Hver reglan á fætur annarri brotin í aðdraganda banaslyss Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. mars 2021 12:00 Frá slysstað. Vinnueftirlitið Vinnueftirlitið segir að fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar hafi ekki verið gætt á verkstað þegar starfsmaður Inga & son ehf., pólskur karlmaður á sextugsaldri, lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ þann þriðja mars í fyrra. Í umsögn eftirlitsins um slysið segir að gleymst hafi að steypa súlu í rétta hæð til að gefa nægan stuðning til að halda holplötum uppi, en holplötueiningar á þaki annarar hæðar í austurhluta hússins hrundu niður ásamt tveimur starfsmönnum og lést annar þeirra á slysstað. Fallhæðin var á áttunda metra. Hér má sjá súluna sem ekki var steypt í rétta hæð.Mynd/Vinnueftirlitið Vinnueftirlitið segir í umsögninni að meira álag hafi verið á bráðabirgðastoðum en þeim var ætlað og að niðurröðun holplatna hafi ekki verið í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda. Þá hafi leiðbeiningum ekki verið fylgt við reisingu burðarvirkis. Enn fremur segir að fallvarnarbelti hafi ekki verið notuð og að öryggis- og heilbrigðisáætlun hafi ekki verið á slysstað og hún hafi mögulega ekki verið kynnt starfsmönnum á fullnægjandi hátt. Loftmynd af þaki hússins.Mynd/Vinnueftirlitið Mat Vinnueftirlitsins er að til að koma í veg fyrir sambærileg slys þurfi að gæta vel að samskiptum milli samstarfsmanna um framvindu verksins og frangang verkþátta svo allir sem starfi við framkvæmd þeirra séu þeim kunnugir. Atvinnurekanda beri að sjá til þess að áhættumat liggi fyrir áður en störf hefjast við áhættusama verkþætti líkt og í þessu máli. Áhættumat starfa hjá Inga & Son ehf. hafi verið ófullnægjandi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna á verkstað, segir í umsögninni. Skýrslu vinnueftirlitsins í heild má lesa hér að neðan (PDF). Tengd skjöl SkyrslaVinnueftirlitsinsPDF2.0MBSækja skjal Mosfellsbær Vinnuslys Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 10:20 Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. 4. mars 2020 12:29 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Í umsögn eftirlitsins um slysið segir að gleymst hafi að steypa súlu í rétta hæð til að gefa nægan stuðning til að halda holplötum uppi, en holplötueiningar á þaki annarar hæðar í austurhluta hússins hrundu niður ásamt tveimur starfsmönnum og lést annar þeirra á slysstað. Fallhæðin var á áttunda metra. Hér má sjá súluna sem ekki var steypt í rétta hæð.Mynd/Vinnueftirlitið Vinnueftirlitið segir í umsögninni að meira álag hafi verið á bráðabirgðastoðum en þeim var ætlað og að niðurröðun holplatna hafi ekki verið í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda. Þá hafi leiðbeiningum ekki verið fylgt við reisingu burðarvirkis. Enn fremur segir að fallvarnarbelti hafi ekki verið notuð og að öryggis- og heilbrigðisáætlun hafi ekki verið á slysstað og hún hafi mögulega ekki verið kynnt starfsmönnum á fullnægjandi hátt. Loftmynd af þaki hússins.Mynd/Vinnueftirlitið Mat Vinnueftirlitsins er að til að koma í veg fyrir sambærileg slys þurfi að gæta vel að samskiptum milli samstarfsmanna um framvindu verksins og frangang verkþátta svo allir sem starfi við framkvæmd þeirra séu þeim kunnugir. Atvinnurekanda beri að sjá til þess að áhættumat liggi fyrir áður en störf hefjast við áhættusama verkþætti líkt og í þessu máli. Áhættumat starfa hjá Inga & Son ehf. hafi verið ófullnægjandi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna á verkstað, segir í umsögninni. Skýrslu vinnueftirlitsins í heild má lesa hér að neðan (PDF). Tengd skjöl SkyrslaVinnueftirlitsinsPDF2.0MBSækja skjal
Mosfellsbær Vinnuslys Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 10:20 Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. 4. mars 2020 12:29 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 10:20
Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. 4. mars 2020 12:29