Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Tesla.
Við erum afar þakklát fyrir allan þann áhuga og þá eftirvæntingu sem við höfum séð á þessum stutta tíma sem liðinn er síðan Tesla opnaði á Íslandi og við erum spennt fyrir framhaldinu.
Árið 2020, opnaði Tesla einnig ofurhleðslustöðvar við Staðarskála, sem tengir Reykjavík og Akureyri til að tryggja einfaldar samgöngur á rafmagni á milli þessara staða. Við erum með stór plön í þá átt að fjölga ofurhleðslustöðvum okkar á eyjunni á þessu ári, og við munum halda áfram að aðlaga okkur að því að veita öllum okkar viðskiptavinum sem allra besta upplifun í sambandi við sölu, þjónustu og afhendingu.

Model 3
Model 3 er minni einfaldari og ódýrari rafbíll. Hannaður og smíðaður til að vera fyrsti rafbíll heims sem er framleiddur í þessu mikla upplagi, hann er mikilvægt skref í átt að markmiði Tesla að hraða orkuskiptum í heiminum yfir í sjálfbæra orku.