Liðsmenn eins vinsælasta Eurovision-bloggsins kveða upp dóm yfir Daða Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2021 11:15 Suzanne Adams og Deban Aderemi horfa á atriði Daða og Gagnamagnsins frá því á laugardag. Skjáskot/Youtube Liðsmenn hinnar vinsælu Eurovision-bloggsíðu Wiwibloggs eru yfir sig hrifnir af framlagi Íslands í keppninni í ár, ef marka má myndband sem hlaðið var inn á YouTube-rás síðunnar í gær. Þó að þeir telji lagið ekki sigurstranglegt telja þeir öruggt að það komist alla leið á úrslitakvöldið í Rotterdam 22. maí. Daði Freyr Pétursson og félagar hans í Gagnamagninu frumfluttu lagið Ten Years, sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision, á laugardagskvöld. Lagið fjallar um samband Daða Freys og eiginkonu hans, Árnýjar Fjólu Guðmundsdóttur sem einnig er liðsmaður Gagnamagnsins. Fallegur ástaróður sem eldist eins og gott vín Deban Aderemi og Suzanne Adams hjá Wiwibloggs tóku lagið til umfjöllunar á YouTube-rás Wiwibloggs í gær. Þau byrjuðu bæði að dilla sér um leið og strengjasveitin lauk upphafskafla lagsins og lýstu yfir ánægju með búninga Gagnamagnsins. „Þetta eldist eins og vín, og ég ætla að gera ráð fyrir að það sé fínt vín. Ég myndi ekki breyta neinu. Alltaf þegar ég held að hjarta mitt sé fullt finn ég nýja staði til að kanna. Vel gert, Daði og félagar!“ sagði Adams. Hún sagði lagið jafnframt fallegan ástaróð sem væri mjög einkennandi fyrir Daða. Hún kvaðst þó hafa verið hrifnari af framlagi Daða í fyrra, Think About Things. „Líklega vegna þess að ég var þá að heyra í þeim í fyrsta sinn. Samt sem áður, eins og hann segir sjálfur um samband sitt, mun honum aldrei leiðast. Honum leiðist ekki og mér leiðist ekki framlag Íslands.“ Vinnum ekki Eurovision Aderemi tók í sama streng og Suzanne. Think About Things hefði vissulega verið meira grípandi en nýja lagið. Ísland hefði vel getað unnið Eurovision í fyrra. „Mun þetta, Ten Years, vinna Eurovision? Nei, ég efa það. En þeim tókst ætlunarverkið. Þetta er frábært lag, lag sem maður ætti ekki að skammast sín fyrir, lag sem Ísland ætti að vera stolt af,“ sagði Aderemi en kvaðst þó viss um að Ísland komist áfram á úrslitakvöldið 22. maí. Þegar litið er yfir athugasemdir við 10 Years, sem hlaðið var upp á YouTube strax á laugardagskvöld, virðast margir sama sinnis og liðsmenn Wiwibloggs. Flestum þykir lagið fjörugt og skemmtilegt – en ef til vill ekki jafnsterkt og framlag okkar í fyrra. Veðbankar endurspegla þetta viðhorf. Ísland var lengi vel spáð einu af efstu þremur sætunum á vef Eurovisionworld. Eftir að lagið var frumflutt á laugardag hefur Ísland hins vegar tekið væna dýfu og situr nú í áttunda sæti, á milli Litháen og Kýpur. Eurovision Tengdar fréttir Daði Freyr í yfirheyrslu Daði Freyr mætti í Yfirheyrsluna á FM957 í gær og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum. 16. mars 2021 07:00 Daði nálægt efstu þremur samkvæmt veðbönkum Lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, sem er framlag Íslands í Eurovision í ár, er af veðbönkum talið þriðja til fimmta líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í keppninni í ár. 14. mars 2021 10:46 Eurovision-lag Daða frumflutt formlega Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision. 13. mars 2021 21:08 Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Daði Freyr Pétursson og félagar hans í Gagnamagninu frumfluttu lagið Ten Years, sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision, á laugardagskvöld. Lagið fjallar um samband Daða Freys og eiginkonu hans, Árnýjar Fjólu Guðmundsdóttur sem einnig er liðsmaður Gagnamagnsins. Fallegur ástaróður sem eldist eins og gott vín Deban Aderemi og Suzanne Adams hjá Wiwibloggs tóku lagið til umfjöllunar á YouTube-rás Wiwibloggs í gær. Þau byrjuðu bæði að dilla sér um leið og strengjasveitin lauk upphafskafla lagsins og lýstu yfir ánægju með búninga Gagnamagnsins. „Þetta eldist eins og vín, og ég ætla að gera ráð fyrir að það sé fínt vín. Ég myndi ekki breyta neinu. Alltaf þegar ég held að hjarta mitt sé fullt finn ég nýja staði til að kanna. Vel gert, Daði og félagar!“ sagði Adams. Hún sagði lagið jafnframt fallegan ástaróð sem væri mjög einkennandi fyrir Daða. Hún kvaðst þó hafa verið hrifnari af framlagi Daða í fyrra, Think About Things. „Líklega vegna þess að ég var þá að heyra í þeim í fyrsta sinn. Samt sem áður, eins og hann segir sjálfur um samband sitt, mun honum aldrei leiðast. Honum leiðist ekki og mér leiðist ekki framlag Íslands.“ Vinnum ekki Eurovision Aderemi tók í sama streng og Suzanne. Think About Things hefði vissulega verið meira grípandi en nýja lagið. Ísland hefði vel getað unnið Eurovision í fyrra. „Mun þetta, Ten Years, vinna Eurovision? Nei, ég efa það. En þeim tókst ætlunarverkið. Þetta er frábært lag, lag sem maður ætti ekki að skammast sín fyrir, lag sem Ísland ætti að vera stolt af,“ sagði Aderemi en kvaðst þó viss um að Ísland komist áfram á úrslitakvöldið 22. maí. Þegar litið er yfir athugasemdir við 10 Years, sem hlaðið var upp á YouTube strax á laugardagskvöld, virðast margir sama sinnis og liðsmenn Wiwibloggs. Flestum þykir lagið fjörugt og skemmtilegt – en ef til vill ekki jafnsterkt og framlag okkar í fyrra. Veðbankar endurspegla þetta viðhorf. Ísland var lengi vel spáð einu af efstu þremur sætunum á vef Eurovisionworld. Eftir að lagið var frumflutt á laugardag hefur Ísland hins vegar tekið væna dýfu og situr nú í áttunda sæti, á milli Litháen og Kýpur.
Eurovision Tengdar fréttir Daði Freyr í yfirheyrslu Daði Freyr mætti í Yfirheyrsluna á FM957 í gær og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum. 16. mars 2021 07:00 Daði nálægt efstu þremur samkvæmt veðbönkum Lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, sem er framlag Íslands í Eurovision í ár, er af veðbönkum talið þriðja til fimmta líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í keppninni í ár. 14. mars 2021 10:46 Eurovision-lag Daða frumflutt formlega Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision. 13. mars 2021 21:08 Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Fleiri fréttir „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Sjá meira
Daði Freyr í yfirheyrslu Daði Freyr mætti í Yfirheyrsluna á FM957 í gær og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum. 16. mars 2021 07:00
Daði nálægt efstu þremur samkvæmt veðbönkum Lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, sem er framlag Íslands í Eurovision í ár, er af veðbönkum talið þriðja til fimmta líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í keppninni í ár. 14. mars 2021 10:46
Eurovision-lag Daða frumflutt formlega Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision. 13. mars 2021 21:08