Jóhann og heldur áfram. Hér að neðan má hlusta á brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Hjörtur Jóhann Jónsson „Bara að geta einhvern veginn spjallað, fannst mér óbærileg tilhugsun. Þetta hefur ekki fylgt mér alla tíð og náði að springa út úr skelinni en ég var til dæmis mjög lengi að læra á að koma í viðtöl og líða þægilega með það. Núna samkjafta ég,“ segir Hjörtur Jóhann sem kynntist tveimur stelpum á fyrsta ári sínu í Hagaskóla og þær hafi einhvern veginn hjálpað honum að verða hann sjálfur. „Ég kann þeim miklar þakkir og þær alveg pönkuðust í mér, til að fá mig til að tala við sig. Ég hef aldrei vitað af hverju þær nenntu þessu. Kannski fannst þeim bara fyndið að pönkast í einhverjum gaur sem var alltaf út í horni og nennti aldrei að segja neitt. Þær voru geðveikt skemmtilegar og aldrei andstyggilegar. Þetta gekk á allt fyrsta árið í Hagaskóla og svo á öðru árinu, í níunda bekk var maður aðeins farinn að gera sig breiðan.“ Hann segir að móðir hans hafi í raun aldrei gert sér grein fyrir því að hann hafi verið lagður í einelti fyrir en mörgum árum seinna. „Þetta var ekkert svona brútal einelti, heldur einelti innan vinahóps dæmi. Við vorum bara vinahópur og ég var neðstur í goggunarröðinni og ég var alltaf viðfang brandarana. Þetta eru ekki vinir mínir í dag, en þeir eru ekki óvinir mínir heldur og ég myndi taka þeim fagnandi ef ég myndi hitta þá. Enda held ég ekkert að þeir hafi endilega áttað sig á því hvað væri á seyði. Ég held að ég hafi snúið þessu við á einhverjum tímapunkti í Hagaskóla og byrjað að snúa þessu við og byrjað að gera þetta við mína vini, svona ómeðvitað.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni en Hjörtur talar einnig um tímann þegar alltaf var verið að sprengja upp hluti í Hagaskóla.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira