Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2021 18:45 Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. vísir/sigurjón Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta. Í lögfræðiáliti sem Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa látið vinna segir að rekstur spilakassa sé kominn langt út fyrir heimildina sem Happdrætti Háskóla Íslands sé veitt í lögum. Þar segir að Happdrættið hafi ekki heimild til þess að láta annan aðila sjá um rekstrinn og að allur ágóði eigi að renna til skólans. Reyndin sé sú að félagið Háspenna ehf. reki spilavélarnar og hafi af því ríflegar tekjur, eða samanlagt 120 milljónir á árunum 2018 og 2019. „Þetta er eitthvað hlutafélag sem í rauninni fer ekki með leyfi til reksturs spilakassa. Og bréfið snýr að þessum þætti. Að hegningarlög eru brotin í fyrsta lagi með því að þau séu að hagnast og í öðru lagi að það sé verið að stunda fjárhættuspil í húsnæði þeirra,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Bréfið var sent 8. mars og þar er gerð krafa um að samstarfi Happdrættisins við Háspennu verði slitið innan tíu daga og að rekstur spilakassa verði lagður niður. Annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Alma segir að það verði gert fyrir eða eftir helgi. Afrit af bréfinu var sent á dómsmálaráðuneytið sem gefur út heimild til reksturs spilakassa. Málefnið hefur verið til umræðu á Alþingi og komu þrír ráðherrar fyrir velferðarnefnd í síðustu viku. Í umræðum um störf þingisns í dag sagði Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, að þingheimur þurfi að grípa til aðgerða. „Það er ekki siðferðislega réttlætanlegt að stofnanir eins og Rauði krossin, Háskólinn og Landsbjörg skuli fjármagna sig á eymd annarra. Þessu verður að linna strax.“ Í bréfinu segir jafnframt að fjöldi einstaklinga áskilji sér rétt til þess að leita réttar síns gagnvart Happdrætti háskólans, Háspennu og íslenksa ríkinu. „Þessi starfsemi er búin að vera í 27 ár og það er gríðarlega stór hópur sem hefur annað hvort misst allt sitt eða misst það tímabundið. Og ef það reynist rétt að þetta sé ólöglegt eins og við höfum haldið fram hlýtur að skapast skaðabótaskylda,“ segir Alma. Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Í lögfræðiáliti sem Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa látið vinna segir að rekstur spilakassa sé kominn langt út fyrir heimildina sem Happdrætti Háskóla Íslands sé veitt í lögum. Þar segir að Happdrættið hafi ekki heimild til þess að láta annan aðila sjá um rekstrinn og að allur ágóði eigi að renna til skólans. Reyndin sé sú að félagið Háspenna ehf. reki spilavélarnar og hafi af því ríflegar tekjur, eða samanlagt 120 milljónir á árunum 2018 og 2019. „Þetta er eitthvað hlutafélag sem í rauninni fer ekki með leyfi til reksturs spilakassa. Og bréfið snýr að þessum þætti. Að hegningarlög eru brotin í fyrsta lagi með því að þau séu að hagnast og í öðru lagi að það sé verið að stunda fjárhættuspil í húsnæði þeirra,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Bréfið var sent 8. mars og þar er gerð krafa um að samstarfi Happdrættisins við Háspennu verði slitið innan tíu daga og að rekstur spilakassa verði lagður niður. Annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Alma segir að það verði gert fyrir eða eftir helgi. Afrit af bréfinu var sent á dómsmálaráðuneytið sem gefur út heimild til reksturs spilakassa. Málefnið hefur verið til umræðu á Alþingi og komu þrír ráðherrar fyrir velferðarnefnd í síðustu viku. Í umræðum um störf þingisns í dag sagði Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, að þingheimur þurfi að grípa til aðgerða. „Það er ekki siðferðislega réttlætanlegt að stofnanir eins og Rauði krossin, Háskólinn og Landsbjörg skuli fjármagna sig á eymd annarra. Þessu verður að linna strax.“ Í bréfinu segir jafnframt að fjöldi einstaklinga áskilji sér rétt til þess að leita réttar síns gagnvart Happdrætti háskólans, Háspennu og íslenksa ríkinu. „Þessi starfsemi er búin að vera í 27 ár og það er gríðarlega stór hópur sem hefur annað hvort misst allt sitt eða misst það tímabundið. Og ef það reynist rétt að þetta sé ólöglegt eins og við höfum haldið fram hlýtur að skapast skaðabótaskylda,“ segir Alma.
Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira