Liðsmenn eins vinsælasta Eurovision-bloggsins kveða upp dóm yfir Daða Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2021 11:15 Suzanne Adams og Deban Aderemi horfa á atriði Daða og Gagnamagnsins frá því á laugardag. Skjáskot/Youtube Liðsmenn hinnar vinsælu Eurovision-bloggsíðu Wiwibloggs eru yfir sig hrifnir af framlagi Íslands í keppninni í ár, ef marka má myndband sem hlaðið var inn á YouTube-rás síðunnar í gær. Þó að þeir telji lagið ekki sigurstranglegt telja þeir öruggt að það komist alla leið á úrslitakvöldið í Rotterdam 22. maí. Daði Freyr Pétursson og félagar hans í Gagnamagninu frumfluttu lagið Ten Years, sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision, á laugardagskvöld. Lagið fjallar um samband Daða Freys og eiginkonu hans, Árnýjar Fjólu Guðmundsdóttur sem einnig er liðsmaður Gagnamagnsins. Fallegur ástaróður sem eldist eins og gott vín Deban Aderemi og Suzanne Adams hjá Wiwibloggs tóku lagið til umfjöllunar á YouTube-rás Wiwibloggs í gær. Þau byrjuðu bæði að dilla sér um leið og strengjasveitin lauk upphafskafla lagsins og lýstu yfir ánægju með búninga Gagnamagnsins. „Þetta eldist eins og vín, og ég ætla að gera ráð fyrir að það sé fínt vín. Ég myndi ekki breyta neinu. Alltaf þegar ég held að hjarta mitt sé fullt finn ég nýja staði til að kanna. Vel gert, Daði og félagar!“ sagði Adams. Hún sagði lagið jafnframt fallegan ástaróð sem væri mjög einkennandi fyrir Daða. Hún kvaðst þó hafa verið hrifnari af framlagi Daða í fyrra, Think About Things. „Líklega vegna þess að ég var þá að heyra í þeim í fyrsta sinn. Samt sem áður, eins og hann segir sjálfur um samband sitt, mun honum aldrei leiðast. Honum leiðist ekki og mér leiðist ekki framlag Íslands.“ Vinnum ekki Eurovision Aderemi tók í sama streng og Suzanne. Think About Things hefði vissulega verið meira grípandi en nýja lagið. Ísland hefði vel getað unnið Eurovision í fyrra. „Mun þetta, Ten Years, vinna Eurovision? Nei, ég efa það. En þeim tókst ætlunarverkið. Þetta er frábært lag, lag sem maður ætti ekki að skammast sín fyrir, lag sem Ísland ætti að vera stolt af,“ sagði Aderemi en kvaðst þó viss um að Ísland komist áfram á úrslitakvöldið 22. maí. Þegar litið er yfir athugasemdir við 10 Years, sem hlaðið var upp á YouTube strax á laugardagskvöld, virðast margir sama sinnis og liðsmenn Wiwibloggs. Flestum þykir lagið fjörugt og skemmtilegt – en ef til vill ekki jafnsterkt og framlag okkar í fyrra. Veðbankar endurspegla þetta viðhorf. Ísland var lengi vel spáð einu af efstu þremur sætunum á vef Eurovisionworld. Eftir að lagið var frumflutt á laugardag hefur Ísland hins vegar tekið væna dýfu og situr nú í áttunda sæti, á milli Litháen og Kýpur. Eurovision Tengdar fréttir Daði Freyr í yfirheyrslu Daði Freyr mætti í Yfirheyrsluna á FM957 í gær og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum. 16. mars 2021 07:00 Daði nálægt efstu þremur samkvæmt veðbönkum Lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, sem er framlag Íslands í Eurovision í ár, er af veðbönkum talið þriðja til fimmta líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í keppninni í ár. 14. mars 2021 10:46 Eurovision-lag Daða frumflutt formlega Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision. 13. mars 2021 21:08 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Daði Freyr Pétursson og félagar hans í Gagnamagninu frumfluttu lagið Ten Years, sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision, á laugardagskvöld. Lagið fjallar um samband Daða Freys og eiginkonu hans, Árnýjar Fjólu Guðmundsdóttur sem einnig er liðsmaður Gagnamagnsins. Fallegur ástaróður sem eldist eins og gott vín Deban Aderemi og Suzanne Adams hjá Wiwibloggs tóku lagið til umfjöllunar á YouTube-rás Wiwibloggs í gær. Þau byrjuðu bæði að dilla sér um leið og strengjasveitin lauk upphafskafla lagsins og lýstu yfir ánægju með búninga Gagnamagnsins. „Þetta eldist eins og vín, og ég ætla að gera ráð fyrir að það sé fínt vín. Ég myndi ekki breyta neinu. Alltaf þegar ég held að hjarta mitt sé fullt finn ég nýja staði til að kanna. Vel gert, Daði og félagar!“ sagði Adams. Hún sagði lagið jafnframt fallegan ástaróð sem væri mjög einkennandi fyrir Daða. Hún kvaðst þó hafa verið hrifnari af framlagi Daða í fyrra, Think About Things. „Líklega vegna þess að ég var þá að heyra í þeim í fyrsta sinn. Samt sem áður, eins og hann segir sjálfur um samband sitt, mun honum aldrei leiðast. Honum leiðist ekki og mér leiðist ekki framlag Íslands.“ Vinnum ekki Eurovision Aderemi tók í sama streng og Suzanne. Think About Things hefði vissulega verið meira grípandi en nýja lagið. Ísland hefði vel getað unnið Eurovision í fyrra. „Mun þetta, Ten Years, vinna Eurovision? Nei, ég efa það. En þeim tókst ætlunarverkið. Þetta er frábært lag, lag sem maður ætti ekki að skammast sín fyrir, lag sem Ísland ætti að vera stolt af,“ sagði Aderemi en kvaðst þó viss um að Ísland komist áfram á úrslitakvöldið 22. maí. Þegar litið er yfir athugasemdir við 10 Years, sem hlaðið var upp á YouTube strax á laugardagskvöld, virðast margir sama sinnis og liðsmenn Wiwibloggs. Flestum þykir lagið fjörugt og skemmtilegt – en ef til vill ekki jafnsterkt og framlag okkar í fyrra. Veðbankar endurspegla þetta viðhorf. Ísland var lengi vel spáð einu af efstu þremur sætunum á vef Eurovisionworld. Eftir að lagið var frumflutt á laugardag hefur Ísland hins vegar tekið væna dýfu og situr nú í áttunda sæti, á milli Litháen og Kýpur.
Eurovision Tengdar fréttir Daði Freyr í yfirheyrslu Daði Freyr mætti í Yfirheyrsluna á FM957 í gær og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum. 16. mars 2021 07:00 Daði nálægt efstu þremur samkvæmt veðbönkum Lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, sem er framlag Íslands í Eurovision í ár, er af veðbönkum talið þriðja til fimmta líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í keppninni í ár. 14. mars 2021 10:46 Eurovision-lag Daða frumflutt formlega Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision. 13. mars 2021 21:08 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Daði Freyr í yfirheyrslu Daði Freyr mætti í Yfirheyrsluna á FM957 í gær og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum. 16. mars 2021 07:00
Daði nálægt efstu þremur samkvæmt veðbönkum Lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, sem er framlag Íslands í Eurovision í ár, er af veðbönkum talið þriðja til fimmta líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í keppninni í ár. 14. mars 2021 10:46
Eurovision-lag Daða frumflutt formlega Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision. 13. mars 2021 21:08