Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2021 19:30 Gunnar og Karen Lind ætla gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu, jafnvel þó þau þurfi að standa vaktina nánast allan sólarhringinn. Vísir/Egill Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. Það voru eflaust mikil vonbrigði fyrir marga þegar fermingar féllu niður vegna kórónuveirufaraldursins síðasta vor. Þá hafði samkomubann verið sett á í fyrsta sinn í sögunni og öllum veisluhöldum þurfti að fresta. Nú er hins vegar staðan önnur, þó hún geti breyst hratt, og útlit fyrir að fyrstu fermingar fari fram eftir um hálfan mánuð. Boðskortin send út með fyrirvara „Fólk er aðeins það er auðvitað leiðinlegt að vera búinn að undirbúa, og venjulega er búið að bjóða í fermingar, en fólk er hefur verið að geyma það því það veit ekki hvaða fjöldatakmarkanir verða í gangi. Þannig að fólk er búið að senda boð með fyrirvara um sóttvarnareglur,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, prestur í Hjalla- og Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigurjónsson tekur undir. „Það er auðvitað alltaf erfitt fyrir fólk að takast á við breytingar. Það er bara eins og gefur. En mér finnst ég ekki upplifa neitt nema bara skilning. Fólk áttar sig á því hvað við erum að stefna á,“ segir hann, en athöfnum hefur verið fjölgað í nokkrar á dag. Passað verður upp á að dagsetningin haldist en tímasetningin gæti hins vegar breyst, ef sóttvarnaaðgerðir breytast. Nú má kirkjan taka á móti allt að 200 manns í einu en almennar fjöldatakmarkanir kveða á um 50 manns. „Það sem við erum að reyna að gera er að fjölga athöfnum en tryggja að allir haldir þeim fermingardegi sem þeir voru búnir að velja,“ segir Karen. Full tilhlökkunar „Plan A var þetta sem upphaflega var gert. Það er farið og ekkert í gildi lengur. Við erum komin í plan B. Við erum tilbúin með plan C og D. Þannig að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa við dagsetningarnar,“ segir Gunnar. „Við búum líka að reynslunni síðan í fyrra. Við ætlum ekki að fara þangað aftur.“ Þau eru bæði spennt fyrir næstu vikum. „Ó já,“ segir Gunnar og Karen tekur undir. „Heldur betur,“ segir hún. „Og líka bara að hafa guðsþjónustu, þetta er bara æðislegt. Loksins!“ segir Gunnar og brosir sínu breiðasta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Fermingar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Það voru eflaust mikil vonbrigði fyrir marga þegar fermingar féllu niður vegna kórónuveirufaraldursins síðasta vor. Þá hafði samkomubann verið sett á í fyrsta sinn í sögunni og öllum veisluhöldum þurfti að fresta. Nú er hins vegar staðan önnur, þó hún geti breyst hratt, og útlit fyrir að fyrstu fermingar fari fram eftir um hálfan mánuð. Boðskortin send út með fyrirvara „Fólk er aðeins það er auðvitað leiðinlegt að vera búinn að undirbúa, og venjulega er búið að bjóða í fermingar, en fólk er hefur verið að geyma það því það veit ekki hvaða fjöldatakmarkanir verða í gangi. Þannig að fólk er búið að senda boð með fyrirvara um sóttvarnareglur,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, prestur í Hjalla- og Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigurjónsson tekur undir. „Það er auðvitað alltaf erfitt fyrir fólk að takast á við breytingar. Það er bara eins og gefur. En mér finnst ég ekki upplifa neitt nema bara skilning. Fólk áttar sig á því hvað við erum að stefna á,“ segir hann, en athöfnum hefur verið fjölgað í nokkrar á dag. Passað verður upp á að dagsetningin haldist en tímasetningin gæti hins vegar breyst, ef sóttvarnaaðgerðir breytast. Nú má kirkjan taka á móti allt að 200 manns í einu en almennar fjöldatakmarkanir kveða á um 50 manns. „Það sem við erum að reyna að gera er að fjölga athöfnum en tryggja að allir haldir þeim fermingardegi sem þeir voru búnir að velja,“ segir Karen. Full tilhlökkunar „Plan A var þetta sem upphaflega var gert. Það er farið og ekkert í gildi lengur. Við erum komin í plan B. Við erum tilbúin með plan C og D. Þannig að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa við dagsetningarnar,“ segir Gunnar. „Við búum líka að reynslunni síðan í fyrra. Við ætlum ekki að fara þangað aftur.“ Þau eru bæði spennt fyrir næstu vikum. „Ó já,“ segir Gunnar og Karen tekur undir. „Heldur betur,“ segir hún. „Og líka bara að hafa guðsþjónustu, þetta er bara æðislegt. Loksins!“ segir Gunnar og brosir sínu breiðasta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Fermingar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira