Les tuttugu stiga hita af mælinum í Hallormsstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2021 16:30 Friðrik birti þessa mynd af sér í sólinni á Hallormsstað í september. Hann nefndi í færslu þennan dag að hann hefði þurft að skafa bílinn um morguninn og svo verið kominn í sólbað eftir hádegið. Íbúi í Múlaþingi vekur athygli á því að hitamælirinn í garði hans sýni tuttugu gráður í dag. Veðurstofan spáði töluverðum hita á Austurlandi í dag og sú spá hefur ræst og gott betur. „Það er varla að ég þori að setja þetta á prent en hitamælirinn í Fjósakambi sýnir 20 gráður í augnablikinu. Og þá er einmitt fökking þungskýjað,“ segir Friðrik Indriðason blaðamaður hjá Austurfrétt í færslu á Facebook. Friðrik fluttist búferlum frá höfuðborgarsvæðinu austur á Fljótsdalshérað í ágúst síðastliðnum og býr í mikilli skjólsæld í götunni Fjósakambi við gamla Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Mesti hiti á landinu það sem af er degi sem Veðurstofa hefur mælt er 17,9 stig á Kollaleiru í Reyðarfirði. Friðrik vekur athygli á því að hitinn er einatt meiri í skóginum þar sem háu trén búa til algjöran pott. Friðrik Indriðason kann vel að meta veðursældina á Austfjörðum. „Ég hef orðið var við það að tölurnar á mælunum hjá mér og nágrannanum sýna yfirleitt fimm til átta stigum hærri hita en mælirinn á Egilsstaðaflugvelli. Mælarnir okkar geta varlað báðir verið bilaðir,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Gráðurnar eru tuttugu í dag en því miður engin sól. „Þetta er góður sumardagur, eins og ég man þá í Reykjavík,“ segir Friðrik og hlær. Hann var nýmættur austur í ágúst þegar hitamet voru slegin í fádæma veðurblíðu á svæðinu. „Hitamælirinn minn er í skugga og hann sýndi einn dagin 31 gráðu. Mér datt ekki í hug að segja frá því, það myndi enginn trúa því. En ég gat ekki verið í sólbaði úti í garði, því ég bara brann,“ segir Friðrik. Hitamælirinn sem Friðrik les af reglulega og deilir með vinum sínum sem margir hverjir eru grænir af öfund, annars staðar á landinu. Hér sýndi mælirinn nítján stig um miðjan október. Í dag sitji hann inni á heimili sínu við Fjósakamb með stofudyrnar galopnar út í garð sökum hitans. „Það er alveg magnað í miðjum mars. Ég átti eftir að sjá það í Reykjavík með stofuhurðina galopna um miðjan mars,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Honum leiðist greinilega ekki veðursældin fyrir austan og hvað þá í skóginum. „Í nóvember var ekki bara appelsínugulviðvörun heldur óvissustig. Þá gat ég verið í smók úti í garði undir þakskegginu,“ segir Friðrik og hrósar happi yfir veðrinu. Hiti hefur mælst 17,5 gráða á Fárskrúðsfirði í dag og sömuleiðis 17 gráður við Hvaldalsá. Meira að segja á hálendinu, á Þórdalsheiði og Eyjabökkum, mælist hitinn allt að 13-14 gráður. Múlaþing Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57 Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
„Það er varla að ég þori að setja þetta á prent en hitamælirinn í Fjósakambi sýnir 20 gráður í augnablikinu. Og þá er einmitt fökking þungskýjað,“ segir Friðrik Indriðason blaðamaður hjá Austurfrétt í færslu á Facebook. Friðrik fluttist búferlum frá höfuðborgarsvæðinu austur á Fljótsdalshérað í ágúst síðastliðnum og býr í mikilli skjólsæld í götunni Fjósakambi við gamla Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Mesti hiti á landinu það sem af er degi sem Veðurstofa hefur mælt er 17,9 stig á Kollaleiru í Reyðarfirði. Friðrik vekur athygli á því að hitinn er einatt meiri í skóginum þar sem háu trén búa til algjöran pott. Friðrik Indriðason kann vel að meta veðursældina á Austfjörðum. „Ég hef orðið var við það að tölurnar á mælunum hjá mér og nágrannanum sýna yfirleitt fimm til átta stigum hærri hita en mælirinn á Egilsstaðaflugvelli. Mælarnir okkar geta varlað báðir verið bilaðir,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Gráðurnar eru tuttugu í dag en því miður engin sól. „Þetta er góður sumardagur, eins og ég man þá í Reykjavík,“ segir Friðrik og hlær. Hann var nýmættur austur í ágúst þegar hitamet voru slegin í fádæma veðurblíðu á svæðinu. „Hitamælirinn minn er í skugga og hann sýndi einn dagin 31 gráðu. Mér datt ekki í hug að segja frá því, það myndi enginn trúa því. En ég gat ekki verið í sólbaði úti í garði, því ég bara brann,“ segir Friðrik. Hitamælirinn sem Friðrik les af reglulega og deilir með vinum sínum sem margir hverjir eru grænir af öfund, annars staðar á landinu. Hér sýndi mælirinn nítján stig um miðjan október. Í dag sitji hann inni á heimili sínu við Fjósakamb með stofudyrnar galopnar út í garð sökum hitans. „Það er alveg magnað í miðjum mars. Ég átti eftir að sjá það í Reykjavík með stofuhurðina galopna um miðjan mars,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Honum leiðist greinilega ekki veðursældin fyrir austan og hvað þá í skóginum. „Í nóvember var ekki bara appelsínugulviðvörun heldur óvissustig. Þá gat ég verið í smók úti í garði undir þakskegginu,“ segir Friðrik og hrósar happi yfir veðrinu. Hiti hefur mælst 17,5 gráða á Fárskrúðsfirði í dag og sömuleiðis 17 gráður við Hvaldalsá. Meira að segja á hálendinu, á Þórdalsheiði og Eyjabökkum, mælist hitinn allt að 13-14 gráður.
Múlaþing Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57 Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57
Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22