Hlé verður áfram gert á notkun bóluefnis AstraZeneca og kannað hvort það verði einungis notað fyrir tiltekna hópa. Borgin og samgönguráðherra halda áfram að takast á um skipulagsvaldið þegar kemur að flugvöllum með skeytasendingum sín á milli.
Ríkið hefur tapað enn einu dómsmálinu varðandi gjaldtöku á innfluttar landbúnaðarvörur frá Evrópu sem Landsréttur segir ekki standast ákvæði stjórnarskrár um skattlagningu. Og við fylgjumst með þegar sjónvarpskonan Steinunn Ása Þorvaldsdóttir úr þáttunum Með okkar augum startaði hjólasöfnun Barnaheilla í dag.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.