„Það var eiginlega talið að þetta væri í rénun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2021 22:58 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Egill Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að eldgosið sem nú er hafið við Fagradalsfjall hafi komið honum – og líklega öðrum bæjarbúum – á óvart. Í morgun hafi litið út fyrir að virknin væri í rénun. Hann segir að staðsetning gossins virðist jafnframt góð gagnvart Grindavík. Fannar brá sér austur fyrir fjall nú fyrir helgi og er því sjálfur ekki staddur í Grindavík en er á heimleið. Hann kveðst hafa verið í góðu sambandi við aðgerðastjórn og viðbragðsaðila í Grindavík. „Þetta virðist vera tiltölulega hóflegt gos og vel staðsett gagnvart Grindavík eins og útlit er núna. Aðgerðastjórn hefur verið virkjuð,“ segir Fannar. „Menn eru rólegir, bjarminn sést frá bænum og staðsetningin eins og henni er lýst er mjög hagstæð fyrir okkur þannig að það virðist ekki vera nein hætta á ferðum eins og sakir standa, og kannski einna bestu.“ Þá telur hann að gosið hafi komið Grindvíkingum á óvart. „Þetta var frekar óvænt. Það var einhvern veginn þannig ástand þegar leið á daginn að þetta væri mjög ólíklegt að eitthvað myndi gerast og frekar rólegt yfir þannig að ég brá mér aðeins austur fyrir fjall eftir nokkrar vikur og þá gerist þetta,“ segir Fannar. „Við erum í sambandi við sérfræðinga Veðurstofunnar og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra klukkan tíu á hverjum einasta degi og það var eiginlega talið að þetta væri í rénun, allavega tímabundið, en aldrei að vita hvað myndi gerast. En þannig séð kom þetta á óvart.“ Uppfært klukkan 01:20 Fannar var kominn heim til Grindavíkur þegar Kristján Már Unnarsson ræddi við hann seinna um kvöldið. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fannar brá sér austur fyrir fjall nú fyrir helgi og er því sjálfur ekki staddur í Grindavík en er á heimleið. Hann kveðst hafa verið í góðu sambandi við aðgerðastjórn og viðbragðsaðila í Grindavík. „Þetta virðist vera tiltölulega hóflegt gos og vel staðsett gagnvart Grindavík eins og útlit er núna. Aðgerðastjórn hefur verið virkjuð,“ segir Fannar. „Menn eru rólegir, bjarminn sést frá bænum og staðsetningin eins og henni er lýst er mjög hagstæð fyrir okkur þannig að það virðist ekki vera nein hætta á ferðum eins og sakir standa, og kannski einna bestu.“ Þá telur hann að gosið hafi komið Grindvíkingum á óvart. „Þetta var frekar óvænt. Það var einhvern veginn þannig ástand þegar leið á daginn að þetta væri mjög ólíklegt að eitthvað myndi gerast og frekar rólegt yfir þannig að ég brá mér aðeins austur fyrir fjall eftir nokkrar vikur og þá gerist þetta,“ segir Fannar. „Við erum í sambandi við sérfræðinga Veðurstofunnar og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra klukkan tíu á hverjum einasta degi og það var eiginlega talið að þetta væri í rénun, allavega tímabundið, en aldrei að vita hvað myndi gerast. En þannig séð kom þetta á óvart.“ Uppfært klukkan 01:20 Fannar var kominn heim til Grindavíkur þegar Kristján Már Unnarsson ræddi við hann seinna um kvöldið.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira